föstudagur, júní 10, 2005

Vinnuvikan að vera búin :)

Las það í DV í dag að dýralæknar í Moskvu hafa gert fyrstu kynskiptaaðgerð sögunnar á hundi, já ég segi það aftur hundi! Greyji hundurinn var víst að slást við annan hund sem beit undan honum gerseminar... Sagt var í fréttinni að læknarnir voru mannúðlegir að lóga honum ekki, heldur var hundurinn geltur, búin til á hann leggöng og sett smá silikon undir geirvörturnar á honum! Úffff!!!!!!!!!!!!! mannúðlegt, einmitt... :S
Svo fannst mér ein frétt frekar fyndin - en þar er hálfri blaðsíðu eytt í feitann knattspyrnumann sem raðar í sig hamborgurum og frönskum.... stórfrétt!! ;) Mig langar nú bara pínu í hamborgara eftir að hafa lesið þetta... kannski er þetta dulin auglýsing frá American Style??!!
-
Annars er bara fínt að frétta, mexican dagur í matsalnum og gulrótarkaka í eftirrétt :þ Á morgun er Alda sys að útskrifast og Unnur vinkona með opnunarsýningu á verkum sínum - mikil gleði framundan :)
Bið bara að heilsa í bili!