sunnudagur, október 29, 2006

PESTIN MÆTT

Auðvitað þurfti ég að ná mér í pestina! Úfff hvað er leiðinlegt að vera veikur - sérstaklega þegar að ástmaðurinn er í útlöndum :( Brandur fór til Parísar í gærmorgun og verður í viku. Þannig að ég og Nóra kúrum bara endalaust uppí rúmi. Sigrún systir var svo góð að fara fyrir mig í Bónus og kaupa fyrir mig mjólk, ávexti og sitthvað fleira - takk aftur Sigrún mín!
Ég var að enda við að horfa á Lost Highway eftir David Lynch - mjög góð mynd og mjög spes - ætli maður þurfi ekki að horfa á hana aftur fljótlega til að skilja hana betur, ekki að þetta sé mynd sem er til þess gerð að skilja... Kannski hann Brandur minn rabbi við mig um myndina þegar hann kemur heim - enda á hann dvd eintakið ;) Annars er ég að spá í að kúpla mig út úr heilmiklum heilabrotum og setja Notting Hill í tækið - hún er nú frekar auðveld haha
Svo voru þau Tulla og Jónas að eignast frumburðinn sinn! Heilbrigður og myndarlegur drengur kom í heiminn þann 26.10.2006 (flott dagseting!) - Innilega til hamingju með það kæru vinir!! Hlakka nú pínu til að fá að heimsækja litlu fjölskylduna, en það verður nú ekki gert fyrr en ég er orðin 150% góð :)