mánudagur, október 25, 2004

Óvissuferðin góða

Jæja þá er stórskemmtileg helgi liðin... óvissuferðin var snilld!! Við byrjuðum á því að hittast kl. 14 í Víkinni, maður hitti liðið sitt og svona... Liðin voru, gul, bleik, blá, græn, svört og rauð í lit. Svo byrjaði keppnin...

Fyrsta þrautin var svona "traust leikur" ala Survivor og var hann haldinn á stóra aðal-grasinu fyrir framan Víkina. Þá var einn liðsmaður í hverju liði valinn til að stjórna hinum í sínu liði. Allir nema stjórnandinn þurftu að binda trefil fyrir augun og áttu að fylgja því sem stjórnandinn sagði til að ná í keilur sem voru lagðar víðsvegar um grasið. Guðmunda (í græna liðinu) átti besta múvið í þessum leik, hún endaði alein út á miðju grasi, allir aðrir komnir í mark og hún ekkert að gefast upp... keppnisandinn allsráðandi :) En, auðvitað vann gula liðið þessa þraut!!

Næsta þraut var síðan boðhlaup, svona pokakapphlaup, og áttum við að hoppa ákv. vegalengd, klára papsí max & kókosbollu og hoppa svo til baka... úfff... gula liðið vann ekki þessa þraut (vorum í þriðja minnir mig)

Þriðja þrautin var þannig að allir áttu að finna bréf merkt sínu liði sem var falið einhversstaðar upp í stúkunni, og í bréfinu voru leiðbeiningar. Einungis bílstjórinn mátti keyra upp í Fossvogsskóla, hinir liðsmenn þurftu að fara fótgangandi... því fór af stað þetta líka rosalega kapphlaup... ekkert voða gott með kókosbolluna og pepsíið í góðum fíling oní maga :S Úfff... gula liðið vann heldur ekki þessa þraut... en við vorum alla vegna ekki síðust... Rauða liðið var bara í ruglinu...hehe

Fyrir utan Fossvogsskóla tók við þraut númer 4... þá var hið sívinsæla og ómissandi bjórdrykkjukapp... Gula liðið vann ekki þessa þraut...

Þá var það þraut númer 5, þá var skundað upp í gókart, til móts við Smáralind. Einn liðsmaður var valinn úr hverju liði, til að taka þátt í gókart keppni. Sá aðili sem var með fljótasta hringinn sigraði. Og vann gula liðið þá þraut örugglega, Jói Schumacher stóð sig snilldarvel!!

Eftir dágóða stund og nokkrum staupum síðar, fékk hvert lið nokkur verkefni til að leysa. Allt tengdist þetta digital myndavél sem hvert lið þurfti að hafa með sér. Í fyrsta lagi áttum við að taka mynd af einhverjum úr gula liðinu og einhverjum úr meistaraflokki KK í handbolta. Fundum gaur í Stjörnunni sem var í Smáralind, í öðru lagi áttum við að taka mynd af einhverjum úr gula liðinu og einhverjum úr meistaraflokki KVK í handbolta. Fundum fyrst Þórdísi Brynjólfs í Smáralind, en áttuðum okkur þá á því að hún gæti kannski ekki dugað því hún er ófrísk... þannig við redduðum stelpu sem er í Fram. Í þriðja lagi áttum við að taka mynd af sem flestu fólki, og þurftu einhverjir meðlimir liðsins að vera með á þeirri mynd. Að lokum áttum við að taka mynd af einhverjum frægum með liðsmönnum gula liðsins, og redduðum við Birgittu Haukdal (Lára klára með sambönd), sem var bara að versla í rólegheitum í Hagkaup Skeifunni... en hún tók þessu bara óvenju vel og hjálpaði gula liðinu :)

Eftir nokkur vandræðaleg móment í Smáralind og á fleiri góðum stöðum fórum við upp í Vík til að skila af okkur myndavélinni og fara í annað mission. Og ekki var það minna vandræðalegt... við áttum að fara í heimsókn til ákveðins aðila (Maggi, topp maður með Víkingshjarta) og syngja fyrir hann Maístjörnuna, en það varð að vera rapp, rokk, diskó eða popp útgáfa... Maggi tók þetta allt saman upp á vídeó og varð útkoman frekar skrautleg ;)

Þá var komið að síðustu þrautinni... við hittumst öll niðrí Vík eftir söngkeppnina og þá var ógeðsdrykkjarkeppni. Ég var valin í það hlutverk, og haldiði að mín hafi ekki bara unnið þá keppni fyrir gula liðið :) En mikið rosalega var þetta viðbjóðslegt... innihald: TaB, egg, karrý, sojasósa og lýsi... ööö

En eftir þetta fengum við að fara í sturtu í Víkinni og gera okkur til, þaðan var svo haldið í sal í Hafnarfjörðinn, fengum pizzur og skemmtum okkur fram eftir kvöldi... Þröstur fór úr buxunum og allir í tómu tjóni.... SNIILD :)

Held ég hætti núna, þetta er orðið allt of langt hjá mér... ég bara varð að deila með ykkur þessum snilldar degi, Gunni Magg, Erna María, Sigrún, Reynir, Brjánsi þið eigið heiðurinn af þessu!!

L8ter