föstudagur, nóvember 26, 2004

Til Sigrúnar

Jæja þá er loksins komið að Sigrúnu sys... ekki hægt að gera upp á milli systra ;) Held að Óskari bró sé nokk sama um þetta allt saman hehe
Sigrún er gift Leifi og þau eiga 2 börn.

Hér er sæta fjölskyldan: Sigrún, Kolbrún Ósk með húfuna, Eyrún Alda og svo Leifur :)
(sorry myndin er e-ð á mis...varð að taka hana út)

Sigrún, Eyrún og Kolbrún eru búnar að vera hérna á Íslandi síðan í ágúst en fara aftur til USA þann 16.des næstkomandi :( En þær koma nú fljótlega aftur, því hele familien er að plana að koma alveg heim næsta vor :)


Sjáiði bara... önnur mynd af Eyrúnu... hún er náttlega algjört rassgat

Annars er Sigrún sú skipulagðasta af okkur systrunum, kannski ekki erfitt þegar það er miðað við okkur vitleysingana (ég+Alda) ;) Hún er líka massa kokkur... uppáhaldið mitt er Sigrúnarréttur, súkkulaðikakan, kanilsnúðarnir og gulrótarkakan mmmmm... :þ
Fyrir mér hefur Sigrún alltaf verið fullorðin... frekar skrýtið já en það er svona að vera yngst, hún er alltaf stóra sys sem veit allt :) Samt er hún bara 4 árum eldri en ég hihi


EN jæja nóg í bili
L8ter