laugardagur, desember 18, 2004

Jóla-Partý

Halló Heimur
Nú er sko partý í kvöld!! Það er jólaþema :) var allt of sein að ákveða þema...þannig um að gera að hafa bara eitthvað auðvelt :þ Svo var Sigrún Ósk vinkona að klára prófin sín í gær, því er líka tilvalið að fagna því innilega! Jónas snilli var búinn að lofa að kíkja, þannig eins gott að hann standi við það! Svo gleymdi ég víst að bjóða Bylgju (segir hún ;))...við erum bara svo nánar að mér finnst bara að allt sem ég veit, það veit hún!! :D Svo koma náttlega María, Helga Björg og Unnur allar ómissandi í blönduna! Eva Björk ætlar líka að koma, alltof langt síðan ég hef séð hana! Hlakka þvílíkt til :) Tulla og Begga Íris eiga alla mína samúð fyrir að vera ennþá í prófum, en vonum að þær verði með í anda. Sigurjón er fastur í einhverju fjölskyldu vitleysu, en það er allt í lagi því við tókum út djamm saman á fimmtudag hihi Svo er Alda og einhverjir vinir hennar sem ætla að tjútta með okkur!
Ef ég er að gleyma einhverjum, þá ekki taka því illa haha ég er naturally gleymin


Svo ætlaði Stýra (kisan hans Sigga sem er kærasti Öldu...vá hvað þetta var langt hihi) að koma aftur í heimsókn... ekki að Stýra sé ekki mesta krúttið....eeennnn partý í kvöld og jólatréið!!! Þannig kisa fór bara í pössun til ömmu sinnar ;) (mömmu Sigga)

Núna eru 6 dagar til jóla

(Vil taka það fram að okkar jólatré er miklu flottara og Stýra er miklu sætari ;))