fimmtudagur, janúar 20, 2005

You are what you eat...

Halló Heimur
Sit hér í þægilegum stól í vinnunni og hlakka til að borða í hádeginu. Í matinn er :
  • Hægsteikt Nauta ribeye með fersku grænmeti og piparsveppasósu
  • Tær grænmetissúpa
Mér líst nú bara vel á matinn í dag! Ég sá nefnilega smá hluta af "You are what you eat", en það var þáttur á stöð 2 í gær. Jakk ég ætla að fara að borða hollari mat! Hvað er samt ribeye?! og það hægsteikt... kemur í ljós eftir tæpa 2 tíma, mmmm ég er orðin svo svöng!

Annars er ég góð, fór í klippingu í gær... og er bara ánægð. Þetta er nú ekkert dramatísk breyting, en ég sagði við klipparann að hann mætti bara ráða - ég hef greinilega ekki verið það slæm áður fyrst hann breytti mér ekki mikið ;)

Jæja nú er Weezer kominn á fóninn og þá ætla ég að taka góða vinnutörn þar til að maturinn kemur :)