mánudagur, febrúar 07, 2005

Bolludagur

Úfff mánudagur mættur á svæðið... en það er nú bolludagur, þannig þetta ætti að reddast ;) Ég er bara búin að borða eina bollu... fékk hana í gær í eftirrétt. Manni var nefnilega boðið í mat til Brands... :) En ég ætla mér að borða fleiri bollur í dag... jafnvel að ég baki nokkrar bollur mmmm :P


Helgin var fín...á föstudag gerði ég ekki neitt, og þá er ég ekki að ýkja! Horfði reyndar á fyrri partinn af Idol, en svo var bara farið snemma að sofa. Á laugardaginn var leikur við Fram, sem gekk ekki vel og töpuðum við með 1 marki :( En um kvöldið fór ég með Þórhildi handboltafélaga með meiru og kærasta hennar á tónleika með Hjálmum. Tónleikarnir voru á Grand Rokk og það varð uppselt næstum strax! Hljómsveitin Ampop hitaði upp og voru þeir bara ágætir. Við fengum sæti næstum upp við sviðið, á gólfinu reyndar en um leið og Hjálmar byrjuðu þá ruku allir á fætur og byrjuðu að dansa... frekar fyndið að fylgjast með því :) Toppurinn á kvöldinu var pottþétt þegar að einn meðlimur Hjálma kastaði einum cd (Hljóðlega af stað, með Hjálmum.. en ekki hvað ;)) til áhorfanda. Einn risa gaur greip hann en rétti vin Þórhildar diskinn en hann gaf síðan Þórhildi diskinn! (Enda eini vitleysingurinn á svæðinu sem átti ekki diskinn hehe) Ég fékk það hlutverk að kissa risa gaurinn á kinnina sem þakklætisvott... og komst svo síðar að því að hann er í Brain Police! Magnað! En við skemmtum okkur konunglega og eigum örugglega eftir að endurtaka svona tónleikaferð aftur fljótlega ;) En hey, alveg rétt - var næstum búin að gleyma - það var einn gaur sem var alveg upp við sviðið sem var þvílíkt fyndinn! Hann var með tvær fléttur, svona tígófléttur og hann gat ekki hætt að dansa, líka þegar það kom smá pása! Við Þórhildur gerðum díl um að mæta báðar með svona tígófléttur á æfingu í kvöld... og það er spurning hvort að Þórhildur sé maður eða mús :D
Gærdagurinn fór síðan að mestu í það að hafa það gott með Brand. Fengum okkur Devitos pizzu, horfðum á fótbolta og Quantum Leap...verður varla betra ;)
L8ter