föstudagur, febrúar 04, 2005

Víííí

Halló Heimur
Já ég get ekki líst því hve glöð og innilega fegin að það er kominn föstudagur! Ég elska helgar! Já bara dýrka þær :)
Annars er plan dagsins að vera í vinnunni til kl. 16:3o og fara svo beint á æfingu sem byrjar kl.17 niðrí Vík. Svo gæti það gerst að ég fái mér djúsí kvöldmat :þ Býst svo fastlega við því að vera róleg í kvöld, því að við eigum leik á morgun við Fram. Leikurinn er á útivelli og byrjar hann kl. 15:00. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur og kemur ekkert annað en SIGUR til greina!

Svo eru myndirnar allar komnar inn og það er viðtal við mig á heimasíðu Víkings... Allt að gerast hjá Glóuling ;)

Sigrúnskí takk fyrir gjöfina frá USA, fékk hana í gærkvöld! Þetta passar og er rosa flott :) Ætla svo að prufukeyra eyrnalokkana á eftir ;) Koss***