laugardagur, apríl 02, 2005

Sumarfrí - samt snjór

Halló Heimur
Þá er ég bara komin í frí frá handboltanum :( Leikurinn við ÍBV var frekar slæmur - en ég nenni ekki að væla um það hérna :S
-
Gærkvöldið var yndislegt, eyddi því að sjálfsögðu með afmælisstráknum ;) Við kíktum m.a. á sýninguna hans. Þetta er svaka flott sýning og Brandur er búinn að fá mikið hrós. Hann er búinn að selja meira en helminginn af verkunum, sem verður að teljast svakalega gott á 2 dögum!! Sýningin er í Gallery Gel sem er á Hverfisgötu 37 (horni Klapparstígs og Hverfisgötu) og er alveg til 20. apríl. Hvet alla til að kíkja!
-
Annars er planið að fá sér ófáa öllara í kvöld - drekka sínum sorgum býst ég við... ætlum að hittast nokkrar heima hjá mér. Sem minnir mig á það að ég þarf að fara að taka mig til ;)
L8ter