miðvikudagur, maí 11, 2005

Blacksburg USA

Halló Heimur
Núna er ég stödd inn í stofu hjá Sigrúnu systur. Eyrún Alda og Kolbrún eru hérna að leika sér og Sigrún að gera við gat á prinsessuvængjum sem ég gaf Eyrúnu þegar ég kom :)
Það er um 28°C og léttskýjað, voða flott! Við erum að fara í Food Lion (local búðin ;)) á eftir að kaupa í matinn og svona.
Annars var búið að vera svaka gaman hjá mér og Sigrúnu. Sigrún sótti mig upp á flugvöll á mánudagskvöld og við keyrðum uppá hótel (með smá pizzu stoppi og villtumst smá ;)) Vorum síðan bara inní hótelherbergi að tjatta og hafa það næs, enda báðar uppgefnar eftir ferðalagið (ég eftir flugferðina og Sigrún keyrði í 6 tíma til að ná í mig)
Síðan var vaknað frekar snemma, enda ég ennþá á íslenskum tíma og Sigrún vön að vakna svona snemma. Ferðinni var heitið í risa moll og þar var sko verslað endalaust hehe aðallega í H&M ;) Svo fórum við af stað til Blacksburg um kl. 18:30 og komum ekki heim fyrr en um miðnætti.
-
Svo hef ég mjög góðar fréttir - en ég komst inn í meistaranámið í HÍ :) Ekkert smá ánægð, því að það var met aðsókn! Get ekki beðið eftir að hringja í Brand á eftir (sem er staddur í San Fransisco núna) og segja honum fréttirnar og bara heyra í honum almennt ;)
Kveð kl. 17:06 á Blacksburg tíma, 21:06 á íslenskum tíma.