Gleðilegt sumar!
Sommer of 2005 bara mætt á svæðið - Vona að það verði jafn gott veður og síðasta sumar ;)
Yndislegt að það sé föstudagur! Það er smá mánudagsfílingur í vinnunni.... en svo er bara helgin að koma, luuuvvlý!
Á miðvikudaginn hringdi Aldís María frænka í mig, og bað mig um að gera sér greiða. Hún er nefnilega á naglasnyrtifræðinámskeiði (eða hvað sem það nú heitir ;) og henni bráðvantaði einhverja til að setja neglur á. Auðvitað reddaði ég frænku minni, enda ekki oft sem maður hittir á kvikyndið híhí ;) Þannig að nú er ég með MASSA flottar neglur, jii minn veit varla hvernig ég á að haga mér, svona mikil dama :þ Eftir þrusu skemmtilegan tíma með Aldísi og naglafélögum þá brunaði Aldís með mig í Regnbogann, þar sem að ástmaður minn beið með bíómiða handa mér* Við fórum á myndina Melinda-Melinda eftir Woody Allen, ásamt tveimur félögum Brands (Hjalta og Gumma) Þetta var mjög skemmtileg mynd, mæli með henni! :)
.
Síðan vil ég óska Öldu og Sigga til hamingju með árangurinn í körfunni! Þau fóru á lokahóf KKÍ á miðvikudaginn og fengu fjöldan allan af verðlaunum. Alda var valin í úrvalslið ársins og fékk verðlaun fyrir bestu vítanýtingu. Síðan var Siggi valinn í úrvalslið ársins og var valinn besti leikmaðurinn í karlaflokki! Verð líka að monta mig af Signý "systur" minni en hún fékk verðlaun fyrir flest fráköst að meðaltali og flest varin skot að meðaltali! Til lukku þið þrjú!!
Óskar brósi fékk líka mjög svo verðskuldaða þakklætisgjöf frá körfunni, en hann fékk flugmiða á NBA leik :)
<< Home