Magnaðar maskínur
Það er sýning hérna í vinnunni hjá mér sem er þvílíkt flott. Þessi gaur, sem er bandarískur listamaður, býr til tæki sem er varla hægt að útskýra. Ég fór á fyrirlestur um sýninguna í gær og þetta eru massa flott tæki! Maðurinn er með þvílíkt ímyndunarafl! Annars er umfjöllun um þetta hérna.
Svo er þessi sami listamaður að gera eitt risa tæki í sýningarsalnum með fullt af skólakrökkum. Ég fór þangað í dag og var að fylgjast með krökkunum og reyndi að hjálpa aðeins til. Fer líklega aftur á morgun víííí - Yndislegt að fá svona tilbreytingu í vinnunni :) En risa tækið á að fara í gang á afmælisdeginum mínum - þannig ég verð að sjá til hvort ég kíki eða ekki... En ég mæli með þessu! ;)
<< Home