Stórholt 26
Helstu fréttir dagsins eru að ég og Brandur erum að fara að búa :) Við ætlum að leigja íbúð í Stórholti 26, fórum að skoða hana í gær. Íbúðin er á efri hæðinni og er bara frekar rúmgóð - alla vegna fyrir okkur tvö! Það er sameiginlegur inngangur með neðri hæðinni, samliggjandi stofa og borðstofa, (mjög skemmtilegur horngluggi á borðstofu sem snýr út að garði ;), eitt svefnherbergi, lítið baðherbergi og eldhús. Svo er sameiginlegt þvottahús í kjallara sem við deilum með gömlu konunni á neðri hæðinni. Gamla konan heitir dúllulegasta nafni sem ég hef heyrt, Magnúsína (,") Staðsetningin er þvílíkt góð, alveg miðsvæðis og stutt í allt það helsta ;) Íbúðin er ekkert smá sæt, og verður ennþá flottari þegar búið er að mála og alls konar. Við flytjum inn strax í byrjun júní, því að Brandur verður náttúrulega úti allan maí og ég í 2 vikur.
Þannig að það er nóg að hlakka til þessa dagana, USA eftir 12 daga og ný íbúð eftir mánuð!
<< Home