Saga helgarinnar
Jahérna, þá er síðasta vika aprílmánaðar gengin í garð... ótrúlegt hvað tíminn flýgur!
Helgin fólst aðallega í rólegum stundum með kærastanum og vinum, þannig ég er bara frekar úthvíld og reiðubúin að takast á við verkefni vikunnar ;)
Á föstudaginn komu María og Helga til mín í mat, ég eldaði kjúklingarétt fyrir þær, sem ég held að hafi vakið ágætis lukku ;) .. vona ég híhí. Þær stöllur gáfu mér afmælisgjöf, rosa flott krem ("wake up" krem sem hentar mér örugglega príðisvel ;) og svaka flottar nærbuxur! úllalla :þ Seinna um kvöldið fórum við Brandur í bíó (erum voða mikið í bíó-pakkanum þessa dagana) en það kostaði bara 400 kr í bíó, þannig um að gera að nota það. :)
-
Á laugardaginn var sofið út og svo fór ég í Sporthúsið. Það var allsvakalega langt síðan ég fór síðast í Sporthúsið, núna er komið sjónvarp við hvert upphitunar/brennslutæki, geðveikt flott! Held ég verði að fara oftar þangað áður en kortið mitt rennur út!
Um kvöldið fórum við Brandur á opnunarsýningu hjá Ólafi, en hans sýning tók við af sýningunni hans Brands í Gel Gallerý. Þetta var frekar flott sýning - en samt ekki jafn flott og hjá Brandi! ;) Síðan fórum við í svakalegan mat hjá foreldrum Brands - úffff hvað þetta var gott; grillað svín, bakaðar kartöflur, salat og rauðvín með. Svo var bomba í eftirrétt, bökuð epli með marsipani, ís, súkkulaðisósa, toblerone, kaffi og Baileys. :þ
-
Á sunnudaginn var líka sofið út - en ekki hvað ;) Eyddi meirihluta dagsins með Bylgju minni og svo frekar snemma að sofa... þá er bara helgin mín komin í grófum dráttum!
-
Núna eru bara 2 vikur í að ég fari til USA :)
Svo átti hún Stella Thors 26 ára afmæli í gær, til lukku Stella mín! Þú færð link hjá mér í tilefni dagsins ;)
<< Home