laugardagur, maí 14, 2005

Meiri fréttir frá USA

Halló Heimur
Núna er ég ein heima hjá Sigrúnu og family. Sigrún og Kolbrún fóru að keyra Leif upp í skóla og Eyrún er úti að leika með vinkonu sinni og mömmu hennar ;) Ég og Sigrún fórum áðan á Starbucks og fengum okkur kaffi og beyglu - voða gott og kósí að fara bara tvær ;)
Við fórum öll saman í útskriftarveislu í gær en 3 íslendingar voru að útskrifast frá skólanum hérna. Það var voða gaman og gott að fá íslenskar kræsingar (grafinn lax, hraun- og æðibitar, rúgbrauð, heitur brauðréttur og fullt annað)
-
Ég talaði við Brand í gærkvöldi og hann sagði mér að hann komst inn í grafíska hönnun í Listaháskólanum :D Ekkert smá ánægð og stolt af honum :P Þannig við verðum bæði að skólast heima í Stórholtinu. Brandur er í San Fransisco núna, rosa stuð og mikið um að vera þar!
En jæja, stelpurnar voru að koma inn - þannig ég bara bið að heilsa :)