þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Langt síðan síðast!

Mmmm hef það voða gott núna, sit heima með mars-ís og kaffibolla. Og það sem meira er að þá var fengið sér kvöldverð á Red Chilli. Gerist varla betra ;) Fengum okkur bara labbitúr í frostinu, því að við erum ekki lengur með bíl... já nú er bara labbað eða tekinn Strætó! Er meira að segja komin með Græna kortið. Ég verð nú að hrósa Strætó, því að ég hefði aldrei trúað að það væri svona auðvelt að taka strætó hvert sem er! Reyndar munar rosalega miklu að eiga heima svona nálægt Hlemmi, félagsmiðstöð strætóanna :)
Ég fékk mína fyrstu einkunn fyrir verkefni í Háskóla Íslands í dag. Og haldiði að ég hafi ekki bara fengið 10, fullkomið! Reyndar var verkefnið ekki mjög týpískt, en maður átti að ganga um heimahverfi og lesa í borgarlandslagið. Gefa síðan lifandi og læsilega lýsingu á hverfinu. Þetta var svakalega skemmtilegt verkefni, alveg að fíla að þurfa ekkert að spá í heimildum og skrifa bara út frá hjartanu :)
Svo á ég eftir að klára 2 ritgerðir fyrir 25.nóvember og 1 verkefni fyrir 2.desember... þannig það er nú ekki mikill tími til aflögu. Síðan er heimapróf hjá mér 2.-5. des og lokaprófin eru 13., 15. og 16.desember. Fullt að gera!
Ekki nóg með að það sé fullt að gerast í skólanum, þá er líka lífið á fullu. Sigrún systir og stelpurnar hennar eru að flytja til Bristol þann 25.nóv, verður nú skrítið þegar þær fara.
Við förum á tvo tónleika, þann 27.nóv er SigurRós og þann 10.des er Antony and the Johnsons tónleikar. En Alda amma á líka 75 ára afmæli þann 10.des - vonandi að ég nái að kíkja til hennar líka :)
En jæja, ætla nú að reyna að gera e-ð af viti áður en að heimildarmyndin um Skuggabörnin byrja. En það er ný íslensk heimildamynd þar sem fylgst er með rithöfundinum Reyni Traustasyni sem undanfarin tvö ár hefur rannsakað undirheima Reykjavíkur og fylgst með fólki sem hefur flækst í net eiturlyfja og glæpa. Magnað!
Bless í bili