fimmtudagur, júlí 28, 2005

Hollywood

Var að sjá myndir af litlu ættleiddu stelpunni hennar Angelinu Jolie... Já hún litla Zahara er svoldið kjútí, eins og sést ;)

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Sunshine

Halló halló
Nú er sko kominn tími á smá blogg! Það var geðveikt gaman hjá okkur Bylgju þegar við fórum upp Esjuna. Reyndar var þetta mun erfiðara og hættulegra en ég hélt... datt held ég 3x á leiðinni niður hehe. Meiddi mig reyndar ekki neitt sem betur fer :) Frekar fyndið samt að maður sá nokkra litla krakka á toppnum, meira að segja einn gaur sem var með ungabarn í svona burðarstól á bakinu! Svoldið skrítið að vera í cliffhanger fíling og heyra barnsgrát á sama tíma... Svo var líka hundur á toppnum! Jiii allt saman hið furðulegasta.
Annars er maður bara í sumarfíling - fúlt að vera í vinnunni auðvitað, við systurnar erum í staðinn duglegar að fara í sund beint eftir vinnuna og liggja þar í leti í sólinni :) Ég er komin með smá bikini far og allt :þ Verst að ástmaður minn er alltaf að vinna langt fram á kvöld og kemur svo dauðþreyttur heim - voða lítið hægt að gera saman :( En við reynum þá í staðinn að gera eitthvað sniðugt um helgar. Erum t.d. að fara á Innipúkann næstu helgi! Það ætti að vera stuð ;)
Svo er útigrill og ís á boðstólum í vinnunni. Matseðlinum var óvænt breytt vegna veðurs, jibbý! þannig ég get ekki beðið eftir mat!
L8ter

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Esjan klifin - loksins!

Halló Heimur
Þá er maður að fara að stíga sín fyrstu skref á Esjuna góðu! :) Ég og Bylgja ætlum að fara strax eftir vinnu, taka með okkur nesti og þramma upp Esjuna. Tilhlökkunin er bara frekar mikil, yndislegt veður og allt bara fullkomið!


föstudagur, júlí 15, 2005

Til hamingju Sigrún mín!

Sigrún systir mín á afmæli í dag :) Hún er 29 ára og því er mikið tilefni að fagna! Manni er boðið í kræsingar eftir vinnu, og má búast við að éta yfir sig af góðgætum :þ
En elsku Sigrún mín, til hamingju með daginn! Vonandi áttu góðan dag og ég hlakka til að knúsa þig á eftir*

Sigrún Johnson 29 ára

mánudagur, júlí 11, 2005

Antony & The Johnsons

Hello
Planið í kvöld er að fara á tónleika með
Antony and The Johnsons. Þeir eru haldnir á Nasa og Hudson Wayne hita upp. A&J eru snillingar, og er ég búin að hlusta á nýja diskinn þeirra "I am a bird now" alla helgina ;) Já ég mæli með þessum disk, yndislegur!

Frá því að tónlistarmaðurinn Antony kom fram á sjónarsviðið fyrir réttum 8 árum hefur hróður hans farið ört vaxandi. Á þessu ári hefur hann tekið mikið stökk en í febrúar kom hljómplatan I´m a bird now sem gagnrýnendur hafa keppst við að hefja upp til skýjanna. Það verður bara að hlusta til að trúa því orð fá engan veginn lýst fegurð þessa söngfugls, snilld þessarar plötu.Tónleikar Antony and The Johnsons þykja sannkallað augna- og eyrnakonfekt. Það verður líka að teljast fagnaðarefni að listamaður sem er að klífa upp á stjörnuhimininn skuli koma til Íslands á leið sinni þangað


Fyrst fer maður reyndar í klippingu, hlakka smá til þess. Svo ætlum við að elda nautahakk og svo fara á tónleikana :) Þannig að fullkomnari verða mánudagarnir ekki! (",)

L8ter

föstudagur, júlí 08, 2005

Helgin að koma :)

Ég vaknaði í nótt við það að dyrabjallan hringdi. Klukkan var 04:26 og mér brá rosalega, var frekar rugluð líka því ég hélt að Brandur hefði gleymt lyklunum. En sú hugsun stoppaði stutt hjá mér, því að Brandur var að vinna upp í sveit í gær og þurfti að gista þar :S Ég auðvitað þorði ekkert að opna, enda veit maður aldrei hvað getur gerst þessa dagana... Ég leit út um gluggann og sá stóran rauðan leigubíl. Hélt í smá stund að systir hans Brands hefði verið að koma heim af djammi - en þá voru skórnir hennar heima og hún sofandi. Þá sá ég að þetta hafði verið leigubílstjórinn sjálfur sem dinglaði bjöllunni, hann var snöggur að fara upp í bílinn aftur og bakkaði í flýti. Hann hefur ætlað að pikka upp manninn sem býr hinum megin í húsinu... Ég náði þó númerinu á bílskrattanum og nafninu á leigubílastöðinni - þannig mitt fyrsta verk eftir hádegismat verður að hringja þangað og kvarta yfir þessum bílstjóra! Ég meina hver dinglar bara án þess að vera viss hvar á að dingla, um hánótt og vekur saklaust fólk?!!
Glóulingur kveður - illa sofin en þó sátt við að það sé flöskudagur :)

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Halló
Úfff núna er mikið að gera í vinnunni... 2 stelpur farnar í sumarfrí og ég eiginlega að leysa af fyrir báðar :s Þannig það er ekki mikið um blogg hjá mér núna. Eina góða við það er að nú flýgur dagurinn áfram :) ekki verra að vera komin heim áður en maður veit af :P
Annars fórum við Brandur á Skóga um helgina, reyndar bara í eina nótt - en það var svaka stuð. Lögðum af stað seinni parts laugardags (því ég var að passa mína ástkæru frænku Eyrúnu Öldu :)) Tjölduðum, grilluðum og drukkum Víking gylltan :) Lögðum svo af stað fyrir kl. 11, því að við vöknuðum við það að tjaldið var að fjúka... vorum reyndar um 6 klst á leiðinni sökum ástands á liðinu - en venjulega ætti þetta að taka 2 tíma ;)