Sunshine
Halló halló
Nú er sko kominn tími á smá blogg! Það var geðveikt gaman hjá okkur Bylgju þegar við fórum upp Esjuna. Reyndar var þetta mun erfiðara og hættulegra en ég hélt... datt held ég 3x á leiðinni niður hehe. Meiddi mig reyndar ekki neitt sem betur fer :) Frekar fyndið samt að maður sá nokkra litla krakka á toppnum, meira að segja einn gaur sem var með ungabarn í svona burðarstól á bakinu! Svoldið skrítið að vera í cliffhanger fíling og heyra barnsgrát á sama tíma... Svo var líka hundur á toppnum! Jiii allt saman hið furðulegasta.
Annars er maður bara í sumarfíling - fúlt að vera í vinnunni auðvitað, við systurnar erum í staðinn duglegar að fara í sund beint eftir vinnuna og liggja þar í leti í sólinni :) Ég er komin með smá bikini far og allt :þ Verst að ástmaður minn er alltaf að vinna langt fram á kvöld og kemur svo dauðþreyttur heim - voða lítið hægt að gera saman :( En við reynum þá í staðinn að gera eitthvað sniðugt um helgar. Erum t.d. að fara á Innipúkann næstu helgi! Það ætti að vera stuð ;)
Svo er útigrill og ís á boðstólum í vinnunni. Matseðlinum var óvænt breytt vegna veðurs, jibbý! þannig ég get ekki beðið eftir mat!
L8ter
<< Home