Til lukku Spurs!
Þá er bara enn eina ferðina kominn föstudagur... Fór í vinnuferð í gær. Fórum m.a. í hvalaskoðun og sjóstangveiði á snekkju sem heitir Elding II. Við sigldum alveg í rúma 3 tíma, því við sigldum alveg frá Reykjavíkurhöfn að Sandgerði og svo aðeins til baka og fórum að landi í Keflavík. Það var ekkert voða gott í sjóinn, þvílíkur öldugangur. Enda varð ég hálf sjóveik, en um leið og ég stóð efst á bátnum og "surfaði" með öldunum þá leið mér betur. Tveir ældu og mörgum var bumbult í mallanum, en þetta var samt massa gaman hihi.Svo horfði ég á úrslitaleik NBA í gærnótt, úfff varð nú smá þreytt - en rosa gaman að hafa séð leikinn! Spennandi leikur sem endaði með sigri Spurs :) Svo er maður bara í vinnunni núna, fékk pizzu í hádegismat :þ og get ekki beðið eftir að komast heim og fara í helgarfrí! Jafnvel að maður leggji sig eftir vinnu ;)
Góða helgi!
<< Home