mánudagur, júní 27, 2005

Fyrirsögn

Halló Heimur. Ég bara trúi ekki hvað sumarið líður hratt... júní bara að verða búinn :S Stórholtið er alveg að verða tilbúið, erum búin að fá allt innbúið, nema eitt skrifborð og eftir að tengja þvottavélina. Scheize hvað er erfitt að vera þvottavéla laus - eins gott að maður keypti svona mörg föt úti í USA ;) Þannig ég býst fastlega við því að við Brandur eigum eftir að hafa eina góða þvottaviku um leið og búið er að tengja :)
Núna er bara klukkutími eftir af vinnudeginum. Planið er svo að fara í Espigerði að lita Sigrúnu sys. Svo nær Kaupmaðurinn í mig og við ætlum að fara í IKEA og Bónus að versla í matinn. Jafnvel að við eldum í fyrsta skipti í kvöld - Brandur á nú eftir að sanna sig sem kokkur, hef bara heyrt sögurnar sko :)
Svo er ég búin að ákveða að salta aðeins handboltann - held að ég meiki ekki svona mikið æfingaprógram með masternum, sérstaklega ef ég vil eiga smá líf með. Veit að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og allt svoleiðis crap - en held að viljinn minn sé bara ekki nógu mikið fyrir hendinni ;)