föstudagur, júlí 08, 2005

Helgin að koma :)

Ég vaknaði í nótt við það að dyrabjallan hringdi. Klukkan var 04:26 og mér brá rosalega, var frekar rugluð líka því ég hélt að Brandur hefði gleymt lyklunum. En sú hugsun stoppaði stutt hjá mér, því að Brandur var að vinna upp í sveit í gær og þurfti að gista þar :S Ég auðvitað þorði ekkert að opna, enda veit maður aldrei hvað getur gerst þessa dagana... Ég leit út um gluggann og sá stóran rauðan leigubíl. Hélt í smá stund að systir hans Brands hefði verið að koma heim af djammi - en þá voru skórnir hennar heima og hún sofandi. Þá sá ég að þetta hafði verið leigubílstjórinn sjálfur sem dinglaði bjöllunni, hann var snöggur að fara upp í bílinn aftur og bakkaði í flýti. Hann hefur ætlað að pikka upp manninn sem býr hinum megin í húsinu... Ég náði þó númerinu á bílskrattanum og nafninu á leigubílastöðinni - þannig mitt fyrsta verk eftir hádegismat verður að hringja þangað og kvarta yfir þessum bílstjóra! Ég meina hver dinglar bara án þess að vera viss hvar á að dingla, um hánótt og vekur saklaust fólk?!!
Glóulingur kveður - illa sofin en þó sátt við að það sé flöskudagur :)