fimmtudagur, september 30, 2004

Lúrinn er góður

Halló heimur
Var að vakna eftir smá lúr, ótrúlegt hvað þetta hefur ekki vaxið úr mér... alltaf jafn gott að fá sér síðdegisblundinn ;) Mér var bent á að láta kíkja á mig, (Baddý eitthvað að hafa áhyggjur af stelpunni) og ath hvort ég væri nokkuð með ofvirkan skjaldkirtil, sem ég gerði. En læknirinn sagði bara að ég væri svefnpurka og letingi sem ætti að borða betur og sofa reglulega :S... nei hann kannski sagði þetta ekki beint við mig, en ég las það úr augunum hans. Spá í því að maður er að komast á þann aldur að læknirinn getur bara verið myndarlegur strákur á svipuðum aldri... boðar ekki gott. Þá þarf maður að fara að spá í hverju á að fara til læknisins, setja á sig maskara og eitthvað vesen. Nei nei segi nú bara svona...uhhumm

En nú er tæpur klukkutími þangað til að ég þarf að skunda niðrí Vík... meira að segja myndataka af leikmönnum fyrir æfingu, ussss og ég nývöknuð.
L8ter

miðvikudagur, september 29, 2004

Jörðin raular við sjálfa sig....

....held að sumir hafi nú lært yfir sig, góð grein hérna á mbl! Hér eru einmitt tveir jarðeðlisfræðingar við störf sín að hlusta á jörðina raula

Eitt í viðbót....

Það eru tvær gellur árinu eldri í dag, en báðar tengjast þær Jónasi lokaverkefnis-félaga ásamt meiru ;) Tulla girlfriend og svo Sella litla systir hans!! Til hamingju báðar tvær, og megi þið báðar hafa góðan dag!!

Svo má kannski bæta við að ég þarf að selja klósettpappír til styrktar okkar í Víking, þannig að endilega sendið mér póst ef þið viljið taka þátt í því :) (Þetta eru 48 rúllur á 2000 kall)
Er reyndar ekki búin að láta marga vita af þessari blogg-síðu minni... þannig ætli ég þurfi ekki bara að ganga í hús :þ
L8ter

2750...

...metra hljóp ég í Cooper-testinu sem við í Víking þurftum að taka á mánudaginn síðasta. Ég hefði nú viljað hlaupa 7 hringi (vorum sko á alvöru hlaupabraut í Kaplakrika) en niðurstaðan var víst 6 og 7/8 hringir...vona að þetta sé rétt reiknað hjá mér ;) Tók nú nett djamm á laugardaginn og fékk mér djúsí pizzu fyrir hlaupið, þannig ég segi bara að það hefði munað því! Í síðasta Cooper-testi sem við tókum í ágúst, minnir mig, hljóp ég 2.500 metra... en þá var líka stormur úti...úfff hrillir ennþá í mér þegar ég hugsa til baka.
Annars er ég bara í tíma núna, fín stemning í THÍ. Svo er frí á æfingu í kvöld, þannig ætli mar noti ekki tímann og reyni að læra smá (",) En jæja ætli ég þurfi ekki að fylgjast eitthvað með tímanum, annars hefði ég alveg eins getað verið heima sofandi, mmmmmm
L8ter

sunnudagur, september 26, 2004

Helgin bara búin :S

Halló Heimur.
Gærkvöldið fór nú ekki alveg eins og ég hafði haldið, en það var samt rosa gaman hjá mér. Fór í smá bílskúrspartý með Öldu sys og körfubolta vinkonum hennar. Ætlaði svo á Hverfisbarinn með þeim en nennti ekki að bíða í röðinni. (kemur á óvart) Fór því frekar á Vegamót að hitta hana Unni vinkonu, enda allt of langt síðan ég hafði séð hana! Við skemmtum okkur þvílíkt og dönsuðum mikið bæði á Vegamótum og Prikinu. Hitti líka Helgu eðal vinkonu og hún var í svaka stuði með okkur fram á rauða nótt :)
Í dag er ég annars bara búin að horfa á TV , nörrast á netinu og lærandi. Er að fara í próf á þriðjudaginn, í Integrated Marketing Communication.... sem er reyndar alveg fínn áfangi.

En jæja ætla að reyna að halda áfram að lesa.... er bara komin á kafla 3, ekki alveg nógu gott ;)
L8ter

laugardagur, september 25, 2004

2 stig komin í pottinn!! :)

Halló Heimur.
Við í Víking vorum að keppa áðan við Fram, og niðurstaðan var sigur 20-26 :) Hér er smá grein um leikinn... Ég spilaði aðallega í vörninni, en setti þó 2 afburða falleg mörk ;) Var búin að lofa að skora eitt mark fyrir Eyrúnu Öldu litlu frænku, úfff eins gott að mér tókst það hehe
Næsti leikur er svo við ÍBV, og er það útileikur næstkomandi laugardag. Ávallt spennandi að fara til Vestmannaeyja... verður flogið...verður ekki flogið.... maður lifir í óvissunni!!
En nóg um handboltann í bili, er að fara í shower power og gera mig fína fyrir kvöldið. Ég, Lafðin, Tulla og Eva ætlum að hittast og jafnvel fá okkur nokkra öllara :P Hlakka mikið til, held ég hafi ekki séð Evu bara í 10 ár.... þetta verður stuð og stemning!
L8ter

föstudagur, september 24, 2004

Blogg nr1

Halló heimur
Í dag er góður dagur. Er að fara á æfingu eftir 2 tíma, hafði ekkert að gera (nema læra) þannig að ég prófaði bara að búa mér til bloggsíðu. Er að fara að keppa á morgun við Fram, þannig um að gera að fara að koma sér í keppnisgírinn! Úfff verð nú að viðurkenna að ég át 2 stk mars áðan... hver gerir svoleiðs ég bara spyr?? Kannski Alda systir líka ;) En ég meina það er bara mikil orka í svona börum, og ég verð örugglega massa góð á æfingu á eftir.
En jæja held að þetta sé gott í bili
l8ter :)