mánudagur, maí 30, 2005

Halló halló

I feel like chicken tonight... úfff ég fór í ljós í gær, hef ekki farið í ljós endalaust lengi, plús að það voru nýjar perur! Við skulum samt segja að ég sé svona rauðbrún... ;)

Annars er ég bara í vinnunni - svaka stuð, útborgunardagur á leiðinni og allt (ekki að ég fái mikil laun þennan mánuðinn :S).

sunnudagur, maí 29, 2005

Ameríkumyndir

Halló halló
Þá er allt að gerast! Alda og Siggi fóru til Andorra eldsnemma í morgun með basketfólki og ég fæ þá frið til að taka til í mínu dóti ;) Svo verð ég bara flutt út þegar þau koma til baka!
Ég er líka búin að setja inn Ameríkumyndirnar, úff hvað það tók langan tíma hehe
En er að fara fá mér kvöldmat, l8ter people...
-
p.s. Brandur kemur heim ekki á morgun, heldur hinn :)

föstudagur, maí 27, 2005

Sunny day

Halló halló
Þá er bara að koma helgi, það er ekki leiðinlegt! Ég tók þá ákvörðun í gær að hætta í Víking og fara aftur í Val. Planið er að fara á fyrstu æfinguna í dag, það er nú svoldið spennó - vona bara að ég sé ekki búin að missa allt þol... Svo verður bara að koma í ljós hvort ég meiki að vera í boltanum og í meistaranámi saman. En það er nú seinni tíma vandamál ;) Valur hefur nú alltaf verið mitt félag, þannig ég eiginlega verð að enda minn snilldar feril þar :þ


Á morgun er ég að fara í útskriftarkaffi til Unnar vinkonu, en hún er að að útskrifast úr grafískri hönnun í Listaháskólunum. Svo hringdi ég í Guðbrand í gær og hann er núna staddur í Brooklyn í New York. Hann kemur heim eldsnemma þriðjudaginn 31.maí - kemur beint til mín og vekur mig :)

miðvikudagur, maí 25, 2005

Heima er bezt

Jæja þá er ég mætt á klakann :) Ekki að það sé klaki úti, bara sól og sæla - en þetta er nú bara orðatiltæki, þannig enginn skaði skeður... Er rosalega þreytt - smá tímamismunavesen á mér, en það á nú að jafna sig fljótt ;)
Það var rosalega gaman úti, ætla að setja myndir inn fljótlega - bara í dag!
-
Helstu fréttirnar sem ég fékk þegar ég kom heim voru að Alda systir ætlar að flytja til Hollands með kærastanum ;) Þetta verður ekkert smá spennandi hjá þeim! Alda fer líklega aðeins á eftir honum út, eða um miðjan september. En á meðan búa þau saman í Blíðheimum þar sem að ég og Brandur erum að stinga af í Stórholtið :þ
-
Svo er Brandur bara væntanlegur heim eftir minna en viku - vá þá verður nú gaman :)

föstudagur, maí 20, 2005

3 dagar eftir

Halló halló
Úfff ég var að vakna, eftir smá síðsdegislúr... Litla 19 mánaða frænka mín svaf í rúminu við hliðina á mér ;)
Þessari Bandaríkjaferð er síðan bara bráðum að ljúka!! Það verður nú voða gott að koma heim, þó að það sé rosa gaman hérna. Það er bara alltaf gott að koma heim í rúmið sitt og allt sitt ;) Veit nú ekki alveg hvað planið er í kvöld - en ætli við borðum ekki bara e-ð gott saman og tjillum svo. Þarf líka að setja einhver lög á iPodinn minn svo að það verði stuð í bílnum hjá mér og sys á leið til DC :P

En jæja, við erum að fara eitthvað út núna... l8ter g8ter
kveð kl. 14:30 Baltimoretime - 18:30 á íslenskum tíma ;þ

þriðjudagur, maí 17, 2005

Allt að gerast :þ

Halló halló
Ennþá er ég í Bandaríkjunum og hef það rosa gott - eins og sést á myndinni (Ég og Eyrún að róla ;)




Við Sigrún systir erum búnar að ákveða að fara til Washington sunnudaginn 22.maí. Hlakka ekkert smá til að fara aftur í road-trip með stóru sys og sjá stórborg í leiðinni! Ætlum að leggja af stað í fyrra lagi til að hafa góðan tíma til að skoða okkur um í DC., t.d. hvíta húsið og Georgetown :þ Við erum búnar að panta hótelherbergi á mjög góðum stað og mjög ódýrt líka ($75 fyrir okkur báðar) Svo brummum við til Baltimore á mánudeginum, því að ég á flug heim kl.20:45 um kvöldið ;)
-
Þannig að núna á ég bara eftir 4 heila daga hérna í Blacksburg, skrítið hvað þetta líður hratt!
Well, bið bara að heilsa í bili - L8ter

laugardagur, maí 14, 2005

Meiri fréttir frá USA

Halló Heimur
Núna er ég ein heima hjá Sigrúnu og family. Sigrún og Kolbrún fóru að keyra Leif upp í skóla og Eyrún er úti að leika með vinkonu sinni og mömmu hennar ;) Ég og Sigrún fórum áðan á Starbucks og fengum okkur kaffi og beyglu - voða gott og kósí að fara bara tvær ;)
Við fórum öll saman í útskriftarveislu í gær en 3 íslendingar voru að útskrifast frá skólanum hérna. Það var voða gaman og gott að fá íslenskar kræsingar (grafinn lax, hraun- og æðibitar, rúgbrauð, heitur brauðréttur og fullt annað)
-
Ég talaði við Brand í gærkvöldi og hann sagði mér að hann komst inn í grafíska hönnun í Listaháskólanum :D Ekkert smá ánægð og stolt af honum :P Þannig við verðum bæði að skólast heima í Stórholtinu. Brandur er í San Fransisco núna, rosa stuð og mikið um að vera þar!
En jæja, stelpurnar voru að koma inn - þannig ég bara bið að heilsa :)

miðvikudagur, maí 11, 2005

Blacksburg USA

Halló Heimur
Núna er ég stödd inn í stofu hjá Sigrúnu systur. Eyrún Alda og Kolbrún eru hérna að leika sér og Sigrún að gera við gat á prinsessuvængjum sem ég gaf Eyrúnu þegar ég kom :)
Það er um 28°C og léttskýjað, voða flott! Við erum að fara í Food Lion (local búðin ;)) á eftir að kaupa í matinn og svona.
Annars var búið að vera svaka gaman hjá mér og Sigrúnu. Sigrún sótti mig upp á flugvöll á mánudagskvöld og við keyrðum uppá hótel (með smá pizzu stoppi og villtumst smá ;)) Vorum síðan bara inní hótelherbergi að tjatta og hafa það næs, enda báðar uppgefnar eftir ferðalagið (ég eftir flugferðina og Sigrún keyrði í 6 tíma til að ná í mig)
Síðan var vaknað frekar snemma, enda ég ennþá á íslenskum tíma og Sigrún vön að vakna svona snemma. Ferðinni var heitið í risa moll og þar var sko verslað endalaust hehe aðallega í H&M ;) Svo fórum við af stað til Blacksburg um kl. 18:30 og komum ekki heim fyrr en um miðnætti.
-
Svo hef ég mjög góðar fréttir - en ég komst inn í meistaranámið í HÍ :) Ekkert smá ánægð, því að það var met aðsókn! Get ekki beðið eftir að hringja í Brand á eftir (sem er staddur í San Fransisco núna) og segja honum fréttirnar og bara heyra í honum almennt ;)
Kveð kl. 17:06 á Blacksburg tíma, 21:06 á íslenskum tíma.

sunnudagur, maí 08, 2005

USA here I come

Jahérna, þá er ég bara að fara til USA á morgun :) Búin að fara með mömmu að versla smá góðgæti fyrir Sigrúnu og family :þ Á morgun sækir Sigrún mig uppá flugvöll og við gistum á hóteli fyrstu nóttina, fáum okkur örugglega e-ð gott að borða og svona. Á þriðjudaginn förum við síðan í risa moll og ég reyni að versla eins og brjálæðingur og svo keyrum við heim til Blacksburg, en það tekur um 5 klst. Iss það verður bara svona road-trip fílingur hjá mér og sys ;)
En jæja er að reyna að fleygja ónothæfu dóti og pakka smá fyrir Stórholts-flutninginn svakalega ;) Þannig ég hef ekki tíma í að hafa langan pistil!
L8ter

föstudagur, maí 06, 2005

Flöskudagur enn og aftur

Mikið er gaman að það sé föstudagur! Síðasti vinnudagurinn minn áður en ég fer til Bandaríkjanna :)
Á miðvikudaginn fór ég á Kaffi Viktor að hitta gömlu THÍ skólafélagana. Nonni - einn góður skólafélagi, dró síðan nokkra með sér á Nasa þar sem að Jagúar voru að spila. En hann Nonni var mjög svo rausnarlegur að bjóða manni inn! Hitti þar Lafðina og deitið hennar - en svo stungu þau af án þess að maður tók eftir hihi. Fór síðan á Thorvaldsen (Hef aldrei áður stigið fæti þar inn - very bad staður!!) og endaði á 22 í pínku stund. Ég skemmti mér bara ótrúlega vel og var að langt fram á nótt ;) Alda yndissystir sótti síðan vitleysinginn um fimm leytið, en ég var búin að labba alveg að gatnamótum Snorrabrautar og Miklubrautar.
Á morgun fer ég á útskriftarsýningu nemenda myndlistardeildar og hönnunar- og arkitektúrdeildar Lhí. Unnur vinkona er nebblega að útskrifast frá hönnunardeild og er með 2 verk. Stelpan notaði mig í verkin sín, þannig það verður örugglega skrítið að sjá sjálfa sig upp á vegg hehe ;)
Svo er maður bara að fara til USA á mánudaginn!! Get ekki beðið! Hlakka líka endalaust til 30.maí þegar að Brandur minn kemur heim! Sakna hans fáránlega mikið :´(

þriðjudagur, maí 03, 2005

Long live the Organization For The Organized!

Já alltaf gaman að svona tilgangslausum prófum ;) Ég bara trúi ekki að MJ sé þarna á listanum hehe Annars fór ég í bíó í gær með Bylgju á myndina The Jacket, þvílíkt góð mynd! Vá er ennþá að hugsa um plottið, magnað. Ætla að reyna að kaupa hana á dvd í USA.... ef hún verður komin ;)

You scored as Paris Hilton. You are most like Paris Hilton (you have similar features not identical)

Paris Hilton

100%

Pamela Anderson

50%

Michael Jackson

50%

Ashlee Simpson

50%

Lindsay Lohan

44%

What Celebrity Could Be Your Twin!? (Awesome!!)
created with QuizFarm.com




mánudagur, maí 02, 2005

USA

Þá er kærastinn farinn til USA, eða er að fara í loft í skrifuðum orðum. Rosa ferðalag á þeim félögum, en þetta er u.þ.b. vegalengdin...


Örugglega þvílíkt gaman að fara í svona trip, þannig vonandi kemur hann heim reynslunni ríkari og deilir þessu með mér ;) Svo verður endalaust gaman að fá hann heim - þá verður sko drifið í því að koma Stórholtinu í gott stand og flutt inn!
Núna er ákkurat vika í að ég fari til USA til Sigrúnar sys og family :)