mánudagur, apríl 24, 2006

Hæ hæ
Þá er maður bara kominn heim eftir stórskemmtilega borgarferð :) Byrjuð að vinna hjá Landsbankanum og líkar bara mjög vel - auðvitað svoldið erfitt að þekkja engann og vera að læra á allt, en ég held að ég eigi eftir að fíla mig vel þarna. Sit meira að segja við hliðina á konu sem heitir Eygló - ég hafði ekki einu sinni talað við neina sem heitir Eygló nema að hún sé skild mér hihi.
En ég er búin að eiga afmæli (takk fyrir kveðjurnar :) og Alda systir átti afmæli 18.apríl og svo á hún Stella Thors afmæli í dag. Til hamingju með daginn Stella mín (hún er staðsett í London núna, örugglega að versla eins og andskotinn ;) Við erum svoddan páskaungar ég, Alda og Stella - afmælin okkar eru oftast í kringum páskana :þ
Annars hef ég ekki mikið að segja - þannig bara bless í bili