fimmtudagur, júní 22, 2006

Sól sól skín á mig

Já mikið var að sólin lét sjá sig! Var farin að sakna hennar ógurlega ;)
Í dag er fimmtudagur - ótrúlegt hvað vikurnar fljúga áfram! Helgin bara mætt á morgun - vííííí Reyndar þarf ég að vinna á laugardaginn frá 11 - 16, en það er allt í lagi, kvöldið verður svo skemmtilegt :) Á laugardaginn er Sigrún systir að útskrifast sem Master í viðskiptafræði. Já það er ekki slæmt að vera orðin master 29 ára og tveggja barna móðir! Það verður alla vegna smá kökuveisla eftir athöfnina og aðsjálfsögðu mæti ég þangað :) Síðan er Sigrún Ósk vinkona líka að útskrifast sama dag, en hún er að útskrifast sem félagsráðgjafi. Þannig það verður "nett" partý hjá henni ;)
En er að vinna - þannig ég hef ekki tíma í svona skrif
L8ters

miðvikudagur, júní 14, 2006

Til hamingju mamma!


Elsku mamma mín, til hamingju með afmælið!


Þú ert besta mamma í heimi! Hlakka til að knúsa þig á eftir :)

laugardagur, júní 10, 2006

Lördag

Þá er helgin komin, enn og aftur. Ótrúlegt hvað vikurnar fljúga áfram! Kvennahlaupið á eftir, fer með mömmu, systrum, frænkum og ömmu - as usual ;) Hlakka bara til að hitta allar gellurnar, hitti þær svo sjaldan eitthvað núorðið...
Svo er hún María vinkona búin að blása til fagnaðar í kvöld, tvöfaldur fagnaður því hún er nýbúin að eiga afmæli og nýútskrifuð með meirapróf í flugumferðarstjórunun (eða hvað svo sem það kallast) ;) Til hamingju með daginn María mín!
Er að fara í klippingu þann 15.júní, alveg kominn tími á það!
En meira djúsí verður það ekki Vala mín... greinilega ekki mikið djúsí að gerast hjá mér þessa dagana. En um leið og e-ð gerist þá birti ég það með stórum stöfum :)
Góða helgi!