miðvikudagur, júní 20, 2007

Skrif loksins

Ég er á leiðinni til London eldsnemma í fyrramálið! Hitta hana Evu vinkonu. Þetta verður nú stutt ferð, enda kem ég aftur á sunnudagskvöldið... sem fær mig til að spá í afhverju segir maður ekki sunnukvöld í staðinn fyrir sunnudagskvöld. Mánukvöld, þriðjukvöld... o.s.frv. Allavegna.

Aðrar góðar fréttir eru þær að þegar ég kem heim frá London þá eru bara 3 vinnuvikur eftir þar til sumarfríið mitt byrjar. Það verður nú yndislegt að vera í fríi sem mun vara í heilar þrjár vikur!!


Enn aðrar góðar fréttir... já ég get ekki hætt! er að ég og Brandur erum að fara að flytja til Falmouth í byrjun september. Brandur er að fara í skiptinám og ég ætla að fylgja með. Þetta er rosalega fallegur bær í suðvestasta hluta Englands, sviðaður á stærð og Akureyri :)

Nóg að gera hjá Jonný!