fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Frissi Fríski

Halló Heimur
Loksins er ég komin á ról! Er samt enn smá á mis og flökurt... gæti samt verið vegna þess að ég hef innbirgt allt of mikið Quality Street og kaffi :/ Vonum það bara ;) Það er svona þegar einhver úr vinnunni kemur heim frá útlöndum, allt vaðandi í nammi! Og ég nammisjúklingur og átfíkill bara get ekki hamið mig.
Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja varðandi handboltaleikinn Víkingur-Haukar, sem var á þriðjudaginn... held að það sé best að tala sem minnst um hann hérna. Það verður örugglega rætt nóg um það á æfingu í kvöld. Ömurlegt að hafa verið veik og ekki getað verið með liðinu mínu! Þó að mín nærvera hefði nú kannski ekki breytt miklu um úrslit leiksins, kannski einhverju??...... arg! En nóg um þetta, leggst bara í þunglyndi að hugsa um þetta!
Úfff nú er matartími í vinnunni - en ég er bara ekkert svöng. Afhverju fékk ég mér svona mikið af Quality??! Damn! Nú er ég hætt þessu rugli, borða bara venjulegan mat á matmálstímum! Ekki að mig langi mikið í gúllas... en það er á boðstólum í dag :( og á morgun er spánskur saltfiskur og appelsínukrapís, ekki er það nú skárra! En ég ætla nú ekki að kvarta yfir matnum hér í vinnunni, hann er nú oftast mjög góður ;)
En jæja beautiful people, ég er hætt að bulla í ykkur og ætla að fara að vinna! Er með Tenderfoot í eyrunum... mmm þeir eru alltaf jafn yndislegir :) Söngvarinn hjá þeim á víst að spila á Grand Rokk í kvöld ásamt fleirum... væri gaman að kíkja... hummm
L8ter