föstudagur, maí 06, 2005

Flöskudagur enn og aftur

Mikið er gaman að það sé föstudagur! Síðasti vinnudagurinn minn áður en ég fer til Bandaríkjanna :)
Á miðvikudaginn fór ég á Kaffi Viktor að hitta gömlu THÍ skólafélagana. Nonni - einn góður skólafélagi, dró síðan nokkra með sér á Nasa þar sem að Jagúar voru að spila. En hann Nonni var mjög svo rausnarlegur að bjóða manni inn! Hitti þar Lafðina og deitið hennar - en svo stungu þau af án þess að maður tók eftir hihi. Fór síðan á Thorvaldsen (Hef aldrei áður stigið fæti þar inn - very bad staður!!) og endaði á 22 í pínku stund. Ég skemmti mér bara ótrúlega vel og var að langt fram á nótt ;) Alda yndissystir sótti síðan vitleysinginn um fimm leytið, en ég var búin að labba alveg að gatnamótum Snorrabrautar og Miklubrautar.
Á morgun fer ég á útskriftarsýningu nemenda myndlistardeildar og hönnunar- og arkitektúrdeildar Lhí. Unnur vinkona er nebblega að útskrifast frá hönnunardeild og er með 2 verk. Stelpan notaði mig í verkin sín, þannig það verður örugglega skrítið að sjá sjálfa sig upp á vegg hehe ;)
Svo er maður bara að fara til USA á mánudaginn!! Get ekki beðið! Hlakka líka endalaust til 30.maí þegar að Brandur minn kemur heim! Sakna hans fáránlega mikið :´(