laugardagur, desember 31, 2005

Bless 2005

Þá er bara árið 2005 alveg að verða búið... er búin að lakka neglurnar á vinstri hönd - fyrir utan það á ég eftir að gera allt fyrir kvöldið. Fór aðeins í Espigerði í dag og hjálpaði mömmu að útbúa kalkúninn - fyrsta skipti sem ég hef saumað í dautt dýr, ekki eins ógeðslegt og ég hélt. Hlakka rosa til að borða í kvöld mmmm :þ Svo er planið að kíkja í partý eftir miðnætti.
En ég segi bara: Gleðilegt ár og takk fyrir allt liðið!