10 dagar
Jæja þá er Stórholtið aftur orðið barnlaust... Það gekk rosa vel að passa Kolbrúnu, hún var dugleg litla stelpan :) Við gerðum margt skemmtilegt, fórum meðal annars á róló, í Perluna, í labbitúr, í Kringluna, í sund, og út að borða ;) Held að henni Kolbrúnu hafi fundist lang skemmtilegast í sundi - og reyndar mér líka hihi Við fórum bara tvær í Sundhöllina og það var þvílíkt stuð hjá okkur. Svo fórum við út að borða strax eftir sundið, Brandur kom og náði í okkur. Svo var stelpan orðin svakalega sybbin þegar við komum heim, enda svaf hún til 9:30 daginn eftir hehe (Ekki var það nú slæmt ;)) En við Brandur komumst samt að því að svona pössunartörn er þvílík getnaðarvörn ;) Hey þetta rímar!
Svo buðu mamma og pabbi okkur í þvílíkan mat á sunnudagskvöldið, þegar við skiluðum Kolbrúnu. Fengum nautasteik, bakaðar kartöflur og berniesósu (kann ekki alveg að skrifa það...) Svo var ís, perur, rjómi og súkkulaðisósa í eftir rétt :þ rosalegt alveg hreint! Takk aftur fyrir okkur! Ég frétti svo að Sigrún og Leifur hafi haft það rosa gott og kósí tvö saman í Englandi... enda ekki oft sem þau eru svona ein.
Svo fékk ég próftöfluna í dag. Ég fer í 3 lokapróf - 13. , 15. og 16.desember. Svolítið þétt prógram, en æðislegt að vera komin í jólafrí föstudaginn 16.desember :)
Núna er ég að fara að halda áfram að lesa í Urban Geography... það er nebblega heimapróf næstu helgi. Hef aldrei farið í heimapróf áður - en ég vona að það reddist nú.
L8ter (p.s. 10 dagar í Búdapest :))
<< Home