Long time no...
Halló halló
Nú er margt búið að gerast síðan ég skrifaði síðast. Ég er búin að skipta um grein í skólanum, reyndar skipti ég meira að segja um deild og allt... En ég ákvað að hætta við að fara í masterinn í Alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði. Var ekki alveg að missa mig í áhuga, þannig ég ætla að salta það í bili ;) En ég ákvað í staðinn að fara í Borgarfræði, en það er 30 eininga aukagrein í Félagsvísindadeild HÍ. Mér líst rosalega vel á þetta og er einmitt núna að skrifa verkefni um Charleston í Suður Karolínu :þ Þessa önn fer ég í Borgarfræði, Borgarlandafræði, Almenna félagsfræði og Afbrotafræði.
Svo er Alda sys og Siggi farin til Hollands... skrítið að hafa ekki Öldu hérna, enda erum við búnar að vera rosa mikið saman síðustu 25 ár híhí Ætli maður reyni ekki að kíkja í heimsókn til hennar, ef tími og peningar leyfa :)
Svo gleymdi ég gjörsamlega að skrifa hérna á bloggið þann 11.september, en þá átti Óskar bróðir 30 ára afmæli. En til hamingju með daginn samt brósi minn!
Á morgun eru svo gestir að koma í Stórholtið, vinur Brands og kærasta hans ætla að vera hjá okkur í 9 daga. Þannig það verður nóg að gerast hjá manni næstu daga :) Við erum búin að taka fullt til í íbúðinni og breyta slatta. Keyptum meira að segja svaka grúví sófasett í Góða Hirðinum í dag, þannig nú er hægt að bjóða fullt af fólki sæti :)
L8ter
<< Home