miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Halló Heimur
Nú á ég einungis eftir að mæta 5 sinnum í vinnuna, svo tekur skólinn við þann 1.september. Ég virkilega get ekki beðið eftir að hætta þessu 8-16 stússi og fengið aðeins að ráða mínum eigins tíma! Enda er ég búin að vinna síðan seinni hluta desember á síðasta ári... úfff. Stundataflan mín lítur bara ágætlega út, þá að þetta séu bara drög. En vonandi breytist hún ekki mikið.
Bless í bili!
kv.Johnson