Home alone
Komin með nettan leiða á ungfrú Jolie og barni... þannig ég ákvað að skrifa e-ð nýtt! Enda er Stórholtið loksins orðið nettengt - nú verður gaman. Ég skrapp aðeins heim til m+p áðan, til að lita augabrúnir og augnhár Sigrúnar systur. Tókst bara þvílíkt vel, þó ég segi sjálf frá... setti tímamet og allt held ég.
Annars er ég bara ein heima, hanga á netinu og hafa það kósí. Kaupmaðurinn að vinna langt frameftir :(
Verslunarmannahelgin var fín - Innipúkinn stóð ágætlega fyrir sínu, en uppúr stóð BlondeRedhead, Jonathan (gaurinn sem syngur í There's something about Mary), Cat Power og að sjálfsögðu Donna Mess. En það eru þrjár gellur sem dansa við og syngja robot tónlist. Leiðinlegt var samt að missa af Úlpu, því að ég hef aldrei séð þá live... en vonandi bætir maður úr því sem fyrst!
En jæja, það má nú ekki skrifa of mikið hérna fyrir alheiminn...
þannig ég býð bara góða nótt
Luv Johnson
<< Home