Smá fréttir
Haldiði að ég og ástmaður minn séum ekki bara á leiðinni til Búdapest þann 20.október :) Vorum að panta og borga farið í hádeginu. Við ætlum að vera í heila viku og komum því heim 27.október. Reyndar er þetta á sama tíma og Iceland Airwaves, sem við vorum búin að ákveða að fara á... en nú fer bara sá peningur upp í ferðina í staðinn ;) Mmmm get ekki beðið eftir að kúra á hótelherberginu, fara í göngutúr og skoða magnaða borg, versla, drekka öl og borða dýrindis mat! Svo er víst einhver hausthátíð í Búdapest 21. - 31. október, ákkúrat þegar við verðum þar, þannig það verður endalaust hægt að gera og skoða :)
Svo erum við að fara að passa Kolbrúnu Ósk litlu frænku frá fimmtudeginum 6.okt. til sunnudagsins 9. okt. Hún ætlar að gista hjá okkur meðan að Sigrún sys fer til Bristol að skoða aðstæður.
En jæja, er að fara að læra...
<< Home