mánudagur, október 31, 2005

Komin heim frá Búdapest

Halló halló
Við komum heim frá Búdapest á fimmtudaginn síðasta. Borgin er alveg mögnuð! Þvílíkt flott hús, Dóná er rosaleg og allar brýrnar yfir hana (misflottar samt). Við settum örugglega göngumet, því ég hef aldrei á ævinni labbað jafn mikið á 6 dögum. Samt var eins og maður hafi ekki séð nógu mikið... en maður fer bara aftur einhverntíma seinna ;) Allur matur og drykkir voru svakalega ódýrir, enda flest allar máltíðir voru undir 1.500 kr fyrir okkur saman. Vorum samt ekki að borða á ódýrustu stöðunum ;) Það eina sem var neikvætt við þessa ferð var að ég fékk matareitrun :( Já nú hef ég prófað það - og þvílíkur hryllingur. Hef aldrei á ævinni liðið jafn illa, enda var ég veik í viku :( Þannig auðvitað setti þetta strik í ferðina, en við reyndum bara að gera það besta úr þessu. Ég gat pínt mig áfram til að labba um og versla smá, en lítið um fínan mat og drykki og allt sem því fylgir :( En ég meina við eigum inni fleiri utanlandsferðir :Þ
EN núna ætla ég að fagna að ég sé ekki lengur sjúklingur - heldur á batavegi :) Sem þýðir að ég ætli að leggja mig ;)
L8ter