fimmtudagur, mars 23, 2006

Alltaf að blogga bara...

Halló halló
Ég eignaðist nýjan frænda 21.mars síðasta, hann rétt náði að komast í klúbb hinna mögnuðu hrúta! Til hamingju með það sæti frændi :) En sá dáðadrengur mun vera sonur Rakelar frænku og Gunnars eiginmanns hennar... hann er víst kallaður Hemmi Gunn svona til að byrja með ;) Hamingju óskir til þeirra!! :)
Svo er ég bara hætt í skólanum og að leita að vinnu! Já svona er lífið - maður gerir bara eitthvað ;) En ég var einmitt í atvinnuviðtali í dag - var "smá" stressuð, var örugglega eins og rautt epli í framan - en held að þetta hafi samt gengið ágætlega. Nú er bara að bíða og vona! Er þvílíkt sátt við að komast í viðtal því að það sóttu um 70 manns um og 5 boðnir í viðtal til að byrja með - ekki slæmt hjá minni ;)
Á morgun er svo árshátíð. Fer með ástmanni mínum og hans skóla, búin að fá lánaðan kjól og hálsmen hjá Öldu sys (takk knúsí, hann smell passar - má samt ekki borða mikið um kvöldið hehe)
Bless í bili!

mánudagur, mars 20, 2006

Fréttir frá Glóuling

Jæja, þá má loksins opinbera það að hún Alda systir mín er ófrísk! Já ótrúlegt, en satt, þá verður hún næstum því jafngamla systir mín, móðir í byrjun október :) Málið er bara að mér finnst við báðar ennþá bara vera svona 17 og 18 ára - en verð víst að sætta mig við það að við erum orðnar hálffullorðnar 26 og 27 ára í apríl ;) En mikið ósköp hlakkar mig samt til þegar krílið kemur í heiminn vííííí! Veit að Sigrún systir er líka voða happý að fá loksins frændsystkin og hún hætt að vera sú eina sem sér um fjölgunina í okkar blessuðu fjölskyldu :)
Frá mér er annars voða lítið að frétta - er að leita að vinnu en ekkert komið í ljós ennþá. Þannig maður bara tekur til og fer í gegnum dótið sitt (löngu tímabært) á meðan ;) Fékk einnig saumavélina hennar mömmu lánaða og er búin að vera á fullu að laga göt, þrengja og falda! Er líka að fara að baka brauð núna á eftir, fullt sem maður getur gert þegar maður hefur ekkert að gera hehe
Þar til síðar!

sunnudagur, mars 05, 2006

Eyrún Alda 5 ára


Eyrún Alda litla frænka mín er 5 ára í dag. Til hamingju með daginn ástarhnoðrinn minn!Vonandi áttu nú yndislegan dag og færð gott að borða og fullt af pökkum! :)
KossaKnús og saknaðarkveðjur*

föstudagur, mars 03, 2006

Góða helgi

Nóra Guðbrandsdóttir er svakalegasti köttur sem ég veit um. Sjáiði hvað hún er falleg! Þarna er hún í vinnunni, á sínum vanalega stað í gluggakistunni heima, oftast að kurra á fugla ;)