miðvikudagur, júlí 06, 2005

Halló
Úfff núna er mikið að gera í vinnunni... 2 stelpur farnar í sumarfrí og ég eiginlega að leysa af fyrir báðar :s Þannig það er ekki mikið um blogg hjá mér núna. Eina góða við það er að nú flýgur dagurinn áfram :) ekki verra að vera komin heim áður en maður veit af :P
Annars fórum við Brandur á Skóga um helgina, reyndar bara í eina nótt - en það var svaka stuð. Lögðum af stað seinni parts laugardags (því ég var að passa mína ástkæru frænku Eyrúnu Öldu :)) Tjölduðum, grilluðum og drukkum Víking gylltan :) Lögðum svo af stað fyrir kl. 11, því að við vöknuðum við það að tjaldið var að fjúka... vorum reyndar um 6 klst á leiðinni sökum ástands á liðinu - en venjulega ætti þetta að taka 2 tíma ;)