sunnudagur, desember 11, 2005

Jæja eitt blogg fyrir Evu ;)
Ég er á fullu í próflestri núna... fer í þrjú próf á fjórum dögum - sem er náttlega ekki mannbjóðandi! En góða við það er að ég er þá búin í prófum 16. des í staðinn fyrir 21.des eins og sumir. Ég fer í Borgarfræðipróf 13.des, Almenna félagsfræði 15.des og svo Afbrotafræðipróf 16.des. Reyndar þarf ég svo að skila ritgerð þann 19.des, en ég er nú vel komin af stað í henni - þannig það ætti að reddast :)
Fór á tónleika í gær með Antony and the Johnsons - í annað sinn sem ég sé þá hér á landi :) Mjög flottir tónleikar - en maður sá eiginlega ekki neitt og sætin voru hræðilega óþægileg. Tónleikarnir voru í Fríkirkjunni en hefðu frekar mátt vera í Háskólabíó! Við keyptum okkur 2 vínyl plötur með Antony and the Johnsons, ein af nýjasta disknum og svo ein 3 laga plata. Saman kostaði þetta 2.000 kr og ekki til í plötubúðum hérna, þannig þetta var góður díll ;)
Svo kemur Alda sys og Siggi ástmaður hennar til Íslands þann 20.des - verður nú gaman að stússast með henni Öldu minni fyrir jólin :) Annars eru bara 13 dagar til jóla - ótrúlegt hvað tíminn flýgur! En jæja ég ætla að halda áfram að lesa... ekki veitir af ;)

Jólahúmordagsins er í boði afbrotafræðinnar