miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Sigrún og myndin

mánudagur, ágúst 21, 2006

Portúgal


Ég verð stödd á þessari strönd eftir 15 daga!!!! Swweeeeeeeet :)

föstudagur, ágúst 18, 2006

Til hamingju með afmælið Sigrún! :)

Þá er ég búin með mánaðarkaupið... held það hafi aldrei gerst jafn snemma í mánuði og núna! Var nefnilega bæði að kaupa utanlandsferð og svo skólakort Strætó líka. Þetta nýja skólakort er svaka sniðugt, því það gildir líka á alla sundstaði borgarinnar :) Þannig nú verður maður að fara oftar í sund ;)
Dagurinn í dag er líka óvenju góður dagur, því að vinkona mín hún Sigrún Ósk er 26 ára í dag! Til hamingju með daginn sæta mín! :) Vonandi verður þetta skemmtilegur afmælisdagur hjá þér og svo verður sko partýtime á morgun! - Hlakka ekkert smá til!

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Hreyfing gerir mann að gulli

Þá er ég búin að splæsa í árskort í Spa&Fitness, eða Baðhúsinu eins og mér finnst betra að orða það. Það eru minna en 500 skref frá útidyrahurðinni og í Baðhúsið - gæti varla verið betra, sérstaklega þar sem að maður er bíllaus :) Þannig nú þýðir ekkert annað en að koma sér í form!!
Kv. Eygló formlausa

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Hej

Þá er ágúst genginn í garð og sólin tekur heldur betur vel á móti honum! Ekki að ég hafi fengið að njóta dagsins, heldur er ég að vinna frá 11 - 21... ekki svo gaman. EN ég verð forrík hahaha ;) nei nei segi svona. Það er svo mikið af fólki í sumarfríi að menn þurfa að fórna sér smá. Bossinn er líka búinn að dekra við starfsfólkið í dag, búin að fá pizzu, kók og ís :þ enda svakalega mikið að gera!
Ég geri nú ekki neitt um Verslunarmannahelgina, verð að vinna á laugardaginn, en fæ náttlega frí á mánudaginn :) Þannig fullt af rólegheitum bara. Svo langar mig rooosalega að fara til sólarlanda í viku með ástmanni - vonandi rætist úr því :)
En ég bið bara að heilsa í bili, luuuuv Johnson