mánudagur, október 17, 2005

3 dagar

Vá hvað ég er fegin núna, var að enda við að klára heimaprófið mitt í Borgarlandafræði. Veit nú ekki alveg hvernig mér gékk... en ég held ég nái nú alveg ;) Hef aldrei farið í heimapróf, þannig ég er ekki alveg að grípa þetta. En kemur bara í ljós!
Svo erum við Brandur að fara til BÚDAPEST eftir 3 daga!!! Get eiginlega ekki lýst því með orðum hvað ég hlakka til ;) Ætla nú samt að reyna að vera dugleg að læra þangað til að ég fer - bara til að friða samviskuna.
L8ter