Hæ hæ
Þá er maður bara kominn heim eftir stórskemmtilega borgarferð :) Byrjuð að vinna hjá Landsbankanum og líkar bara mjög vel - auðvitað svoldið erfitt að þekkja engann og vera að læra á allt, en ég held að ég eigi eftir að fíla mig vel þarna. Sit meira að segja við hliðina á konu sem heitir Eygló - ég hafði ekki einu sinni talað við neina sem heitir Eygló nema að hún sé skild mér hihi.
En ég er búin að eiga afmæli (takk fyrir kveðjurnar :) og Alda systir átti afmæli 18.apríl og svo á hún Stella Thors afmæli í dag. Til hamingju með daginn Stella mín (hún er staðsett í London núna, örugglega að versla eins og andskotinn ;) Við erum svoddan páskaungar ég, Alda og Stella - afmælin okkar eru oftast í kringum páskana :þ
Annars hef ég ekki mikið að segja - þannig bara bless í bili
Amsterdam - Brussel - París here I come
Þá er ég bara á leiðinni til útlanda í fyrramálið :) Þannig nú kemur smá pása hérna á glóuling... Ég segi því ,,Gleðilega páska alle sammen"!! Svo á ég afmæli 17.apríl - þannig að ég býst við að commenta kerfið mitt hrynji á þeim stórgóða degi ;)
Bæ bæ
4 dagar í brottför!!
Við Brandur fljúgum til Amsterdam 11.apríl, tökum rútu þaðan til Brussel og gistum þar í 2 nætur. Síðan er ferðinni heitið til Parísar og verðum við þar í 5 daga. Svo förum við í lest aftur til Amsterdam þann 18.apríl og verðum þar til 20.apríl - en þá fljúgum við heim :) Þetta verður sko ævintýri - hlakka þvílíkt til!
-
Hvað sem því líður - þá er komið að fróðleiksmola dagsins. Í tilefni þess að ég er að fara til Hollands, Belgíu og Frakklands - þá verður fróðleikur um þeirra fána .
.
Hollenski fáninn er einn af lykilfánum mannkynssögunnar og varð hann til um 1600.
Appelsínuguli liturinn var sérstaklega óstöðugur og vildi roðna eftir nokkurn tíma og því var rauður gerður að opinberum lit á miðri 17.öld. Þetta hafði áhrif á gerð þrílita fánans á Rússlandi. Pétur mikli Rúsakeisari hafði miklar mætur á Hollendingum og tók upp tilbrigði við fána þeirra handa Rússum.
Hollenski fáninn var þó ekki staðfestur með konunglegum úrskurði fyrr en 19.febrúar 1937.
.
Belgíski fáninn var tekinn í notkun 23.janúar 1831.
Svart, gult og rautt hafa verið litir Belgíu frá því fyrir sjálfstæði. Fyrsti fáninn í þessum litum var þverbekkjafáni (líkt og sá hollenski) en breytt var yfir í standbekki að fengnu sjálfstæði 1831 til að líkja eftir franska þrílita fánanum, tákni frelsis og byltingar.
.
Franski fáninn var tekinn í notkun 15.febrúar 1794. Þríliti fáninn var dreginn að hún í byltingunni og hefur síðan orðið frelsistákn um allan heim.
Trúlega má rekja litina til lita Parísar þótt þeir séu yfirleitt tengdir frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Vegna þess að Frakkland á sér ekkert skjaldamerki er þríliti fáninn jafnframt merki þjóðarinnar.
Fróðleiksmolar
Hitti vinkonur mínar um daginn, eftir áralangan undirbúning ;) og sú hugmynd kom upp að setja inn fróðleiksmola hérna á glóuling! Þetta var held ég bara grín - en ákvað samt að láta þetta gerast ;) Enda ekki þekkt fyrir annað en að taka gríni alvarlega... hahaMálið er að ég keypti mér vasahandbók um fána heimsins þegar ég var í Borgarfræðinni - enda vildi ég ekkert vera algjör vitleysingur við hliðina á blessuðu ferðamálafræðinemunum ;) og að sjálfsögðu vil ég deila þeirri visku með ykkur!
-
Auðvitað byrjar maður á Íslandi!
Fyrsti þjóðfáninn var tekinn í notkun 1897. Þá var fáninn blár í grunninn með hvítann kross. En fáninn þótti of líkur gríska fánanum og því var rauðum krossi bætt við ofan á þann hvíta - það gerðist þann 19. júní 1915.
Fánalitirnir táknuðu upphaflega fjallablámann, ís og eld, en nú orðið er sá skilningur að blái liturinn tákni hafið.
Ísland bezt í heimi!
Landsbankaskvísa
Hvað haldiði! Ég er bara komin með vinnu í Landsbankanum! Yndislegt að vera ekki lengur með áhyggjur af atvinnumálum :) Nú er ég í fríi á Íslandi þangað til ég og ástmaður minn förum til Amsterdam, Brussel og Parísar 11. - 20. apríl, svo kem ég heim og byrja að vinna þann 21.apríl :) Starfsheitið mitt verður sem sagt þjónustufulltrúi, og verð ég staðsett í Austurstrætinu - ég hlakka bara mikið til að byrja að vinna! En hlakka þó fyrst til að fara í Evrópureisuna :þ Á meira að segja afmæli 17.apríl og þá verðum við í París... ekki slæmt ;)
Bæjó
Afmælisdagur kaupmannsins
Ástmaður minn á afmæli í dag!
Brandur er 24 ára í dag - Til hamingju ástin mín*