mánudagur, nóvember 29, 2004

Lokaverkefni FINITO!!! :)

Jæja núna er ég búin að skila lokaverkefninu!! :) Fórum upp í skóla áðan og létum binda inn 3 eintök og skiluðum inn á skrifstofu... Eigum reyndar eftir að prenta út 3 stykki í viðbót (fyrir mig, Jónas og fyrirtækið) en við förum ekki í það mission fyrr en eftir prófin.
Þannig að nú er bara að demba sér í próflestur... þó fyrr hefði mátt vera ;) en það eru samt bara 12 dagar þar til ég verð búin í prófum þannig maður hlýtur að þrauka þetta af!!

EN best að fara að lesa... próf á fimmtudaginn :S
l8ter

föstudagur, nóvember 26, 2004

Óður til baðs

Bað er snilld... kom heim áðan þvílíkt þreytt eftir æfingu. Vorum fyrst á klukkutíma inniæfingu og svo var farið út að hlaupa í hálftíma...og þetta var ekkert smá hlaup úfff! Þannig ég ákvað bara að skella mér í bað. Setti svona deapheat freyðivökva í, sem á að losa mann við alla verki og lætur mann slaka alveg á :) Þetta var rosalegt, svo var ég líka með 3 ilmkerti mmmm já bara rosalegt! Þarf greinilega að gera þetta oftar.
Svo eiga mamma og pabbi 27 ára brúðkaupsafmæli í dag! Til hamingju turtildúfur :)

Til Sigrúnar

Jæja þá er loksins komið að Sigrúnu sys... ekki hægt að gera upp á milli systra ;) Held að Óskari bró sé nokk sama um þetta allt saman hehe
Sigrún er gift Leifi og þau eiga 2 börn.

Hér er sæta fjölskyldan: Sigrún, Kolbrún Ósk með húfuna, Eyrún Alda og svo Leifur :)
(sorry myndin er e-ð á mis...varð að taka hana út)

Sigrún, Eyrún og Kolbrún eru búnar að vera hérna á Íslandi síðan í ágúst en fara aftur til USA þann 16.des næstkomandi :( En þær koma nú fljótlega aftur, því hele familien er að plana að koma alveg heim næsta vor :)


Sjáiði bara... önnur mynd af Eyrúnu... hún er náttlega algjört rassgat

Annars er Sigrún sú skipulagðasta af okkur systrunum, kannski ekki erfitt þegar það er miðað við okkur vitleysingana (ég+Alda) ;) Hún er líka massa kokkur... uppáhaldið mitt er Sigrúnarréttur, súkkulaðikakan, kanilsnúðarnir og gulrótarkakan mmmmm... :þ
Fyrir mér hefur Sigrún alltaf verið fullorðin... frekar skrýtið já en það er svona að vera yngst, hún er alltaf stóra sys sem veit allt :) Samt er hún bara 4 árum eldri en ég hihi


EN jæja nóg í bili
L8ter




miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Til hamingju!

Haldiði að bloggið mitt sé ekki 2 mánaða í dag :)
Til hamingju Glóulingur!!!


En ég ætla nú ekki að tapa mér í veisluhöldum... fæ mér bara Pepsí max & nammi :) Annars er lífið bara nokk normal núna... ætla að læra og þvo í kvöld... úfff ekki veitir af :S Svo tekur maður sér líklega pásu fyrir Americas top model þáttinn... yrði alla vegna ekki hissa ef það gerist :þ
Alda fór svo á Stykkishólm í gær (that special someone á víst heima í sveitinni) og hún kemur ekki aftur fyrr en á morgun... þannig ég er bara e-ð ein að væblast hérna í Blíðheimum... frekar skrítið...en samt fínt :)
En jæja best að fara að gera e-ð af viti
L8ter

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Jibbý :)

Núna erum við Jónas búin að skila lokaverkefninu til leiðbeinanda!! Gleði gleði :) Eigum auðvitað eftir að lesa það yfir í svona hundraðasta skipti og prenta það svo út... en þetta er þvílík gleðistund... eða móment of happyness ;)
Svo setti ég persónulegt Skype met í gær... talaði við sama aðilann í 4 klukkutíma... rosalegt alveg hreint! Veit ekki hvort maður eigi nokkurn tíma eftir að bæta það met ;)

Anywho... ætla að slappa aðeins af áður en ég fer á æfingu
L8ter

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Sunday bloody sunday

Halló Heimur
Var að koma frá mömmu & pabba, en þau buðu Hjálmari frænda og okkur öllum í læri ... jammí. Lokaverkefnið er alveg að verða reddý... loksins :) Hitti Jónas eftir smá stund og klárum þetta í dag held ég bara. Það er búið að vera heljarinnar törn síðustu vikur og vá hvað verður mikil gleði þegar þessu verður skilað!
Prófin eru svo 2.des, 6.des og 10.des og maður þarf að vinna svoldið mikið upp þar, því allt púðrið hefur farið í lokaverkefnið :S En þetta reddast ;)

Svo dreymdi mig voða skemmtilegan draum í nótt.....en ætla ekki að fara út í það nánar ;) Ég vaknaði alla vegna í voða góðu skapi :)

En lokaverkefnið kallar á mig!!
L8ter

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Bylgja.... sakna þín ;)

Halló Heimur
Frá mér er ekkert spes að frétta, nema er á fullu í lokaverkefninu. Eigum að skila því til leiðbeinanda fyrir 30.nóvember... Held að við Jónas ætlum nú að reyna að skila því fyrr... því að fyrsta prófið er svo 2.des úúffff :/ En þetta kemur allt í ljós ;)

Annars sakna ég nú smá Bylgju minnar, hef ekki heyrt í henni lengi og er að fá fráhvarfseinkenni: pirruð, alltaf svöng, síþreytt... hér er einmitt mynd af henni þegar við fórum í Kringluna í sumar.




Svo var ég að enda við að kaupa mér nýjan cd... til að hlusta á þegar ég tek mér pásu frá lærdóminum... var einmitt að skanna "coverið" inn áðan. Þetta er góður diskur, Hasselhoff klikkar seint!!



En jæja... kveð í bili
L8ter


laugardagur, nóvember 13, 2004

Æiiiii

Vá hvað ég væri til í að vera þessi í smá stund, bara kúra og hafa engar áhyggjur ;)



Annars er ég bara á fullu í lokaverkefninu... mest lítið að frétta.
L8ter

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

43 dagar til jóla

Halló
Vorum að keppa fyrr í kvöld við Hauka, og það gekk hræðilega ): Guðmunda átti samt stórleik, skoraði 8 mörk! Ömurlegt að liðið nýti sér ekki þegar stórskyttan er sjóðandi heit ;) En svona er þetta bara.... #7 fékk næstum ekkert að spila, var kannski inná í 3 mín samtals og tókst að fá 2 mín brottvísun á meðan - úfff ekki jákvætt - nenni ekki að fara út í details hvernig þetta var.

Annars er maður bara að drukkna í skólastuffi. Lokaverkefnið fer núna á billion þar sem maður er búinn í öllum öðrum verkefnum...finally! Þannig það er spurning hvort mar fari á Ripp Fuel eða kaupi sér kaffivél?? Pæling.

Annars lifi ég fyrir jólin... þau eru alveg að halda manni gangandi, besta gulrót í heimi!




Kveðja #7

föstudagur, nóvember 05, 2004

Halló halló

Var að horfa á England-Frakkland frá EM 2004... úff rosalegur leikur!! Þetta var leikurinn þar sem Frakkland skoraði 2 mörk eftir að 90 mínútur voru liðnar. Ekki að ég sé svona rosaleg fótbolta bulla, þó mar horfi nú stundum á leiki, þá er þetta einn liður í lokaverkefninu mínu... mikil gleði þar á ferð ;)

Það eru komnar nýjar myndir af okkur Víkingsstelpum á vikingur.is....ótrúlega myndarlegt lið ;)

Svo er maður búinn að fá þær fregnir að við Alda sys þurfum að skila í búðinni 31.maí næstkomandi... þannig þetta verða síðustu jólin okkar saman hérna í Blíðheimum... :S Ætlum að reyna að gera e-ð crazy þessi jól vegna þess :)

En allavegna er að fara á æfingu í Réttó því að það er mót í gangi í Víkinni!

L8ter

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Til Öldu

Alda sys var e-ð að kvarta að ég skrifaði aldrei neitt um hana, en nú verður bætt úr því ;) Ekki að ég fái ekki overdose af henni daglega, þar sem ég bý með henni. En hún er svo ágæt stelpan að þetta er bara hið ljúfasta líf... oftast nær :þ
Alda hefur komið á plakat - ekki ég... held líka hún sé meiri plakats-týpa en ég! ekki að ég myndi ekki sóma mér vel upp á hvaða vegg sem er :D Hún virkar lítil á plakatinu, en hún er bara staðsett við hliðina á risa, þannig ekki láta gabbast! Svo var körfuboltinn ekki photoshoppaður inn á myndina, hún er í alvöru að snúa kvikindinu! þetta get ég ekki!




Alda er líka týpan sem planar svoldið fram í tímann... annað en ég ;) Hún liggur við ákveður á miðvikudegi í hverju hún ætlar að vera á laugardagsdjamminu.... svo líka dæmi þegar við vorum að horfa á TV fyrir stuttu, kom upp úr henni "Hey þetta er peysan sem ég ætlaði að gefa þér í jólagjöf!" Ok, í fyrsta lagi plönum gjöfina mína í október... í öðru lagi fæ ég greinilega ekki þessa peysu fyrst hún var að segja mér þetta... en hver veit kannski er hún að plata mig!

En stelpan er frábær knús knús og ég skal tala oftar um þig, (þ.e. ef hún verður ekki óð þegar hún lítur næst á bloggið mitt) ;)

L8ter

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Rosalegar fréttir!!

Villidýrið Elton John, eða EJ eins og ég kýs að kalla hann, er genginn út!!!
Já því miður HERRAR mínir... og dömur ....

.