þriðjudagur, mars 29, 2005

Frílok

Þá er páskafríið búið og vinnan tekin við á ný. Ég hafði það voða gott um páskana - fyrir utan hryllilegar morgunæfingar í handboltanum... en ég er nú að jafna mig á því ;) Núna eru bara 3 dagar í að sýningin hans Brands opni og mér sýnist þetta ætla verða rosa flott hjá honum. Hlakka þvílíkt til að sjá sýninguna - samt ömurlegt að ég missi líklega af opnuninni, því að það er fyrsti leikur í 8.liða úrslitum sama kvöld (31.mars) Ég er samt búin að biðja um óveður svo að það verði ófært til Eyja ;) Annars verð ég bara að koma seinna - en sýningin stendur alveg í 3 vikur.
En jæja, skrifa meira síðar - vinnan kallar
L8ter

miðvikudagur, mars 23, 2005

Páskafrí!

Jæja þá er maður alveg að komast í páskafrí :) Skrítið að vera í fríi án þess að þurfa gera nokkurn skapaðann hlut... því venjulega hefur maður þurft að læra og vinna upp verkefni.
Núna er u.þ.b. 1 og 1/2 mánuður í að ég fari til USA til Sigrúnar sys og family...hlakka rosalega til að hitta þau og auðvitað líka sjá USA og versla ;) Hérna eru litlu frænkulingarnir mínir - elska þessa mynd af þeim!
-
Ég er búin að kaupa mér Rís-páskaegg nr.9 nammi namm :þ Gjörsamlega missti mig í Bónus... keypti nebblega líka Quality Street, Apollo lakkrís, Mars, snakk, pepsí max, coca cola, Haribo hlaup og ís ;) En ég held nú að ég fái hjálp við að borða þetta.... vonandi :)
Morgundagurinn verður svakalegur, því að þá er hvorki vinna né handboltaæfing! Spurning hvað maður gerir af sér... það verður allavegna pottþétt sofið út :D

þriðjudagur, mars 22, 2005

Well - hef álíka mikið að segja og þessir tveir... en þið megið endilega segja mér e-ð skemmtilegt í commenta dálknum ;)

mánudagur, mars 21, 2005

Dymbilvika

Halló halló
Þá er Dymbilvika komin. Sem þýðir að ég þarf bara að mæta í vinnuna mánudag, þriðjudag og miðvikudag :) Yndislegt að fá 5 daga helgi!!
Annars var Víkingspartý hjá mér á laugardaginn... og ég held að það verði langt í næsta partý hjá mér! Það var samt alveg mjög gaman - fyrir utan ælu á stofuteppið, þrif á ælupilsi, glerbrot á svölunum og brotna bolla :S En þetta var bara of mikið fyrir mína litlu sál og ég komst aldrei í almennilegt partý stuð. Svona er þetta bara - handboltapartý eru aldrei þekkt fyrir að vera í rólegri kantinum ;)

fimmtudagur, mars 17, 2005

poormansbike

Núna er ákkurat mánuður í afmælið mitt :)


þriðjudagur, mars 15, 2005

Slappur þriðjudagur

Er í vinnunni núna... en býst við að fara heim. Er hálf slöpp ennþá og með þvílíkt kvef - ömurlegt :( Það er SVO leiðinlegt að vera svona slappur búhú!
Í gær horfðum við Alda sys á Bridget Jones: The Edge of reason. Myndin var ágætis skemmtun, þó að hún hafi stundum verið too much... en þetta var luvly systrakvöld :)
Svo er hérna enn einn spurningalisti ;)

You are 80% AriesHow much do you match your zodiac sign?

mánudagur, mars 14, 2005

Halló

Helgin búin og ný vinnuvika fædd. En jákvæða við það, er að þetta er síðasta heila vinnuvikan fyrir páska :) Í næstu viku er nebblega 5 daga helgi - frí fimmtudag, föstudag og mánudag!! Og það er yndislegt!
Leikurinn um helgina var slæmur... nenni ekki að tala um hann hérna :s EN það kemur leikur eftir þennan leik! Þannig það þýðir ekkert að leggjast í þunglyndi.
Mér var boðið í svakalegan kvöldverð í gær! 3 rétta veislu hjá foreldrum Brands. Í forrétt var humar og brauð, í aðalrétt var kjúklingur, sætar kartöflur og salat. Svo var frönsk súkkulaðikaka, jarðaber, rjómi og kaffi í eftirrétt..... þetta var ótrúlega gott! :þ

Hvað er annars framundan...
 • 19.mars FH-Víkingur m.fl. kvk
 • 24.-28. mars Páskafrí
 • 31.mars Fæ útkomuna úr STRONG (prófið sem ég tók um daginn)
 • 31.mars Opnunarsýning Brands
 • 31.mars, 2.apríl (6.apríl) 8 liða úrslit í handbolta kvk.
 • 1.apríl Brandur afmæli
 • 11.apríl Vala vinnufélagi afmæli
 • 16.apríl Afmælispartýið mitt
 • 17.apríl Ég afmæli
 • 18.apríl Alda Leif afmæli
 • 26.apríl Silla á að eiga kúlubúann
 • 7.maí Útskriftarsýning Unnar frá LHÍ
 • 16.maí María afmæli
 • 9.-24.maí Glóulingur í USA

Fer ekki lengra fram í tímann, því ég veit ekkert hvað gerist eftir að ég kem heim frá USA :)

föstudagur, mars 11, 2005

Svoldið magnað...

Egg fyrir "reykingafólk" .... sá þetta á b2.is
Ætli það sé sama súkkulaði og í venjulegu Kinder-eggi? Mér finnst það svo gott ;)

fimmtudagur, mars 10, 2005

Sigur - finally!

Halló Heimur
Við Víkingsgirls unnum Val í gær 26-18. Þetta var sko langþráður sigur enda erum við í næst neðsta sæti deildarinnar... Við spiluðum þvílíkt vel og allar gáfu sig 150% í leikinn. Eva Halldórs og Guðmunda stóðu sig eins og hetjur á bekknum. Hér er einmitt grein um leikinn sem Eva skrifaði á Víkingssíðunni. Nú er bara að halda svona áfram! Á æfingu í kvöld héldum við að verðlaunin fyrir sigurinn væri fótbolta upphitun - en nei nei allt kom fyrir ekki - það voru bara sprint (sprettir) og læti ;) Þannig nú er um að gera að vinna næsta leik líka, því að þá fáum við fússara á mánudaginn :þ
Næsti leikur er sem sagt á laugardaginn kl. 14:30 og keppum við á móti Stjörnunni! Þetta er heimaleikur - þannig um að gera að koma og hvetja okkur áfram :)

Annars prófaði ég að taka svona próf...Your Brain is 73.33% Female, 26.67% MaleYour brain leans female

You think with your heart, not your head

Sweet and considerate, you are a giver

But you're tough enough not to let anyone take advantage of you!

What Gender Is Your Brain?

miðvikudagur, mars 09, 2005

Fullt að gerast

Halló Heimur.
Í gær hitti ég MH-klúbbinn minn... það vantar ennþá nafn á okkur - þarf að leggja hausinn í bleyti hvað það varðar! En ég, Sigrún Ósk, María, Unnur, Beta og Dröfn hittumst á Vegamótum og fengum okkur gott að borða :) Við erum allar í sitthvorri greininni, frekar fyndið. Ég viðskiptafræðingur, Sigrún í félagsráðgjöf, María flugumferðastjóri, Unnur grafískur hönnuður, Beta í lögfræði og Dröfn í sjúkraþjálfun. Það vantaði bara Eyrúnu (verkfræði) og Ásu Maríu (læknisfræði). Eftir Vegamót hélt gleðin síðan áfram með því að fara heim til Unnar að fá sér ís, nema ég fór bara heim - alveg búin eftir takmarkaðan svefn nóttina áður og æfingu fyrr um kvöldið. En það var mjög gaman að hitta gellurnar, og við ætlum að tjútta saman um páskana, þegar Ása kemur heim frá Danmörku í páskafrí. Það eina sem skyggði á þennan hitting, var að á sama tíma var stórleikurinn Chelsea - Barcelona. Þetta var víst rosalegur leikur, 6 mörk skoruð og Chelsea komið áfram :) En svona er lífið... ekki hægt að gera allt híhí
Annars er það að frétta að í morgun fór ég í áhugasviðskönnunina STRONG. Prófið var haldið í íþróttahúsi HÍ og þetta var enginn smá spurningalisti... Reyndar þurfti ég að punga út 6.000 kalli, en ég held að þetta sé mjög sniðugt - sérstaklega fyrir óvissa kjána eins og mig ;) Ég fæ út úr þessu prófi 31.mars kl. 10... bara get ekki beðið! Eftir prófið skrapp ég heim til Brands og við fengum okkur Little Ceasar pizzu :þ Það voru steinbítskinnar með bankabyggi & sveppum og makkarónugrautur á boðstólum í vinnunni... langaði ekkert voða í það.
Svo er leikur kl. 18 í kvöld, Víkingur - Valur. Spennan í fyrirrúmi - allir á völlinn!!
Jæja farin að vinna!
L8ter

þriðjudagur, mars 08, 2005

Meira um Ronald...ekki fyrir viðkvæma

Já Ronald McDonald er gjörsamlega búinn að missa sig! Hann brjálaðist eftir handtökuna um daginn og er nú farinn að auglýsa fyrir samtök nautgripaástvina (SNÁV).
Fastlega búist við því að McDonalds keðjan söðli um og finni arftaka fyrir Ronald.

mánudagur, mars 07, 2005

Í tilefni mánudags...

Hvað gerðist um helgina hjá ykkur?....

laugardagur, mars 05, 2005

Eyrún Alda 4 ára

Eyrún Alda litla frænka er 4 ára í dag :) Til hamingju með afmælið hnoðrinn minn!
Koss & Knús!

Ég var að tala við Sigrúnu, Eyrúnu Öldu og Kolbrúnu áðan í Skype. Ekkert smá gaman að heyra í þeim :) Eyrún dýrkar Barbie og bleikan, þess vegna fær hún Birthday-barbie og bleika stafi með afmæliskveðjunni sinni :)

föstudagur, mars 04, 2005

Mchneyksli

Ronald McDonald var handtekinn í morgun eftir að grunur leiddi til þess að hann bæri ábyrgð á tyggjóklessu í hamborgara skóladrengs. Rannsókn málsins mun halda áfram næstu daga og verður Ronald yfirheyrður seinni partinn í dag. Þetta er mikið áfall fyrir stærstu skyndibitakeðju heims, þar sem að Ronald hefur átt hug og hjörtu meðal yngstu kynslóðarinnar í ótalmörg ár.

fimmtudagur, mars 03, 2005

Skjárinn skítugur?


Funny Bunny færir þér ókeypis skjáhreinsun!Fann grein hérna sem mér finnst nokkuð skemmtileg. Held að ég þjáist einnig af vægri félagsfælni... :/
Veit um einn sem þolir samt ekki þennan gaur... en ég held að hann lesi hvort sem er aldrei bloggið mitt þannig þetta ætti að reddast ;)

Merkilegt

Tékkið á þessu... nokkuð merkilegt!
Svo bakaði ég súkkulaðiköku í kvöld :þ Þvílíkur dugnaður, fann uppskriftina á s1.is og mér líst voða vel á hana! En ég skreyti hana á morgun og býst fastlega við að borða hana þá líka ;)
Annars býð ég bara góða nótt, á að vakna eftir u.þ.b. 7 tíma... obbobbobb ekki alveg nóg fyrir svefnfíkil eins og mig (,")
L8ter

miðvikudagur, mars 02, 2005

Mið vika

þriðjudagur, mars 01, 2005

Vilkommen mars

Loksins er mars kominn! Janúar og febrúar eru frekar daufir mánuðir, þannig að ég er óvenju glöð og bjartsýn í dag ;) Páskarnir eru í mars og það gerir mann ennþá ánægðari!
Baddý handboltagella í Víking á afmæli í dag/gær (29.feb) þannig ég vil óska henni til hamingju með afmælið! Þetta er risa stór afmæli, því að hún er 25 ára! Til lukku skvísa! :)

Hérna er einmitt Baddý táningur....

Einnig eiga Maggi kærasti Evu Bjarkar og Gummi kærasti Fíu píu afmæli 29.feb, báðir 25 ára! Og segi ég bara til hamingju allir sem eiga afmæli þennan merka dag :)
En talandi um allt annað - Matseðill dagsins hljómar ágætlega... en það er Gordon bleu með sveppasósu og rjómalöguð grænmetissúpa. Vona bara að þetta sé ekki innbökuð fita með ostasósu... kemur í ljós.
En vinnan kallar - L8ter