mánudagur, október 31, 2005

Komin heim frá Búdapest

Halló halló
Við komum heim frá Búdapest á fimmtudaginn síðasta. Borgin er alveg mögnuð! Þvílíkt flott hús, Dóná er rosaleg og allar brýrnar yfir hana (misflottar samt). Við settum örugglega göngumet, því ég hef aldrei á ævinni labbað jafn mikið á 6 dögum. Samt var eins og maður hafi ekki séð nógu mikið... en maður fer bara aftur einhverntíma seinna ;) Allur matur og drykkir voru svakalega ódýrir, enda flest allar máltíðir voru undir 1.500 kr fyrir okkur saman. Vorum samt ekki að borða á ódýrustu stöðunum ;) Það eina sem var neikvætt við þessa ferð var að ég fékk matareitrun :( Já nú hef ég prófað það - og þvílíkur hryllingur. Hef aldrei á ævinni liðið jafn illa, enda var ég veik í viku :( Þannig auðvitað setti þetta strik í ferðina, en við reyndum bara að gera það besta úr þessu. Ég gat pínt mig áfram til að labba um og versla smá, en lítið um fínan mat og drykki og allt sem því fylgir :( En ég meina við eigum inni fleiri utanlandsferðir :Þ
EN núna ætla ég að fagna að ég sé ekki lengur sjúklingur - heldur á batavegi :) Sem þýðir að ég ætli að leggja mig ;)
L8ter

mánudagur, október 17, 2005

3 dagar

Vá hvað ég er fegin núna, var að enda við að klára heimaprófið mitt í Borgarlandafræði. Veit nú ekki alveg hvernig mér gékk... en ég held ég nái nú alveg ;) Hef aldrei farið í heimapróf, þannig ég er ekki alveg að grípa þetta. En kemur bara í ljós!
Svo erum við Brandur að fara til BÚDAPEST eftir 3 daga!!! Get eiginlega ekki lýst því með orðum hvað ég hlakka til ;) Ætla nú samt að reyna að vera dugleg að læra þangað til að ég fer - bara til að friða samviskuna.
L8ter

þriðjudagur, október 11, 2005

Áfram Yellow Bike

Alda sys var að hringja í mig rétt áðan :) Rosa gaman að heyra í henni - enda ekki heyrt röddina hennar síðan 11. september :( Hérna eru myndir af henni í nýja búningnum - en liðið hennar var að fá nýjan styrktaraðila - Yellow Bike, og því heitir liðið hennar núna Yellow Bike Den Helder :)


Alda er þarna hægra megin við jakkafata manninn, hún er númer 10

Þarna er hún líka, sjöunda frá vinstri - langflottust ;)

mánudagur, október 10, 2005

10 dagar

Jæja þá er Stórholtið aftur orðið barnlaust... Það gekk rosa vel að passa Kolbrúnu, hún var dugleg litla stelpan :) Við gerðum margt skemmtilegt, fórum meðal annars á róló, í Perluna, í labbitúr, í Kringluna, í sund, og út að borða ;) Held að henni Kolbrúnu hafi fundist lang skemmtilegast í sundi - og reyndar mér líka hihi Við fórum bara tvær í Sundhöllina og það var þvílíkt stuð hjá okkur. Svo fórum við út að borða strax eftir sundið, Brandur kom og náði í okkur. Svo var stelpan orðin svakalega sybbin þegar við komum heim, enda svaf hún til 9:30 daginn eftir hehe (Ekki var það nú slæmt ;)) En við Brandur komumst samt að því að svona pössunartörn er þvílík getnaðarvörn ;) Hey þetta rímar!
Svo buðu mamma og pabbi okkur í þvílíkan mat á sunnudagskvöldið, þegar við skiluðum Kolbrúnu. Fengum nautasteik, bakaðar kartöflur og berniesósu (kann ekki alveg að skrifa það...) Svo var ís, perur, rjómi og súkkulaðisósa í eftir rétt :þ rosalegt alveg hreint! Takk aftur fyrir okkur! Ég frétti svo að Sigrún og Leifur hafi haft það rosa gott og kósí tvö saman í Englandi... enda ekki oft sem þau eru svona ein.
Svo fékk ég próftöfluna í dag. Ég fer í 3 lokapróf - 13. , 15. og 16.desember. Svolítið þétt prógram, en æðislegt að vera komin í jólafrí föstudaginn 16.desember :)
Núna er ég að fara að halda áfram að lesa í Urban Geography... það er nebblega heimapróf næstu helgi. Hef aldrei farið í heimapróf áður - en ég vona að það reddist nú.
L8ter (p.s. 10 dagar í Búdapest :))

þriðjudagur, október 04, 2005

Smá fréttir

Haldiði að ég og ástmaður minn séum ekki bara á leiðinni til Búdapest þann 20.október :) Vorum að panta og borga farið í hádeginu. Við ætlum að vera í heila viku og komum því heim 27.október. Reyndar er þetta á sama tíma og Iceland Airwaves, sem við vorum búin að ákveða að fara á... en nú fer bara sá peningur upp í ferðina í staðinn ;) Mmmm get ekki beðið eftir að kúra á hótelherberginu, fara í göngutúr og skoða magnaða borg, versla, drekka öl og borða dýrindis mat! Svo er víst einhver hausthátíð í Búdapest 21. - 31. október, ákkúrat þegar við verðum þar, þannig það verður endalaust hægt að gera og skoða :)
Svo erum við að fara að passa Kolbrúnu Ósk litlu frænku frá fimmtudeginum 6.okt. til sunnudagsins 9. okt. Hún ætlar að gista hjá okkur meðan að Sigrún sys fer til Bristol að skoða aðstæður.
En jæja, er að fara að læra...