miðvikudagur, desember 29, 2004

Fræðingurinn Eygló

Jahérna hér, haldiði að ég sé ekki bara orðin viðskiptafræðingur! Búin að ná öllum prófum, sko stelpuna ;) Fékk símtal í dag frá kennaranum mínum, og hann sagði að hann hefði gert mistök og að ég hefði átt að fá mun hærra en ég gerði (fékk fyrst 5 og féll) Þannig kennarinn bara baðst afsökunar og vonaði að þetta myndi bjarga áramótunum! :) Ég var búin að gera dauðaleit af glósunum og búin að vera á á bömmer yfir þessu öllu saman... en ég er þvílíkt ánægð núna þannig það skiptir ekki máli ;) Brautskráningin er samt ekki fyrr en 29.janúar, þannig maður hefur nógan tíma til að undirbúa gott teiti :þ
Annars er ég enn smá slöpp...fyrir utan það er allt í blóma
L8ter

þriðjudagur, desember 28, 2004

Veikindi í Blíðheimum

Halló Heimur
Já vá langt síðan ég hef skrifað. Jólin eru búin að vera yndisleg :) er samt veik núna ekki nógu gott...vona að mér verði nú batnað fyrir áramótin ;) Svo er Alda sys í útlöndum, að keppa fyrir Ísland í körfu, en hún kemur heim 30.des. Úfff nú þarf ég að leggja mig aftur... ferlega leiðinlegt að vera veikur!
L8ter

fimmtudagur, desember 23, 2004

Þorláksmessa

Halló Heimur
Trúi ekki að það sé komin Þorláksmessa :) Jólin bara á morgun, jahérna! Ég er búin að kaupa allar jólagjafir, sem betur fer, þarf bara núna að klára að pakka inn. Svo gæti vel verið að maður plati einhvern niðrí bæ í stemninguna. Annars bara hafið það gott á Þorláksmessunni, l8ter

Núna er 1 dagur til jóla

miðvikudagur, desember 22, 2004

Kjúlli er góður

Huummm fyrri partur dagsins í vinnunni fer oftast í að bíða eftir hádegismatnum... í dag er: Steiktur kjúklingur með countrykartöflum og sveppasósu. Spergilkálssúpa er líka á boðstólum. Nammi namm :) En á morgun er: Skata og saltfiskur með tilheyrandi, auk þess er hrísgrjónagrautur.... ööö ekki alveg að gera sig - spurning hvort maður dragi Öldu sys ekki bara eitthvert annað í hádeginu hihi

Úúfff hvað mig langar heim upp í rúm að kúra!!

Núna eru 2 dagar til jóla

þriðjudagur, desember 21, 2004

smitten tuesday

Búin að kaupa næstum allar jólagjafir!! Þvílíkt afrek í gær :)
En aftur vil ég vara ykkur við Jólasveininum.... annars er ég bara ágæt.
l8ter


Núna eru 3 dagar til jóla

mánudagur, desember 20, 2004

Crazy monday

Hef nú mest lítið að segja... er bara í vinnunni að teikna skurði inn í tölvuforrit sem heitir Lukor Arcmap ;) Ávallt gleðin við völd! Á ennþá eftir að kaupa nokkrar jólagjafir... ekki alveg nógu gott :S Redda þessu bara eftir vinnu, gott plan :þ
L8ter


Núna eru 4 dagar til jóla

sunnudagur, desember 19, 2004

Halló Heimur
Er að horfa á Em í handbolta kvenna. Passið ykkur samt á
Jólasveininum!!!
L8ter


Núna eru 5 dagar til jóla

laugardagur, desember 18, 2004

Jóla-Partý

Halló Heimur
Nú er sko partý í kvöld!! Það er jólaþema :) var allt of sein að ákveða þema...þannig um að gera að hafa bara eitthvað auðvelt :þ Svo var Sigrún Ósk vinkona að klára prófin sín í gær, því er líka tilvalið að fagna því innilega! Jónas snilli var búinn að lofa að kíkja, þannig eins gott að hann standi við það! Svo gleymdi ég víst að bjóða Bylgju (segir hún ;))...við erum bara svo nánar að mér finnst bara að allt sem ég veit, það veit hún!! :D Svo koma náttlega María, Helga Björg og Unnur allar ómissandi í blönduna! Eva Björk ætlar líka að koma, alltof langt síðan ég hef séð hana! Hlakka þvílíkt til :) Tulla og Begga Íris eiga alla mína samúð fyrir að vera ennþá í prófum, en vonum að þær verði með í anda. Sigurjón er fastur í einhverju fjölskyldu vitleysu, en það er allt í lagi því við tókum út djamm saman á fimmtudag hihi Svo er Alda og einhverjir vinir hennar sem ætla að tjútta með okkur!
Ef ég er að gleyma einhverjum, þá ekki taka því illa haha ég er naturally gleymin


Svo ætlaði Stýra (kisan hans Sigga sem er kærasti Öldu...vá hvað þetta var langt hihi) að koma aftur í heimsókn... ekki að Stýra sé ekki mesta krúttið....eeennnn partý í kvöld og jólatréið!!! Þannig kisa fór bara í pössun til ömmu sinnar ;) (mömmu Sigga)

Núna eru 6 dagar til jóla

(Vil taka það fram að okkar jólatré er miklu flottara og Stýra er miklu sætari ;))

föstudagur, desember 17, 2004

Wordless

Halló Heimur
Já NÚ veit ég að maður á ekki að djamma á fimmtudögum... sérstaklega þegar það er vinna daginn eftir :S Úff hvað þetta er búið að vera erfiður dagur, en ég fæ nú bráðum að fara heim sem betur fer!
Annars er ég að fara í útskriftarveislu til Bryndísar frænku seinni partinn í dag, gellan að verða stúdent :) Efast samt stórlega um að ég djammi, því það er partý hjá mér á morgun... maður verður nú að vera ferskur fyrir það, fyrir utan að það þarf að taka til, koma jólatrénu inn og skreyta ;)


Núna eru 7 dagar til jóla

X-mxis

Jahérna hér... var rétt í þessu að koma heim frá bænum.... var á tónleikunum X-mas 2004 í Austurbæ og það var þvílíkt gaman!! Dáðadrengir byrjuðu sjóið og þeir voru massa flottir! Ég náttlega held nokkuð upp á þá... en svo voru líka Hoffman sem komu þvílíkt á óvart, og voru rosa góðir!!! Mæli með þeim pottþétt! Með Hot Damn þá voru þetta þeir þrír aðilar sem stóðu uppúr... en auðvitað voru allir sem voru flottir á tónleikunum! t.d. Brain police, Botnleðja, Jan Majen, Mugison... ég bara man ekki meir eins og stendur... en hljómsveitirnar tóku allar a.m.k. eitt jólalag og því er maður í þónokkrum jólafíling eftir þetta djamm! Svo eftir tónleikana kíktum við á Hverfis, en þar var e-r trúbbi... veit nú ekki alveg með hann (erfitt að dæma eftir að hafa verið á snilldar tónleikum...) þannig við fórum á Celtic í nokkurn tíma þar er ávallt stemmari hihi gerði þar hluti sem ég mun einungis segja mínum nánustu hehe :D
Enduðum svo á Nonna bitum mmmm (fékk mér nauta og ostabát :P sluuuurp) og fórum svo heim :)
Alda sys var meira að segja vakandi þegar ég kom heim, þannig mér tókst að bögga hana fyrir svefninn... svo er spurningin ... Tekst mér að vakna í vinnuna á morgun??! ;)

fimmtudagur, desember 16, 2004

X-Mas 2004

Halló Heimur
Haldiði að ég sé ekki mætt bara í vinnuna! Jahérna hér... ekki mikið jólafrí hjá mér :( En ég var heppin að fá vinnu á Orkuveitunni, því það er svo erfitt að fá vinnu núna ;) Var ráðin út janúar, en svo veit maður ekki hvað tekur við...lifi í óvissunni bara :þ

Svo eru Sigrún, Eyrún og Kolbrún farnar til USA... vona að ferðin gangi vel, því þetta er ekkert smá ferðalag! Hugsa til ykkar vitleysingarnir mínir ;)

Annars er ég að fara á X-Mas tónleikana í kvöld! Sigurjón ætlar að mæta til mín og við ætlum að fá okkur nokkra öllara og fagna próflokum almennilega :) Síðan förum við á tónleikana og svo kemur bara í ljós hvert ferðinni verður heitið...

Núna eru 8 dagar til jóla


miðvikudagur, desember 15, 2004

Vörnin búin!

Nú er ég búin að verja lokaverkefnið!! Þannig allt skólabögg er BÚIÐ! nú er bara að bíða eftir einkunnum... Vörnin gekk bara vel held ég þannig við Jónas erum þvílíkt sátt :)
Annars eru Sigrún systir, Eyrún og Kolbrún dætur hennar að fara til USA á morgun, þannig ég ætla að hoppa upp til þeirra og hanga með þeim ;)
L8ter

Núna eru 9 dagar til jóla

þriðjudagur, desember 14, 2004

Go play

Halló Heimur
Þá þarf maður að verja lokaverkefnið sitt á morgun, þannig að ég hitti Jónas í kvöld og við klárum glærusjóið. Svo er ég ennþá að reyna að ákveða mig með handboltann... verð að fara að drífa í því!!
Annars er jólatréið ennþá úti á svölum... það fær nebblega ekki að koma inn fyrr en allt er orðið hreint...vonum bara að það fá bráðlega að koma inn, vorkenni því pínu að vera þarna úti í kuldanum :S Mér var nebblega einu sinni kennt að tré eru lifandi ;)
Stóra spurningin er síðan hvað á jólatréið að heita?!?!

Núna eru 10 dagar til jóla

mánudagur, desember 13, 2004

Jólatré

Ég og Alda erum búnar að kaupa jólatré :) Nú þurfum við bara að taka almennilega til...svo verður skreytt ;)

Núna eru 11 dagar til jóla

sunnudagur, desember 12, 2004

Hótel Borg

Halló Heimur
Fór áðan með mömmu, ömmu, Sigrúnu sys, Svönu, Rakel og Bryndísi frænkum á Borgina. Voða jóló og huggó, fengum okkur kaffi og köku :) Er svo að fara núna yfir til Svönu (en þau eiga heima á 6F en ég á 6B ;)) og er að fara að lita augabrúnir og augnhár fyrir Rakel, Bryndísi og Sigrúnu... reyna að gera þær ennþá sætari fyrir jólin :) Það er svona... greinilega ættgengt að vera ljós á brún :þ
L8ter


Núna eru 12 dagar til jóla

.

laugardagur, desember 11, 2004

Djamm dauðans

Halló Heimur
Gærkvöldið var snilld! Kvöldið byrjaði á leiksýningunni Peysufatadagurinn sem var haldin í Mosfellsbænum. Þetta var frábær sýning og fór Steini (félagi Tullu) á kostum!! Auðvitað þurfti ég lenda í spotlightinu... því að ég ákvað að fara á klósettið rétt áður en sýningin átti að byrja. Hélt nú að ég myndi ná að komast aftur í sætið mitt áður en sýningin byrjaði... en nei nei þegar mín ætlaði að læðast inn þá var ákkurat ljóskastari á dyrnar og tóku ALLIR í salnum eftir mér :S Hljómsveitin hafði stillt sér upp við hliðina á dyrnum og liggur við að ég hafi bara labbað á einhvern í hljómsveitinni... maður hefði nú bara átt að láta eins og ekkert væri og byrja að syngja með ;) EN ég auðvitað fór bara í klessu og dreif mig í sætið mitt hihi
Eftir leiksýninguna þá fórum við í 4 manna sýru-partý þvílíka ruglið og þaðan var töllt niðrí bæ.

Svo lenti ég í stelpu niðrí bæ sem vildi endilega kyssa mig... hún bara labbaði upp að mér og bullaði eitthvað um hvað ég væri flott og vildi kyssa mig fyrir framan kærastann hennar... úffff þessir stelpukossar! það er eitthvað sem ég mun aldrei skilja... þannig ég bara þakkaði fyrir áhugann og afþakkaði gott boð ;)
EN úfff þetta var alvöru djamm! Snilld takk fyrir mig

Núna eru 13 dagar til jóla
föstudagur, desember 10, 2004

Búin í prófum!

Já Heimur góður... kraftaverkin gerast! PRÓFIN ERU BÚIN!! :)
Já og ég er líka búin að fara í afmæli til Öldu ömmu og fékk þar kökur og allskonar gotterí :P Til hamingju með afmælið amma mín (ekki að hún skoði einhverntíma bloggið mitt, eða noti tölvu bara almennt ;))
Svo er ég auðvitað búin að fara í el Stató og kaupa þar drykkjarvörur... sem eru nauðsynlegar til að losa sig við allt óþarf og úrelt lærdómsvit sem er að fylla hugann!! Ég er sko að fara á leiksýningu í Mosfellsbæ með Bylgju vinkonu... það verður garenteruð skemmtun ;) Svo er bara djús og djamm eftir á í miðbæ Reykjavíkur... gerist ekki betra :)

Núna eru 14 dagar til jóla


fimmtudagur, desember 09, 2004

Einn sólarhringur í próf

Jæja þá hefur maður sólarhring til að fylla heilann að allskonar skemmtilegum hugleiðingum um Business to business marketing... vona svo það besta ;)

Núna eru 15 dagar til jóla


miðvikudagur, desember 08, 2004

2 dagar eftir af próflestri...

Halló Heimur
Tja ótrúlegt bara að tíminn sé virkilega að líða... eftir tvo sólarhringa er ég búin í prófum!! Þá á Alda amma líka ammæli, og þá verður sko veisla! Amma er nefnilega þekkt fyrir að búa til bestu kökur í heimi :) Síðan er það bara alltaf þannig að þegar amma á afmæli þá eru jólin bara komin! (skemmir ekki heldur fyrir að prófin séu búin líka ;))

En þar sem að ég bý nú í blokk... þá væri frekar fyndið að lenda í þessu.... :)

Núna eru 16 dagar til jóla


þriðjudagur, desember 07, 2004

Ég er ekki dreki

Jæja núna er þjálfi búinn að hringja í mig og segja að þetta hafi verið misskilningur hjá mér... Segir að hann hafi meint að ég yrði ekki í 14 manna hóp þegar við keppum. Ég veit ekki, þetta er e-ð skrýtið...það er náttlega alltaf hægt að segja svona eftir á. Hann nefndi ekki einu orði um það að hann væri að tala um leikina en ekki almennt, og það er náttúrulega risastór þáttur í þessu sem hann hefði auðvitað átt að taka skýrt fram! Annars hef ég sterkar skoðanir á þessu máli, sem ég ætti bara að hafa fyrir sjálfa mig. Þetta er bara leiðinlegt, en gott samt að vita núna að ég má æfa með stelpunum.
Anywho, ætla ekki að babla um þetta meira, þetta er búið og gert! Ætla að hugsa mig aðeins um hvað ég geri... hvort maður mætir á æfingu aftur, eða hvort maður fer bara í e-ð allt annað. Það fólk sem þekkir mig (t.d. Lafðin ;)) veit hvað ég get orðið rosalega sár... ;S
Takk fyrir kommentin, maður veit sko hver það er sem styður mann, no matter what! ;)

Er annars bara í góðum fíling, lærdómur í fullum gangi og síðasta prófið mitt á föstudaginn!!! Taumlaus gleði framundan! Svo hef ég ákveðið að hætta að blóta flotta jóladagatalinu mínu :þ

Núna eru 17 dagar til jóla


mánudagur, desember 06, 2004

"Þú ert drekinn"

Halló Heimur
Er frekar nýkomin heim eftir próf númer 2. Úfff þetta var erfitt og langt próf en vona að ég hafi náð... gekk svona lala.

Það nýjasta af mér er að ég er ekki lengur í handbolta í Víking :( Vegna mikils álags hjá mér (er að útskrifast í BS.Viðskiptafræði í Tækniháskólanum núna um jólin) þá gat ég ekki gefið kost á mér í leikinn við Gróttu/KR sem var núna á sunnudaginn. Það var próf hjá mér daginn eftir og ég þurfti að læra :( Hef aldrei sleppt leik áður sökum anna í skóla... en nú gat ég ekki annað, enda má ekkert klikka ef maður ætlar sér að útskrifast.
EN ekki nóg með það að vera á bömmer yfir því að þurfa að læra í staðinn fyrir að spila handbolta, þá sagði þjálfi að ég ætti ekki að mæta aftur á æfingu!!! Það væri bara ekki liðið að leikmenn væru að taka sér frí í leikjum út af prófstressi... Annað hvort mæti ég í leikinn eða fæ ekki að koma aftur á æfingu hjá Víking! Þannig ég var bara látin fara!! Víkingsgirls eru þá einum meðlimi færri núna... og á eftir að sakna þeirra mikið enda frábær hópur :S
Ég veit ekki... mér finnst þetta ósanngjarnt, en endilega commentið ef þið eruð með skoðanir á þessu máli! Hefði ekki verið nóg að taka mig úr hópnum og segja við mig að þetta væri ekkert vel liðið. Sem ég veit alveg, er ekkert stúbit... en maður er ekki að fá borgað fyrir þetta, og þetta er manns áhugamál. Og ég tek námið framyfir, ekki spurning og sé ekki eftir þessari ákvörðun minni! Svo er ég virkilega búin að vera að reyna að samræma skólann og handboltann, en það tókst bara því miður ekki í þetta skipti.

Hver veit kannski fá mamma og pabbi drauminn sinn uppfylltann og ég fer bara í körfu með Öldu sys ;)


En alla vegna hér kemur helv.. jóladagtalið


Núna eru 18 dagar til jóla


sunnudagur, desember 05, 2004

Þessi er örugglega fyndinn...

Núna eru 19 dagar til jóla

....Þjóðverjar klikka sjaldan.

laugardagur, desember 04, 2004

Próflestur allsráðandi

Próf á mánudaginn!! Úfff læri læri...

Núna eru 20 dagar til jóla

föstudagur, desember 03, 2004

3.desember

Halló Heimur
Þá er bara að byrja að læra fyrir næsta próf...Marketing Channels, eða Markaðslegar dreifileiðir eins og það kallast á góðri íslensku. úffff og já það er jafn leiðinlegt og það hljómar... EN maður þraukar þetta af, því nú eru bara 7 dagar þar til ég er búin í prófum!!

En ég ætla að hafa jólahúmors-dagatal á blogginu mínu - sama hvort hann sé fyndinn eða ekki ;)


Núna eru 21 dagar til jóla

fimmtudagur, desember 02, 2004

Fyrsta prófið búið - Bikarleikur

Vúhú!!! Þá er próf númer 1 búið :) Prófið var frá kl.13-16 í dag og mér gekk bara ágætlega, er rosalega fegin að það sé búið! Það er alltaf erfiðast að fara í fyrsta prófið, finnst mér allavegna.
Ekki fæ ég samt mikla pásu, því að ég á að mæta kl.18 upp í Vík. Við erum að fara að keppa í bikarnum, við Stjörnuna, rosalegur leikur!!!

En það er frítt á leikinn, þannig endilega komið í Víkina og hvetjið okkur Víkingspæjur ;) Leikurinn byrjar kl. 19:15.

EN jæja ætla að fara að undirbúa mig fyrir leikin ;)
L8ter