föstudagur, febrúar 25, 2005

Ohh boy

Föstudagurinn mættur eins og stormsveipur... Veit ekki alveg planið í kvöld, fyrir utan að það er æfing kl. 17 strax eftir vinnu - en það er djamm á morgun :) Mér er boðið í innflutningspartý til Tullu & Jónasar og svo er líka partý hjá Víkingsgirls. Ég verð að reyna að mixa þessu eitthvað saman, þetta reddast eins og vanalega ;) Hlakka alla vegna mikið til að sjá nýju íbúðina hjá Tomma &Jenna! :þ
Er þessa dagana á fullu í Quantum Leap - hver man ekki eftir þeim?! ótrúlegir þættir ;)
Sam og Al
Góða helgi!

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Frissi Fríski

Halló Heimur
Loksins er ég komin á ról! Er samt enn smá á mis og flökurt... gæti samt verið vegna þess að ég hef innbirgt allt of mikið Quality Street og kaffi :/ Vonum það bara ;) Það er svona þegar einhver úr vinnunni kemur heim frá útlöndum, allt vaðandi í nammi! Og ég nammisjúklingur og átfíkill bara get ekki hamið mig.
Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja varðandi handboltaleikinn Víkingur-Haukar, sem var á þriðjudaginn... held að það sé best að tala sem minnst um hann hérna. Það verður örugglega rætt nóg um það á æfingu í kvöld. Ömurlegt að hafa verið veik og ekki getað verið með liðinu mínu! Þó að mín nærvera hefði nú kannski ekki breytt miklu um úrslit leiksins, kannski einhverju??...... arg! En nóg um þetta, leggst bara í þunglyndi að hugsa um þetta!
Úfff nú er matartími í vinnunni - en ég er bara ekkert svöng. Afhverju fékk ég mér svona mikið af Quality??! Damn! Nú er ég hætt þessu rugli, borða bara venjulegan mat á matmálstímum! Ekki að mig langi mikið í gúllas... en það er á boðstólum í dag :( og á morgun er spánskur saltfiskur og appelsínukrapís, ekki er það nú skárra! En ég ætla nú ekki að kvarta yfir matnum hér í vinnunni, hann er nú oftast mjög góður ;)
En jæja beautiful people, ég er hætt að bulla í ykkur og ætla að fara að vinna! Er með Tenderfoot í eyrunum... mmm þeir eru alltaf jafn yndislegir :) Söngvarinn hjá þeim á víst að spila á Grand Rokk í kvöld ásamt fleirum... væri gaman að kíkja... hummm
L8ter

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Veikindi í Blíðheimum

Það er rétt hjá Tullu að önnur eins pása á glóuling hefur ekki litið dagsins ljós áður... Málið er að ég er veik :( ömurlegt, sérstaklega því að ég missi af risa leik! Við í Víking eigum að keppa við Hauka í kvöld nebblega.
En ég er alveg búin á því núna og ætla að leggja mig... hugsa til Víkingsgirls og vona að þeim gangi vel. Áfram Víkingur!!

föstudagur, febrúar 18, 2005

Hamborgari, Hrísmjólk og Pizzuveisla

Halló halló
Við komumst loks til Eyja í gær... en okkur gekk ekki nógu vel og töpuðum við leiknum 29-23 :( Ég náði að setja 4 mörk - langt síðan ég hef sett þetta mörg mörk í leik... en mér er illt alls staðar. Kom heim eftir ferðina, fékk mér pizzusneiðar sem Alda yndissys gaf mér (koss* til Öldu) og svo sofnaði ég fyrir miðnætti (það gerist bara næstum aldrei!)
Í hádeginu fékk ég hamborgara og franskar ala Maggi Orkuveitu kokkur - þetta var bara prýðisgóður borgari :) Fékk mér líka
Hrísmjólk sem var á boðstólum, en borða hana ekki fyrr en núna... er að fara að opna kvikyndið þegar ég er búin að skrifa þennan pistil ;) Ég hef aldrei áður smakkað Hrísmjólk... hummm þessi Hrísmjólk sem ég er með við lyklaborðið er með skógarberjasósu - hlýtur að vera gott :þ
Svo er æfing strax eftir vinnu kl. 17, æ það verður gott að hreyfa sig eftir svona leik (alla vegna gott eftir á). Síðan er manni boðið í pizzuveislu heima hjá Brandi í kvöld - mmmm ég bara get ekki hætt að borða pizzur ;)
Á morgun er ég síðan að fara í brúðkaup - það ætti nú að vera gaman :) þarf bara að finna mér dress...
En jæja Hrísmjólkin er að verða brjáluð!!!
L8ter

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Góðan daginn

Í dag á að reyna í þriðja sinn að fara til Vestmannaeyja að spila þennan blessaða leik. Ekkert hefur verið flogið í morgun, en það á að athuga aftur kl.11... maður er nú orðinn smá pirraður að bíða svona eftir að keppa einn leik :S
Ótrúlegt samt hvað vikan er fljót að líða. Það er strax kominn fimmtudagur aftur! Hey spá í því að í dag eru nákvæmlega 2 mánuðir í að ég verði 25 ára... þetta er nú bara fáránlegt! ;)

Hérna er svo mynd að stærsta yfirvaraskeggi í heimi - held að Brandur endi svona...miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Hotmail stækkun - Loksins

Ég mæli með því að fara eftir þessum leiðbeiningum! Geymsluplássið í Hotmailinu mínu stækkaði strax upp í 25 Mb! Þetta tekur enga stund ;)

Ég gerði þetta sjálfur og það virkaði fyrir mig. Ég tapaði ekki einusinni póstinum sem var í hólfinu mínu, en ég ráðlegg samt þeim sem ætla að gera þetta að taka afrit af þeim pósti sem má ekki tapast.

  1. Loggaðu þig inn á hotmail póstinn þinn.
  2. Farðu í options(hægra megin)>personal(vinstra megin)>my profile
  3. Breyttu landinu í United States og veldu Florida sem fylki. Póstnúmer skal vera 33332.
  4. Vistið og farið næst á http://memberservices.passport.net/memberservice.srf?lc%2043
  5. Smellið á Close my .NET Passport account. Eftir það þarf að smella á Contact Hotmail og velja Close my account.
  6. lokið Internet Explorer og skráðu þig út af MSN messenger.
  7. Skráðu þig aftur inn á hotmail.com og veldu activate my account.
  8. Nú þarf að fara í gegnum skráningarferlið aftur. Þegar þvi er lokið ætti að vera komið 25MB geymslupláss i pósthólfinu þínu og fljotlega ætti það að vera uppfært í 250MB.

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Flugi aflýst

Já fluginu til Vestmannaeyja var aflýst rétt í þessu... þannig ég fer bara á venjulega æfingu kl.18 í staðinn. Frekar pirrandi svona óvissa - en maður reynir að gera gott úr þessu ;) Kannski ég bæti fyrir þetta með því að fá mér pizzu á MEGAVIKU Dominos :þ Sé til hvernig stemningin verður hjá mér eftir æfingu...

Þetta er svoldið fyndið! Vinnufélagi minn sendi mér þetta áðan... maður verður að hafa hljóð á!

Þessi frétt finnst mér líka svoldið fyndin - „Það er sárt að láta sjóða sig. Leyfið humrum að lifa.“ Ég meina hversu sjúkt getur fólk orðið... kannski á mér eftir að hefnast fyrir að gera grín að þessu og verð humar í næsta lífi... :S

Kveð að sinni...

Risa kisa

Dagurinn í dag er tileinkaður þessum risa ketti. Þetta er örugglega rólyndis köttur sem er sáttur við húsbónda sinn.
Annars er ég að fara að keppa í kvöld við ÍBV - útileikur. Það er nú ekki alveg víst að það verði flogið... en það kemur í ljós. Planið er allaveganna: Flug kl. 17, leikur kl. 19:15 og svo flogið heim strax eftir leikinn. Áfram Víkingur!

mánudagur, febrúar 14, 2005

USA here I come

Jæja nú er ég búin að panta flugmiða til Bandaríkjanna :) Ég ætla nefnilega að heimsækja Sigrúnu systur og fjölskyldu sem búa í Blacksburg. Ég flýg til Baltimore þann 9.maí og kem ekki heim aftur fyrr en 24 maí :) Hlakka ekkert smá til!!

Dagur heilags Valentínusar

Já dagur elskenda er í dag! Ekki mjög íslenskt - en hver veit nema ég bregði mér í hlutverk Amber frá Arizona...


Á kallinn von á góðu...!?

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Daglegt líf

Halló frábæra fólk
Er ennþá í vinnunni, því ég mætti ekki fyrr en klukkan 10 í morgun :S Það var vísindaferð í gær með vinnunni og ég var bara alveg búin eftir hana! Tekur á að fara í svona ferð frá kl. 10- 22:30... En ferðin heppnaðist mjög vel og er ég búin að setja myndir frá ferðinni á myndasíðuna mína :)
Í dag bauð ég Brandi í hádegismat hérna í vinnunni, það var nefnilega BBQ rif, maisstönglar og heimalagaður ís á boðstólum :þ Þetta var yndislegt og vorum við eins og villimenn í matsalnum að slafra í okkur rif með puttunum ;)
Er annars að fara á æfingu kl. 18 - það ætti að vera stuð eins og vanalega... Það er leikur hjá okkur á laugardaginn við Gróttu/KR. Það verður erfiður og mikilvægur leikur. Bæði lið í botnbaráttu og Grótta/KR nýbúnar að vinna útlendingahersveitina frá Vestmannaeyjum í bikarnum... Leikurinn er í Víkinni kl. 14, þannig um að gera að koma og styðja okkur - ekki veitir af!
Auf wiedersehen

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Öskudagur

Halló
Ég er rétt í þessu að leggja af stað í vísindaferð með vinnunni. Við ætlum víst að fara á Njáluslóðir og kynnast nýju hitaveitu Rangæinga ;) Þetta er góð tilbreyting frá því sem ég geri vanalega, þannig ég er mjög sátt... sérstaklega eftir að ég frétti að við fáum humar :þ jammí
En þarf að drífa mig... má ekki missa af rútunni :)
L8ter

mánudagur, febrúar 07, 2005

Bolludagur

Úfff mánudagur mættur á svæðið... en það er nú bolludagur, þannig þetta ætti að reddast ;) Ég er bara búin að borða eina bollu... fékk hana í gær í eftirrétt. Manni var nefnilega boðið í mat til Brands... :) En ég ætla mér að borða fleiri bollur í dag... jafnvel að ég baki nokkrar bollur mmmm :P


Helgin var fín...á föstudag gerði ég ekki neitt, og þá er ég ekki að ýkja! Horfði reyndar á fyrri partinn af Idol, en svo var bara farið snemma að sofa. Á laugardaginn var leikur við Fram, sem gekk ekki vel og töpuðum við með 1 marki :( En um kvöldið fór ég með Þórhildi handboltafélaga með meiru og kærasta hennar á tónleika með Hjálmum. Tónleikarnir voru á Grand Rokk og það varð uppselt næstum strax! Hljómsveitin Ampop hitaði upp og voru þeir bara ágætir. Við fengum sæti næstum upp við sviðið, á gólfinu reyndar en um leið og Hjálmar byrjuðu þá ruku allir á fætur og byrjuðu að dansa... frekar fyndið að fylgjast með því :) Toppurinn á kvöldinu var pottþétt þegar að einn meðlimur Hjálma kastaði einum cd (Hljóðlega af stað, með Hjálmum.. en ekki hvað ;)) til áhorfanda. Einn risa gaur greip hann en rétti vin Þórhildar diskinn en hann gaf síðan Þórhildi diskinn! (Enda eini vitleysingurinn á svæðinu sem átti ekki diskinn hehe) Ég fékk það hlutverk að kissa risa gaurinn á kinnina sem þakklætisvott... og komst svo síðar að því að hann er í Brain Police! Magnað! En við skemmtum okkur konunglega og eigum örugglega eftir að endurtaka svona tónleikaferð aftur fljótlega ;) En hey, alveg rétt - var næstum búin að gleyma - það var einn gaur sem var alveg upp við sviðið sem var þvílíkt fyndinn! Hann var með tvær fléttur, svona tígófléttur og hann gat ekki hætt að dansa, líka þegar það kom smá pása! Við Þórhildur gerðum díl um að mæta báðar með svona tígófléttur á æfingu í kvöld... og það er spurning hvort að Þórhildur sé maður eða mús :D
Gærdagurinn fór síðan að mestu í það að hafa það gott með Brand. Fengum okkur Devitos pizzu, horfðum á fótbolta og Quantum Leap...verður varla betra ;)
L8ter

föstudagur, febrúar 04, 2005

Víííí

Halló Heimur
Já ég get ekki líst því hve glöð og innilega fegin að það er kominn föstudagur! Ég elska helgar! Já bara dýrka þær :)
Annars er plan dagsins að vera í vinnunni til kl. 16:3o og fara svo beint á æfingu sem byrjar kl.17 niðrí Vík. Svo gæti það gerst að ég fái mér djúsí kvöldmat :þ Býst svo fastlega við því að vera róleg í kvöld, því að við eigum leik á morgun við Fram. Leikurinn er á útivelli og byrjar hann kl. 15:00. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur og kemur ekkert annað en SIGUR til greina!

Svo eru myndirnar allar komnar inn og það er viðtal við mig á heimasíðu Víkings... Allt að gerast hjá Glóuling ;)

Sigrúnskí takk fyrir gjöfina frá USA, fékk hana í gærkvöld! Þetta passar og er rosa flott :) Ætla svo að prufukeyra eyrnalokkana á eftir ;) Koss***

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Gul eins og sólin

Ég bara get ekki hætt að taka svona próf... endilega deilið með mér ykkar lit ;)

YELLOW

You are very perceptive and smart. You are clear and to the point and have a great sense of humor. You are always learning and searching for understanding.

Find out your color at Quiz Me!

Myndir

Halló halló já nú eru myndirnar komnar inn. Kíkið HÉRNA! Á reyndar enn eftir að upload-a nokkrum, þetta tekur svo rosaleg mikinn tíma... en býst við að klára þetta í kvöld ;)
Annars er ég bara í góðum fíling, mætt í vinnuna fyrir klukkan 8 og allt :þ
L8ter

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Smá quiz...og ég er bara gott lag :)

Float On by Modest Mouse

"Bad news comes don't you worry even when it lands
Good news will work its way to all them plans"

Laid back and real, people appreciated you for you are in 2004.What 2004 Hit Song Are You?

Janúar liðinn

Halló Heimur
Já nú er janúar liðinn... og þetta er búinn að vera bara óvenju ágætur mánuður ;) Pabbi átti afmæli 2.jan, búin að fara 2x í bíó (Finding Neverland og Sideways), keppa 3 leiki (unnum bara einn af þeim reyndar), fór í klippingu, djammaði 3x, matarkvöldið ógurlega hjá mér, Sigrúnu Ósk, Helgu og Maríu, HM í Túnis, boðið í mat til Brands, tónleikar með Tenderfoot, leynivinavika í handboltanum, útskriftin mín þann 29.jan og svo endaði Silla mánuðinn með trompi að vanda því hún á afmæli 31.jan :) Til hamingju Silla mín!
Þannig greinilegt að það var fullt að gerast í janúar... nú er spennandi að vita hvort að febrúar toppi fyrsta mánuð ársins 2005...

Útskriftin mín var bara yndisleg. Athöfnin fór fram í Grafarvogskirkju frá kl.13-14:30 og hún tók mun styttri tíma en áætlað var, og slíkt gerir mig ávallt ánægða :) Klukkan 16 var veisla upp á 8.hæð fyrir mitt nánasta fólk. Mamma, pabbi, Eygló amma, Alda amma, Svana, Rakel, Alda, Bylgja og Brandur (skrifað í tímaröð, eftir því sem fólk mætti á svæðið ;)) borðuðu rosalegar kökur og brauðrétti mmmm :þ Eygló amma kom með pönnslur og Alda amma kom með Gústa tertu og Rögnu tertu, mamma gerði svo heitan brauðrétt, brauðtertu og marsipan tertu sem var merkt Eygló viðskiptafræðingur :)
Um kvöldið voru Brandur, Bylgja, Sigrún Ósk, Helga, Begga, Unnur Ýrr, Sigurjón og Víkingsstelpurnar í hörku partý í Blíðheimum. Það var stuð, sérstaklega þegar Víkingsgirls mættu á svæðið... þær voru búnar að hita ágætlega upp á barnum hjá Baddý (Rabbabar) Pabbi kíkti aðeins niður og kom hann með heillaskeyti sem var frá Sigrúnu sys og fjölskyldu í USA, það var gaman :)
Eftir mikið fjör, fullt af niðurhellingum og eftir að Guðmunda var búin að spá fyrir meirihluta partýgesta var haldið í bæinn, að sjálfsögðu! Ég komst að því að ég á eftir að eignast 3 stráka... veit nú ekki alveg með það hehe
Ég vil bara segja: Takk fyrir mig allir!!
Ég ætla að setja inn myndir af kvöldinu seinna í dag, en ég gæti gleymt því... þá koma þær inn eins fljótt og ég get ;)
L8ter