mánudagur, júní 27, 2005

Fyrirsögn

Halló Heimur. Ég bara trúi ekki hvað sumarið líður hratt... júní bara að verða búinn :S Stórholtið er alveg að verða tilbúið, erum búin að fá allt innbúið, nema eitt skrifborð og eftir að tengja þvottavélina. Scheize hvað er erfitt að vera þvottavéla laus - eins gott að maður keypti svona mörg föt úti í USA ;) Þannig ég býst fastlega við því að við Brandur eigum eftir að hafa eina góða þvottaviku um leið og búið er að tengja :)
Núna er bara klukkutími eftir af vinnudeginum. Planið er svo að fara í Espigerði að lita Sigrúnu sys. Svo nær Kaupmaðurinn í mig og við ætlum að fara í IKEA og Bónus að versla í matinn. Jafnvel að við eldum í fyrsta skipti í kvöld - Brandur á nú eftir að sanna sig sem kokkur, hef bara heyrt sögurnar sko :)
Svo er ég búin að ákveða að salta aðeins handboltann - held að ég meiki ekki svona mikið æfingaprógram með masternum, sérstaklega ef ég vil eiga smá líf með. Veit að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og allt svoleiðis crap - en held að viljinn minn sé bara ekki nógu mikið fyrir hendinni ;)

föstudagur, júní 24, 2005

Til lukku Spurs!

Þá er bara enn eina ferðina kominn föstudagur... Fór í vinnuferð í gær. Fórum m.a. í hvalaskoðun og sjóstangveiði á snekkju sem heitir Elding II. Við sigldum alveg í rúma 3 tíma, því við sigldum alveg frá Reykjavíkurhöfn að Sandgerði og svo aðeins til baka og fórum að landi í Keflavík. Það var ekkert voða gott í sjóinn, þvílíkur öldugangur. Enda varð ég hálf sjóveik, en um leið og ég stóð efst á bátnum og "surfaði" með öldunum þá leið mér betur. Tveir ældu og mörgum var bumbult í mallanum, en þetta var samt massa gaman hihi.
Svo horfði ég á úrslitaleik NBA í gærnótt, úfff varð nú smá þreytt - en rosa gaman að hafa séð leikinn! Spennandi leikur sem endaði með sigri Spurs :) Svo er maður bara í vinnunni núna, fékk pizzu í hádegismat :þ og get ekki beðið eftir að komast heim og fara í helgarfrí! Jafnvel að maður leggji sig eftir vinnu ;)
Góða helgi!

þriðjudagur, júní 21, 2005

Baby Hauksson

Halló Heimur, nú er frekar langt síðan ég hef skrifað hérna. Svoldið leiðinlegt að hafa ekki Internetið heima hjá sér... En stórfréttir vikunnar eru þær að Helga Björg vinkona mín og Haukur kærastinn hennar eignuðust 18 marka son þann 19.júní! Hjartanlega til hamingju með það! :) Það verður nú gaman að kíkja á stráklinginn, vonandi sem fyrst!

miðvikudagur, júní 15, 2005

Mamma átti afmæli í gær!

Halló halló
Gleymdi ég ekki bara að skrifa á afmælisdegi móður minnar! En mamma átti afmæli í gær :) Þá fórum við Alda til hennar strax eftir vinnu og létum hana fá pakka. Pakkinn var frá öllum hennar börnum og í pakkanum var úr. Til hamingju mamma mín!
Annars er maður bara frekar sáttur við tilveruna í dag, planið að fara í sund eftir vinnu með Öldu sys. Jafnvel að maður hitti Kaupmanninn líka í lauginni... það væri ekki slæmt ;) Svo er bara alveg að koma löng helgi, spurning hvort maður eigi ekki að skella sér á djammið??!

mánudagur, júní 13, 2005

Nerd.....

Komst að því um helgina að það var víst reunion hjá Hvassó um daginn. Ég var þar í 8.,9. og 10. bekk. Mér var ekki boðið... spá í því að bjóða ekki öllum í bekknum, hummm. Greinilega ekki vinsæla týpan í þeim bekk hehe ;)
Annars var helgin bara fín - Náði reyndar ekki að fara á sýninguna hennar Unnar - en ég bæti úr því fljótlega! Útskriftarpartýið hjá Öldu sys heppnaðist vel og flest allir yfirgáfu svæðið í annarlegu ástandi :)
Nú er bara 4 daga vinnuvika og held ég sé bara strax farin að hlakka til næstu helgi :þ

föstudagur, júní 10, 2005

Vinnuvikan að vera búin :)

Las það í DV í dag að dýralæknar í Moskvu hafa gert fyrstu kynskiptaaðgerð sögunnar á hundi, já ég segi það aftur hundi! Greyji hundurinn var víst að slást við annan hund sem beit undan honum gerseminar... Sagt var í fréttinni að læknarnir voru mannúðlegir að lóga honum ekki, heldur var hundurinn geltur, búin til á hann leggöng og sett smá silikon undir geirvörturnar á honum! Úffff!!!!!!!!!!!!! mannúðlegt, einmitt... :S
Svo fannst mér ein frétt frekar fyndin - en þar er hálfri blaðsíðu eytt í feitann knattspyrnumann sem raðar í sig hamborgurum og frönskum.... stórfrétt!! ;) Mig langar nú bara pínu í hamborgara eftir að hafa lesið þetta... kannski er þetta dulin auglýsing frá American Style??!!
-
Annars er bara fínt að frétta, mexican dagur í matsalnum og gulrótarkaka í eftirrétt :þ Á morgun er Alda sys að útskrifast og Unnur vinkona með opnunarsýningu á verkum sínum - mikil gleði framundan :)
Bið bara að heilsa í bili!

mánudagur, júní 06, 2005

Flutt!

Þá er ég búin að sofa 2 nætur í Stórholtinu, og bara svaka fínt! :) Tók líka risa skref í gær og bauð húsverðinum á gamla staðnum góðan daginn... held ég sé bara svona ánægð yfir því að fara :þ
Handboltinn að gera út af við þá gömlu - fékk bara massa í hnéin :S Það er svona að fara út að hlaupa í klukkutíma og svo lyfta lappir... svo á víst að vera Cooper test í dag - sé það ekki alveg fyrir mér gerast!
Annars er bara ný vinnuvika byrjuð og ég þarf víst að fara að vinna...

fimmtudagur, júní 02, 2005

Fréttainnskot

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik þurfti að sætta sig við tap gegn Lúxemborg, 48:57, í dag. Þetta var úrslitaleikur um fyrsta sætið og því er ljóst að stúlkurnar koma með silfur heim af leikunum.

miðvikudagur, júní 01, 2005

1.júní :)

Júní bara mættur á svæðið - welcommen! :) Brandur kom heim í gær, mikil gleði hjá Glóuling ;) Við fengum lyklana að Stórholtinu í gær og það verður byrjað að mála í dag! Óli, bróðir hans Brands á líka afmæli í dag, efast nú um að hann lesi bloggið mitt... en til hamingju samt sem áður ;)
Síðan komu Sigrún sys, Eyrún Alda og Kolbrún heim í morgun :) Leifur bara einn eftir í USA :( En það verður gaman að knúsa þær eftir vinnu :P
-
Svo erum við Valsstelpur að selja árskort hjá Iceland Spa & Fitness á 29.900 kall - eða 2.500 kr mánuðurinn - ekki mikið! Planið er nefnilega að fara í æfingaferð til Benedorm í lok ágúst og við verðum víst að safna fyrir því sjálfar... ;) Þetta virkar þannig að maður fær gjafabréf upp á árskort og ræður hvenær maður byrjar að nota það, sem er fínt fyrir þá sem eiga kort núna sem fer að klárast... Kortið gildir í öllum fjórum stöðvum, Baðhúsinu, Betrunarhúsinu, Sporthúsinu og Þrekhúsinu. Þú færð því aðgang að fjórum fullkomnum líkamsræktarstöðvum á verði einnar.
-
Baðhúsið býður konum á öllum aldri velkomnar í heilsulindina. Þar gefst kærkomin hvíld frá amstri hversdagsins í dekri og líkamsrækt.
Í Sporthúsinu er lögð áhersla á fjölbreytta íþróttaiðkun, á við körfubolta, fótbolta, skvass, tennis, golf, ásamt hefðbundinni starfsemi í líkamsræktarstöðvum og starfsemin sniðin að þörfum fjölskyldunnar.
Þrekhúsið og Betrunarhúsið eru hins vegar notalegar hverfisstöðvar þar sem lögð er rík áhersla á persónulega þjónustu.
-
Ef einhver vill fá sér svona kort - þá endilega commentið eða hringið í mig (617-6649) :)