föstudagur, apríl 29, 2005

Jahérna...





You Are 40% Normal

(Somewhat Normal)









While some of your behavior is quite normal...

Other things you do are downright strange

You've got a little of your freak going on

But you mostly keep your weirdness to yourself



How Normal Are You?

Flöskudagur

Halló Heimur
Er bara í vinnunni - það fer alveg að koma hádegismatur... hummm það eru pylsur með öllu og grænmetissúpa. Verst að ég á ekki klink til að kaupa mér kók :S Æ vatn er miklu betra... er það ekki ;)
Annars er maður á leiðinni á uppskeruhátíð handknattleiksdeildar Víkings í kvöld! Fæ að taka makann með, þannig þetta getur ekki klikkað :þ Það á að vera fínn matur og frír bjór, svaka stuð í Víkinni!
Well, that's it for now - Góða helgi!

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Stórholt 26

Helstu fréttir dagsins eru að ég og Brandur erum að fara að búa :) Við ætlum að leigja íbúð í Stórholti 26, fórum að skoða hana í gær. Íbúðin er á efri hæðinni og er bara frekar rúmgóð - alla vegna fyrir okkur tvö! Það er sameiginlegur inngangur með neðri hæðinni, samliggjandi stofa og borðstofa, (mjög skemmtilegur horngluggi á borðstofu sem snýr út að garði ;), eitt svefnherbergi, lítið baðherbergi og eldhús. Svo er sameiginlegt þvottahús í kjallara sem við deilum með gömlu konunni á neðri hæðinni. Gamla konan heitir dúllulegasta nafni sem ég hef heyrt, Magnúsína (,") Staðsetningin er þvílíkt góð, alveg miðsvæðis og stutt í allt það helsta ;) Íbúðin er ekkert smá sæt, og verður ennþá flottari þegar búið er að mála og alls konar. Við flytjum inn strax í byrjun júní, því að Brandur verður náttúrulega úti allan maí og ég í 2 vikur.
Þannig að það er nóg að hlakka til þessa dagana, USA eftir 12 daga og ný íbúð eftir mánuð!

mánudagur, apríl 25, 2005

Saga helgarinnar

Jahérna, þá er síðasta vika aprílmánaðar gengin í garð... ótrúlegt hvað tíminn flýgur!
Helgin fólst aðallega í rólegum stundum með kærastanum og vinum, þannig ég er bara frekar úthvíld og reiðubúin að takast á við verkefni vikunnar ;)
Á föstudaginn komu María og Helga til mín í mat, ég eldaði kjúklingarétt fyrir þær, sem ég held að hafi vakið ágætis lukku ;) .. vona ég híhí. Þær stöllur gáfu mér afmælisgjöf, rosa flott krem ("wake up" krem sem hentar mér örugglega príðisvel ;) og svaka flottar nærbuxur! úllalla :þ Seinna um kvöldið fórum við Brandur í bíó (erum voða mikið í bíó-pakkanum þessa dagana) en það kostaði bara 400 kr í bíó, þannig um að gera að nota það. :)
-
Á laugardaginn var sofið út og svo fór ég í Sporthúsið. Það var allsvakalega langt síðan ég fór síðast í Sporthúsið, núna er komið sjónvarp við hvert upphitunar/brennslutæki, geðveikt flott! Held ég verði að fara oftar þangað áður en kortið mitt rennur út!
Um kvöldið fórum við Brandur á opnunarsýningu hjá Ólafi, en hans sýning tók við af sýningunni hans Brands í Gel Gallerý. Þetta var frekar flott sýning - en samt ekki jafn flott og hjá Brandi! ;) Síðan fórum við í svakalegan mat hjá foreldrum Brands - úffff hvað þetta var gott; grillað svín, bakaðar kartöflur, salat og rauðvín með. Svo var bomba í eftirrétt, bökuð epli með marsipani, ís, súkkulaðisósa, toblerone, kaffi og Baileys. :þ
-
Á sunnudaginn var líka sofið út - en ekki hvað ;) Eyddi meirihluta dagsins með Bylgju minni og svo frekar snemma að sofa... þá er bara helgin mín komin í grófum dráttum!
-
Núna eru bara 2 vikur í að ég fari til USA :)
Svo átti hún Stella Thors 26 ára afmæli í gær, til lukku Stella mín! Þú færð link hjá mér í tilefni dagsins ;)

föstudagur, apríl 22, 2005

Gleðilegt sumar!

Sommer of 2005 bara mætt á svæðið - Vona að það verði jafn gott veður og síðasta sumar ;)
Yndislegt að það sé föstudagur! Það er smá mánudagsfílingur í vinnunni.... en svo er bara helgin að koma, luuuvvlý!
Á miðvikudaginn hringdi Aldís María frænka í mig, og bað mig um að gera sér greiða. Hún er nefnilega á naglasnyrtifræðinámskeiði (eða hvað sem það nú heitir ;) og henni bráðvantaði einhverja til að setja neglur á. Auðvitað reddaði ég frænku minni, enda ekki oft sem maður hittir á kvikyndið híhí ;) Þannig að nú er ég með MASSA flottar neglur, jii minn veit varla hvernig ég á að haga mér, svona mikil dama :þ Eftir þrusu skemmtilegan tíma með Aldísi og naglafélögum þá brunaði Aldís með mig í Regnbogann, þar sem að ástmaður minn beið með bíómiða handa mér* Við fórum á myndina Melinda-Melinda eftir Woody Allen, ásamt tveimur félögum Brands (Hjalta og Gumma) Þetta var mjög skemmtileg mynd, mæli með henni! :)
.
Síðan vil ég óska Öldu og Sigga til hamingju með árangurinn í körfunni! Þau fóru á lokahóf KKÍ á miðvikudaginn og fengu fjöldan allan af verðlaunum. Alda var valin í úrvalslið ársins og fékk verðlaun fyrir bestu vítanýtingu. Síðan var Siggi valinn í úrvalslið ársins og var valinn besti leikmaðurinn í karlaflokki! Verð líka að monta mig af Signý "systur" minni en hún fékk verðlaun fyrir flest fráköst að meðaltali og flest varin skot að meðaltali! Til lukku þið þrjú!!
Óskar brósi fékk líka mjög svo verðskuldaða þakklætisgjöf frá körfunni, en hann fékk flugmiða á NBA leik :)

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Lilli Stefánsson mættur á svæðið :)

Silla vinkona mín úr Val eignaðist lítinn strák í nótt! Hann var 11 merkur og 48 cm á lengd og þeim mæðginum líður vel :)
Til hamingju Silla og Stebbi!!

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Allt að gerast

Jæja þá er afmælis brjálaðið búið í bili :) Ég fór með köku í vinnuna í dag og hún heppnaðist bara ótrúlega vel! Ég er greinilega betri kokkur en ég hélt hihi. Ein í vinnunni sagði meira að segja að þetta væri besta súkkulaðikaka sem hún hefur smakkað (,") jahérna! (smá mont sorrý ;))
.
Núna eru 13 dagar þar til að Brandur fer til USA. Hann fer 2.maí og kemur ekki heim fyrr en 31.maí... :( En það ætti nú að reddast því ég fer í heimsókn til Sigrúnar sys og family 9-24 maí ;) Verður samt skrítið að sjá ekki Brand í heilan mánuð :S
.
Svo er ég búin að sækja um
MS nám í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum í Háskóla Íslands. Er nú ekkert að gera mér of miklar vonir að komast inn... hringdi nefnilega áðan upp í HÍ og maður fær ekki að vita hvort maður kemst inn fyrr en í lok maí. Þau eru svona lengi að fara yfir umsóknirnar því það voru svo margir sem sóttu um :/ Vonum bara það besta ;)
.
Í kvöld er ég að fara leyfa Unni vinkonu taka myndir af mér á nærfötunum... Hún ætlar að taka myndir af þremur stúlkum ,ljós-, dökk- og rauðhærðum, í svona gamaldags nærfötum (Pinup). Þetta er fyrir lokaverkefnið hennar í LHÍ ;) Hún á síðan eftir að fikta í myndunum, breyta og bæta við, þannig þetta verður spennó :) Ég verð ljóskan, Bylgja vinkona dökkhærða babe-ið og er ekki alveg viss hver verður í hlutverki rauðhærðu gellunnar...

mánudagur, apríl 18, 2005

Alda 26

Alda systir á afmæli í dag! Til hamingju ástarhnoðrinn minn :)
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag,
hún á afmæli hún Alda
Hún á afmæli í dag!

sunnudagur, apríl 17, 2005

25 ára

Ég á afmæli í dag :)



Þessi mynd var tekin í gær á Prikinu, við vorum kosin afmælisbörn mánaðarins ;)
Hey já svo er fullt af nýjum myndum komnar inn :)

föstudagur, apríl 15, 2005

Helgin mætt

Þá er helgin bara komin! Ég fór í klippingu og litun á fimmtudaginn, svaka klipping... og er orðin meiri blondína ;) Afmælisteitið mitt svo á morgun, það ætti nú að vera stuð! Vona ég :þ Svo ætlar mamma að hafa kökuboð fyrir fjölskylduna á sunnudaginn - svona sameiginlegt fyrir mig og Öldu - Eins og svo oft áður ;)
Annars er ég bara í góðum fíling, er að fara á æfingu í kvöld - það á víst að vera gleði æfing, bara fótbolti, brennó og kíló jibbý!
Góða helgi!!

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Misheppnað rán...



Já annars er ég bara í vinnunni að fá mér kaffi og súkkulaði.... og vinna auðvitað ;) Engin æfing í kvöld - kannski ég fari út að hlaupa, það er svo gott veður :) Eða ekki... hver veit!

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Magnaðar maskínur

Það er sýning hérna í vinnunni hjá mér sem er þvílíkt flott. Þessi gaur, sem er bandarískur listamaður, býr til tæki sem er varla hægt að útskýra. Ég fór á fyrirlestur um sýninguna í gær og þetta eru massa flott tæki! Maðurinn er með þvílíkt ímyndunarafl! Annars er umfjöllun um þetta hérna.
Svo er þessi sami listamaður að gera eitt risa tæki í sýningarsalnum með fullt af skólakrökkum. Ég fór þangað í dag og var að fylgjast með krökkunum og reyndi að hjálpa aðeins til. Fer líklega aftur á morgun víííí - Yndislegt að fá svona tilbreytingu í vinnunni :) En risa tækið á að fara í gang á afmælisdeginum mínum - þannig ég verð að sjá til hvort ég kíki eða ekki... En ég mæli með þessu! ;)

mánudagur, apríl 11, 2005

Úffff, erfitt að vakna í morgun...

Í gærkvöld fór ég á kvikmyndahátíðina, á mynd sem heitir Ett Hål i mitt hjärta. Við fórum nokkur saman, ég, Brandur, Hjalti, Andri og Linda... allt fólk sem Brandur þekkir ;) Hefði nú alveg viljað hitta þetta fólk við annað tækifæri - því að við vorum eiginlega bara kjaftstopp og í smá sjokki eftir myndina! Þetta var HRÆÐILEG mynd! Já vildi að ég hefði aldrei séð hana... viðbjóðsleg, grútleiðinleg og mér leið illa að horfa á... Hér er smá umsögn um myndina:
-
Lukas Moodysson á að baki myndir sem vakið hafa mikla athygli hér á landi: Fucking Amal, Tilsammens og Lilja 4-ever og þykir einn athyglisverðasti leikstjóri samtímans. Þessi nýja kvikmynd hans sómir sér vel í Miðnæturflokknum, því hún er alls ekki fyrir viðkvæma og hefur hneykslað fjölmarga.
Hér er sagt frá fjórum utangarðsmennskjum sem kúldrast í lítilli blokkaríbúð en ákveða að leiðin til að slá í gegn og verða rík og fræg sé að búa til heimagerða klámmynd. Með hjálp ýmissa eiturlyfja fer allt saman smám saman úr skorðum og það sem við blasir á tjaldinu er alls ekki fyrir óharðnaða áhorfendur.
ANYWHO... nóg diss í dag :) Tók eftir mjög skemmtilegum hlut í mogganum í dag, tékk it out! Svo á Vala í vinnunni afmæli í dag :) Til hamingju! Hún Vala kom með risa súkkulaðiköku í vinnunna og bjargaði þar með mánudeginum gjörsamlega ;)

sunnudagur, apríl 10, 2005

Þá er kominn sunnudagur. Helgin er búin að vera stórfín hjá mér.
Á föstudagskvöldið kom Bylgja til mín og við vorum bara heima í Blíðheimum :) Ótrúlega gaman hjá okkur - drukkum breezer og bjór, horfðum á U2 tónleika (ég á gamla spólu sko ;)) og tjöttuðum um allt og ekkert til að verða 6!! Þetta var snilld :þ
Laugardagskvöldinu var deilt með Brand :) Við horfðum á nokkra Lost þætti (þvílíkt spennandi þættir úfff!) og svo á myndina
Ray... þrælgóð mynd! Fengum okkur nokkra eðal tékkneska Budweisera, voða kósí*
Í dag fór ég í fermingaveislu til Önnu frænku, rosalegar veitingar :P Var stanslaust borðandi frá 14 - 16:30... forréttur, aðalréttur og eftirréttur! Svo er ég núna að fara að taka smá til og ætla að elda fyrir Brand :) Nota tækifærið meðan Alda og Siggi eru á Stykkishólmi híhí

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Lost and found

Ég er rosalega lost í lífinu þessa dagana... fór í áhugasviðspróf um daginn og það kom í ljós að ég hef takmarkaðan áhuga á ÖLLU.... Held að ég sé að ofhugsa þetta líka (kemur á óvart...uuuu nei) , þannig ég er orðin ennþá ringlaðari :S En kæra fólk sem þekkir mig... eru þið með einhverjar hugmyndir? Ef ég fer back to school.....hvað á maður þá að læra??? Er opin fyrir grunnnámi, framhaldsnámi, verknámi, öllu námi! Allar hugmyndir verða grandskoðaðar og metnar eftir bestu getu! ;)

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Úti er alltaf að snjóa....

Jæja kominn tími til að steypa eitthvað hérna á Glóuling.... er það ekki. Það var æfing í gær... sú fyrsta eftir að við duttum út úr keppni. Við vorum í fótbolta allan tímann og mér fannst það voða gaman :) Mitt lið (eldri - já maður er víst í eldri helmingnum :S) vann að sjálfsögðu! ;) Svo er frí í dag og á morgun - ágætt að fá smá frí.
Svo verð ég að hrósa Snæfellingum fyrir að jafna metin á móti Keflavík í Intersportdeildinni í basket. Ég varð sjálfkrafa stuðningsmaður Snæfells þegar Alda sys fékk sér eitt stykki ástmann úr liðinu ;) Siggi stóð sig líka rosa vel... hér kemur kvót úr Fréttablaðinu: "Þegar hálf mínúta var eftir skoraði Sigurður Þorvaldsson þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 95-93." Ég segir bara til lukku Snæfell!
Svo er planið að halda upp á afmælið mitt þann 16.apríl, sökum þess að 17.apríl lendir á sunnudegi þetta árið. Úfff maður er víst að verða 25 ára! Ég er búin að panta efri hæðina á Prikinu og mun ég senda mail á mitt fólk og bjóða formlega í partý on the Stick! :þ Það verður allt löðrandi í bjór og nöktum líkömum!!

laugardagur, apríl 02, 2005

Sumarfrí - samt snjór

Halló Heimur
Þá er ég bara komin í frí frá handboltanum :( Leikurinn við ÍBV var frekar slæmur - en ég nenni ekki að væla um það hérna :S
-
Gærkvöldið var yndislegt, eyddi því að sjálfsögðu með afmælisstráknum ;) Við kíktum m.a. á sýninguna hans. Þetta er svaka flott sýning og Brandur er búinn að fá mikið hrós. Hann er búinn að selja meira en helminginn af verkunum, sem verður að teljast svakalega gott á 2 dögum!! Sýningin er í Gallery Gel sem er á Hverfisgötu 37 (horni Klapparstígs og Hverfisgötu) og er alveg til 20. apríl. Hvet alla til að kíkja!
-
Annars er planið að fá sér ófáa öllara í kvöld - drekka sínum sorgum býst ég við... ætlum að hittast nokkrar heima hjá mér. Sem minnir mig á það að ég þarf að fara að taka mig til ;)
L8ter

föstudagur, apríl 01, 2005

Brandur 23

Ástmaður minn Guðbrandur Kaupmaður á afmæli í dag :)


Annars er það að frétta að við töpuðum í gær á móti ÍBV... ég veit ekki hvað er leiðinlegra en að fara til Vestmannaeyja að keppa og tapa! :( En þá er bara um að gera að peppa sig upp fyrir leikinn á laugardaginn! Leikurinn verður skilst mér á RÚV - en ég mæli samt með því að koma og hvetja okkur í Víkinni. Því ef við töpum þá er bara sumarfrí takk fyrir okkur :/