föstudagur, janúar 28, 2005

Flöskudagur :)

Halló Heimur
Ég og Bylgja fórum á tónleika í gær á Grand Rokk, það voru Lára og Tenderfoot sem sýndu hvað í þeim býr. Tenderfoot voru þvílíkt flottir!! Eina sem böggaði mann var að fólk talaði svo mikið að hljómsveitin var farin að sussa á fólkið... ekki alveg nógu gott, æjj kannski er ég bara of mikill fan, en mér finnst þetta óvirðing.... En þetta var yndislegt, hittum tvær vinkonur Bylgju, og síðan Brand & vini hans. Hitti líka Signý, enda er þar klassa manneskja með klassa tónlistarsmekk :) Hún sagðist alltaf lesa bloggið mitt og því fær hún spes kveðju! HÆ SIGNÝ, TAKK FYRIR SÍÐAST :P
Bylgja og vinkonur hennar yfirgáfu svo svæðið til að geta tjattað á Celtic, en ég kláraði tónleikana með Brand og co. Síðan kíktum við aðeins á Prikið, hittum þar Hjalta Kristins og félaga. Þar var fólk óvenju ferskt á fimmtudagskvöldi, enda komum við rétt fyrir lokun ;) Brandur var nú orðinn ágætlega hífaður... frekar fyndið að fylgjast með honum hvæsa á fólk á leiðinni í bílinn hehe Svo var ég stoppuð af löggunni á leiðinni heim...fékk nú nett hjartaáfall... var látin blása og allt :S En ég var með áfengislaust blóð, þannig þetta var bara stuð ;)
Það var svo mikið panic að koma mér á tónleikana, var að þvo og misreiknaði eitthvað tímann, þannig ég gleymdi símanum mínum heima. Þegar ég kom heim var ég með 6 sms... þar af voru 4 frá leynivini mínum hihi Leynó þú ert æði!! :)
L8ter

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Tvífarar dagsins



Held samt að Maradona sé til vinstri... ekki alveg viss samt.

Fór á útsölu í Skífunni í gær... mjög sátt við afraksturinn, en ég splæsti í:

  • Hjálmar - Hljóðlega af stað
  • Slowblow - Nói albínói
  • Úlpa - Mea culpa
  • Tenderfoot - Without gravity
  • Modest Mouse - Good news for people who love bad news

Fékk þetta allt undir 5.000 kallinum, en reyndar var einn skiptidiskur fyrir cd sem ég fékk í jólagjöf - langaði ekkert voða að eiga Nýdönsk og sinfó ;)

Annars er planið að vera óþekk í kvöld og fara í seint bíó... á myndina Sideways. Svo þarf ég líka að fara út að hlaupa, þvo og horfa á THE GAME (Man. Utd. - Chelsea)... vonandi tekst mér þetta allt saman :)

Bein útsending frá síðari leik Manchester United og Chelsea í undanúrslitum deildabikarsins. Hér mætast tvö af bestu liðum Englands en í margra augum er þetta hinn raunverulegi úrslitaleikur keppninnar. Rauðu djöflarnir hafa gefið ungum leikmönnum tækifæri í deildabikarnum en búast má við að Alex Ferguson tefli fram sínu sterkasta liði í kvöld. Félögin mættust á Stamford Bridge fyrir hálfum mánuði.

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Hardfish!

Vill einhver kaupa harðfisk?? Við í Víking erum að selja hágæða harðfisk (Ýsu) - 300 grömm á 1.300 krónur. Þetta er víst ódýrara en í Bónus þannig þið eruð ekkert að tapa á þessu ef þið borðið harðfisk á annað borð ;) Búin að smakka stuffið og hann er góður :P Ég þarf að selja 8 poka, þannig koma svo styrkja handboltaferil Glóu!
p.s. frí heimsending... ef þið búið í RVK ;)

mánudagur, janúar 24, 2005

Afmæli og fleira

Nokkrar staðreyndir á mánudegi:
  • Bloggið mitt, Glóulingur, er 4 mánaða í dag! :)
  • Ég er búin að ákveða að hætta að vera subba! Við systurnar eru ekki nógu góðar í að halda Blíðheimum hreinum... skil ekkert í þessu :S Ég ætla núna í anti-subbu-átak, því ég þoli ekki lengur allt þetta drasl!
  • Ætla að fara að elda meira heima og minnka skyndibita ruglið! Lifi í blekkingu um að ég eigi fullt af pening....
  • Ég ætla í heimsókn til Sigrúnar sys og co. í USA fljótlega

L8ter



sunnudagur, janúar 23, 2005

Halló Heimur
Helgin var mjög góð - róleg á föstudaginn, leikur við Stjörnuna á laugardag og svo djamm um kvöldið með Bylgju vinkonu. Við töpuðum leiknum með einu marki, frekar súrt, en við vinnum bara næsta leik! Ég byrjaði inná í vörn, og fékk að spreyta mig fullt í sókninni líka. Ég setti samt bara eitt mark, þarf að bæta mig í sókninni... en held að varnarleikurinn hafi verið ágætur - enda með klassa varnarjaxla við hliðina á mér ;) Djammið í gær var rosalegt og frekar skrítið ... tjái mig ekkert um það hér hehe.
Fékk mér rosa þynnku pizzu þegar ég vaknaði í dag, Dominos Extra með fetaosti. Það er núna boðið upp á það að fá fetaost frítt oná pizzuna og það er bara þvílíkt gott! Annars er dagurinn búinn að fara í nákvæmlega ekki neitt nema borða og sofa.

Það er leynivinavika í handboltanum þessa viku. Ég fékk ----------- sem vin og er massa sátt :þ Nú þarf maður að leggja hausinn í bleyti og finna eitthvað sniðugt fyrir vin minn!
L8ter





föstudagur, janúar 21, 2005

Ég trúi þessu ekki.....





You Are 19 Years Old

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.

What Age Do You Act?

Ég meina ég er "bara" 5 árum eftir á í þroska....
Tékkið á þessu og deilið með mér hvað þið eruð gömul í anda :)



fimmtudagur, janúar 20, 2005

You are what you eat...

Halló Heimur
Sit hér í þægilegum stól í vinnunni og hlakka til að borða í hádeginu. Í matinn er :
  • Hægsteikt Nauta ribeye með fersku grænmeti og piparsveppasósu
  • Tær grænmetissúpa
Mér líst nú bara vel á matinn í dag! Ég sá nefnilega smá hluta af "You are what you eat", en það var þáttur á stöð 2 í gær. Jakk ég ætla að fara að borða hollari mat! Hvað er samt ribeye?! og það hægsteikt... kemur í ljós eftir tæpa 2 tíma, mmmm ég er orðin svo svöng!

Annars er ég góð, fór í klippingu í gær... og er bara ánægð. Þetta er nú ekkert dramatísk breyting, en ég sagði við klipparann að hann mætti bara ráða - ég hef greinilega ekki verið það slæm áður fyrst hann breytti mér ekki mikið ;)

Jæja nú er Weezer kominn á fóninn og þá ætla ég að taka góða vinnutörn þar til að maturinn kemur :)

þriðjudagur, janúar 18, 2005

music

Þar sem að vinnan mín felst í því að teikna skurði inn í tölvuforrit... þá er ég mikið að hlusta á tónlist þessa dagana. Ég er núna mikið að hlusta á Wilco, Elbow, Mugison og Slowblow. Allt saman yndislega mikil snilld :) og svo eru Hjálmar líka að gera góða hluti!
En annars er eg að fara í hádegismat með Lafðinni, ætlum á Style-inn ;)
L8ter

mánudagur, janúar 17, 2005

Sigur

við unnum FH í gær, 27-29 . Mikil gleði hjá Víkingsgirls! Ég fékk að spila slatta - aðallega í vörninni, en setti þó eitt mark ;) Þetta þýðir líka að það verður hitað upp í fótbolta á æfingu í kvöld jibbý!
Annars fór ég með Brand í bíó í gær, á Finding Neverland. Prýðis góð mynd, Johnny Depp fór að kostum að vanda og Kate Winslet er alltaf í smá uppáhaldi hjá mér. Myndin var reyndar smá sorgleg á köflum og ég þurfti að hemja mig til að missa mig ekki í vælinu... en ég á alveg til að lifa mig aðeins of mikið inn í kvikmyndir...
Svo er ég búin að panta mér tíma í klippingu á miðvikudaginn, get ekki beðið!




sunnudagur, janúar 16, 2005

Domingo

Þá er ég búin að uppfæra hlekkina mína.... fullt af nýju áhugaverðu fólki komið á kantinn :) Ég meira að segja raðaði þessu í stafrófsröð! Mætti halda að maður hefði ekkert að gera á sunnudegi nema laga bloggið og bíða eftir að fara að keppa í kvöld ;) Leikurinn í kvöld er við FH, og byrjar hann kl. 19:15 í Kaplakrika. Það er nú eins gott að við spilum betur en í síðasta leik...því við getum varla spilað verr en þá :S
Svo er planið að fara í bíó eftir leikinn, spennandi kvöld framundan!
Nýtt kortatímabil fer líka að byrja hjá mér, mikil gleði :) Þá er ég að spá í að fara í klippingu!! mmmm búin að bíða eftir því lengi. Er að spá í að leyfa bara klipparanum að ráða hvað hann gerir...

föstudagur, janúar 14, 2005

Helgin komin

Já hef beðið eftir helginni síðan á mánudaginn :) Þessi helgi verður reyndar svipað róleg og sú síðasta, þar sem að við í Víking erum að fara að keppa á sunnudaginn við FH.
Það er engin æfing í dag, sem er geðveikt... ég veit ekki alveg hvað ég á þá að gera eftir vinnu. Ætla allaveganna að byrja á að fara í smá búðarferð með Öldu sys, svo bara kemur það í ljós :)

Góða helgi !

fimmtudagur, janúar 13, 2005

X-ið 977

Ég vil bara lýsa yfir sorg minni og svekkelsi að X-ið sé búið að vera! Skonrokk er líka farið... en ég hlustaði samt voða lítið á það reyndar. En ég á eftir að sakna X mikið og er bara ekki sátt við þetta! :(

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Kiefer

Hér er viðtal við snillinginn úr 24...Ég er búin með seríu 1 og get ekki beðið eftir að komast í næstu seríu :þ Kiefer elskar Ísland og ég elska Kiefer... það er líka voða gaman að skrifa Kiefer... Kiefer :) Isss ég meira að segja sá þá félaga á Kofa Tómasar frænda milli jóla og nýárs. Þessi Rocco er bara alveg ágætur... gæti alveg trúað því að hann geri góða hluti þegar cd kemur út.... muna þetta nafn Rocco Deluca ;)

Annars gekk ekki vel að keppa áðan... vorum að spila útileik við Valsstelpurnar og fór leikurinn 28-21 fyrir Val. Ég fór ekkert inná...en minn tími kemur ;)
L8ter

mánudagur, janúar 10, 2005

Mannanöfn

Ótrúlegt alveg hvað má nefna börnin þessa dagana! Ég var nefnilega að skoða mannanafnaskrá eftir að ég sá frétt á mbl.is
Eftir að hafa gluggað nett í listann, þá hef ég fundið uppáhalds nöfnin mín: Glói Sigur og Gógó Mörk.
L8ter

sunnudagur, janúar 09, 2005

Along came a spider

Sunnudagar eru snilld! Fékk að sofa út , en það hefur ekki gerst síðan fyrir nákvæmlega viku... Helgin var nú þvílíkt róleg hjá mér, bara yndislegt :) Í gær horfðum ég, Brandur, Alda og Siggi á Taxi driver með Robert De Niro og Jodie Foster... ótrúlegt að ég hafði aldrei séð þessa mynd áður! Robert ekkert smá ungur og mjór. Frekar flottur bara! sérstaklega með hanakambinn ;)


Svo erum við Alda búnar að losa okkur við allt jóladót, nema nokkrar ljósaseríur sem er bara kósí að hafa, allaveganna út janúar. Ég rétt svo náði að ýta Vigfúsi (jólatréið okkar) út á svalir... úfff þetta var viðbjóður! Fann nokkrar köngulær (svona dordingla) á tréinu... jakkk :S þannig ég vona að þeir frjósi til bana úti á svölum :)

Spurning hvenær maður djammar næst, fer líklega eftir hvenær maður kemst í hópinn í handboltanum :þ
L8ter

föstudagur, janúar 07, 2005

Spá í þessu....

...tjónið á Súmötru

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Bless jól

Úúúfff ááá úúúfff og var ég búin að segja áááá....hvað mér er illt ALLS staðar!! Já ég er byrjuð að mæta á Víkings-æfingar aftur... því ég er greinilega masókisti... En ég er nú ávallt fljót að koma mér í form aftur, þannig ég verð orðin fín eftir viku ;) Það var nú voða gaman að hitta allar gellurnar aftur, var eiginlega eins og ég hefði ekkert verið í burtu, fyrir utan að ég gat ekki rassgat og með ekkert þol hehe.

EN nú eru jólin bara búin :( Þrettándinn í dag og kökuboð uppi hjá mömmu og pabba, mmm um að gera að bæta á sig það sem maður brenndi á æfingu híhí :þ Svo eru bara 4 þættir eftir í seríu 1 í 24 þáttunum... gríðarlega spennandi!! Vonandi klárar maður að horfa á þetta í kvöld, bara til að fá sálarfrið ;)
L8ter

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Gooooooaaal

Kíkið á "markið" sem Tottenham skoraði gegn Man Utd í gær, ótrúlega augljóst! En ég meina ég er nú smá Man Utd. fan, þannig ég missi ekkert svefn úf af þessu ;)

þriðjudagur, janúar 04, 2005

24 og handbolti

Halló halló
Já nú er ég loksins búin að ákveða mig varðandi handboltann! Ég ætla að byrja aftur. Ég er búin að vera lengi að velta þessu fyrir mér...en ég bara verð að byrja aftur! Farin að sakna harpex lyktarinnar, komin með allt of langar neglur og svo auðvitað langar mig að fara að lemja aftur á saklausum handboltastelpum og setja nokkur mörk ;)


Annars er ég í vinnunni núna en get ég ekki beðið eftir að komast heim! Er nebblega sokkin inní hina mögnuðu þætti 24, seríu 1... það er bara fáránlegt hvað maður verður húkked á þessu! Brandur er með mér í þessu og við erum komin á þátt 16 minnir mig... hummm sem þýðir að það eru 9 þættir eftir af seríunni. (Klár stelpa, ég veit) Þetta er bara svakalegt, Kiefer eða Jack Bauer eins og ég þekki hann best núna er í topp formi! Hann er samt í betra formi núna í dag, sá nebblega kvikyndið niðrí bæ um daginn. Kannski er það sjónvarpið sem bætir á hann nokkrum kílóum.... ég þarf að skoða þetta betur á eftir.

Frá vinstri: Kim (dóttir Jack og Terri), Terri, Jack, David Palmer (forseta frambjóðandi) og Nina (vinnur með Jack)

Gleði gleði, bara hálftími þar til vinnan er búin ;)
L8ter


mánudagur, janúar 03, 2005

tvöþúsundogfimm

Halló Heimur
Gleðilegt ár! :) Já það er komið árið 2005... rosalegt alveg hreint! Ég var bara ódrukkin á gamlárskvöld... hefur ekki komið fyrir síðan ég var 17 ára held ég hihi. En málið var að ég var búin að vera veik þannig ég ákvað að vera skynsama góða stelpan (sem ég er náttlega vanalega aldrei haha) og vera bara bílandi það góða kvöld. Sigrún Ósk og Tulla komu þó til mín og við fórum á Players þar sem Steini var. Úfff ég veit ekki alveg með liðið sem var inná Players, tugþúsundir piparsveina stóðu upp við barinn leitandi eftir augnsambandi við allt sem hreyfðist, svo voru náttlega margir líka það djarfir að vera á vappi um svæðið í sama tilgangi... og tónlistin var terrible... er einhvernvegin ekki mikill aðdáandi Í svörtum fötum, alla vegna þegar ég er ódrukkin með fullu viti ;) En þetta var samt snilld, alltaf gaman að hanga með Lafðinni og Tullu, svo fór Steini auðvitað á kostum!! En ekki hvað hehe Hann var með viskí í annarri og bjór í hinni og tók svo dans við annan hvern stól í húsinu... dyravörðunum til mikillar gleði :) Ég og Lafðin fórum svo bara heim í fyrri kantinum og skildum Tullu og Steina eftir í sveiflunni.
En það var djammað á Nýarsdag með Bylgju, við fórum í smá teiti til Signýjar. Enduðum í bænum og fórum svo heim... mikið gaman.
Annars er ég í vinnunni núna, Brandur sofandi heima ásamt Öldu og Sigga... væri nú gott að vera í þessum svefnklúbbi, en manni vantar víst peninginn ekki satt!? ;)
L8ter