Njóttu þess að vera í námi
Halló Heimur
Það eru 53 dagar til jóla.
Tíminn líður ekki alveg nógu hratt samt... ég vildi að það væri 10.desember! Þá væri ég búin með prófin, búin að skila lokaverkefninu og Alda amma á einnig ammæli þennan góða dag... :)
Ég var ekki með í leiknum á laugardaginn... ég var ekki enn orðin nógu góð í hálsinum :( EN gellurnar tóku sig bara til og unnu Stjörnuna!!! Og alveg frekar örugglega, þetta var sniiilldd!! Og að eigin sögn þá segjast Stjörnustelpur hafa skitið upp á bak... usss og það í TV. Maður fer bara að hugsa um hvort maður sé óhappadýr... því þetta er fyrsti leikurinn í ár sem ég er ekki með.... hummmm :/
Mér líður nú mun betur núna í hálsinum, þökk sé fjöldamörgum baðferðum íbúfeni og Blue Relief hitapokum :þ
En jæja, það er próf hjá mér á þriðjudaginn, þannig held ég haldi áfram að læra....
L8ter
World of pain
Halló Heimur
Já, við töpuðum í gær... :( hef engu við að bæta þar... allavegna ekki á the worldwide web!! Hef smá áhyggjur af hálsaling...er ekki nógu góð í honum, maður hefði kannski átt að hvíla í gær :/ Ég veit ekki alveg hvað ég geri, það er leikur aftur á morgun og æfing í dag úúfff
Annars er ég bara að læra núna, það er próf á þriðjudaginn, og líka skila memó á þriðjudaginn, svo á maður eftir að skila uppkasti af lokaverkefninu, 4 bls "ritgerð" í IMC og verkefni í B2B, og það á klára þetta allt saman fyrir 11 nóvember.... ég veit ekki alveg hvernig þetta reddast, en ávallt reddast hlutirnir á einhvern ótrúlegan hátt... ;)
Var að skoða myndirnar frá óvissuferð Víkings í gær.... og jamm... þetta var skrautlegt skulum við segja hihi Og vitiði, þegar maður er í öllu gulu, hálf myglaður og nýbúinn að lenda í árekstri þá myndast maður ekkert voða vel...:S En þetta eru snilldar myndir!!!! :D
Svo er ég búin að laga commenta-kerfið hjá mér... nú er auðvelt að commenta, svo endilega express yourself :)
EN ætla að halda áfram að læra...
L8ter
Víkingur-GróttaKR
Ég er að fara að keppa á eftir... ætla að prófa að hita upp og sjá hvernig ég verð í hálsinum. Er ennþá smá stíf, en enginn sársauki. vúhú. Mér er samt illt í puttunum... fyrst maður er að kvarta á annað borð ;) En við verðum nú að vinna þennan leik... það er rosalega mikilvægt!
Annars ætla er að leggja mig smá núna... safna orku fyrir leikinn... sem kl.19:15 niðrí Vík ef einhver vill koma og styðja okkur Víkingsstúlkur :)
L8ter
Fuck, ég lenti í árekstri á laugardaginn... það var gaur sem keyrði afan á mig. Ég var nú í 100% rétti, en verra var að ég tognaði eitthvað á hálsi :( Fann ekkert til að byrja með, var nú e-ð að kvarta yfir þessu í óvissuferðinni...en drakk það af mér fljótlega ;) Svo var bara fjandinn laus þegar ég vaknaði daginn eftir... úfff ekki nóg með að vera þunn heldur var hálsinn í tómu rugli :S Gaman að því... en mér líður nú strax betur, þannig þetta hlýtur að reddast ;)
Var að skoða textann við "bara smá" (linkurinn sem ég deildi með ykkur um daginn ;)) alltaf jafn fyndið þegar maður heldur að fólk sé að syngja einhver ákveðin orð, svo kemur bara í ljós eitthvað allt annað
Anywho word out... l8ter
Óvissuferðin góða
Jæja þá er stórskemmtileg helgi liðin... óvissuferðin var snilld!! Við byrjuðum á því að hittast kl. 14 í Víkinni, maður hitti liðið sitt og svona... Liðin voru, gul, bleik, blá, græn, svört og rauð í lit. Svo byrjaði keppnin...
Fyrsta þrautin var svona "traust leikur" ala Survivor og var hann haldinn á stóra aðal-grasinu fyrir framan Víkina. Þá var einn liðsmaður í hverju liði valinn til að stjórna hinum í sínu liði. Allir nema stjórnandinn þurftu að binda trefil fyrir augun og áttu að fylgja því sem stjórnandinn sagði til að ná í keilur sem voru lagðar víðsvegar um grasið. Guðmunda (í græna liðinu) átti besta múvið í þessum leik, hún endaði alein út á miðju grasi, allir aðrir komnir í mark og hún ekkert að gefast upp... keppnisandinn allsráðandi :) En, auðvitað vann gula liðið þessa þraut!!
Næsta þraut var síðan boðhlaup, svona pokakapphlaup, og áttum við að hoppa ákv. vegalengd, klára papsí max & kókosbollu og hoppa svo til baka... úfff... gula liðið vann ekki þessa þraut (vorum í þriðja minnir mig)
Þriðja þrautin var þannig að allir áttu að finna bréf merkt sínu liði sem var falið einhversstaðar upp í stúkunni, og í bréfinu voru leiðbeiningar. Einungis bílstjórinn mátti keyra upp í Fossvogsskóla, hinir liðsmenn þurftu að fara fótgangandi... því fór af stað þetta líka rosalega kapphlaup... ekkert voða gott með kókosbolluna og pepsíið í góðum fíling oní maga :S Úfff... gula liðið vann heldur ekki þessa þraut... en við vorum alla vegna ekki síðust... Rauða liðið var bara í ruglinu...hehe
Fyrir utan Fossvogsskóla tók við þraut númer 4... þá var hið sívinsæla og ómissandi bjórdrykkjukapp... Gula liðið vann ekki þessa þraut...
Þá var það þraut númer 5, þá var skundað upp í gókart, til móts við Smáralind. Einn liðsmaður var valinn úr hverju liði, til að taka þátt í gókart keppni. Sá aðili sem var með fljótasta hringinn sigraði. Og vann gula liðið þá þraut örugglega, Jói Schumacher stóð sig snilldarvel!!
Eftir dágóða stund og nokkrum staupum síðar, fékk hvert lið nokkur verkefni til að leysa. Allt tengdist þetta digital myndavél sem hvert lið þurfti að hafa með sér. Í fyrsta lagi áttum við að taka mynd af einhverjum úr gula liðinu og einhverjum úr meistaraflokki KK í handbolta. Fundum gaur í Stjörnunni sem var í Smáralind, í öðru lagi áttum við að taka mynd af einhverjum úr gula liðinu og einhverjum úr meistaraflokki KVK í handbolta. Fundum fyrst Þórdísi Brynjólfs í Smáralind, en áttuðum okkur þá á því að hún gæti kannski ekki dugað því hún er ófrísk... þannig við redduðum stelpu sem er í Fram. Í þriðja lagi áttum við að taka mynd af sem flestu fólki, og þurftu einhverjir meðlimir liðsins að vera með á þeirri mynd. Að lokum áttum við að taka mynd af einhverjum frægum með liðsmönnum gula liðsins, og redduðum við Birgittu Haukdal (Lára klára með sambönd), sem var bara að versla í rólegheitum í Hagkaup Skeifunni... en hún tók þessu bara óvenju vel og hjálpaði gula liðinu :)
Eftir nokkur vandræðaleg móment í Smáralind og á fleiri góðum stöðum fórum við upp í Vík til að skila af okkur myndavélinni og fara í annað mission. Og ekki var það minna vandræðalegt... við áttum að fara í heimsókn til ákveðins aðila (Maggi, topp maður með Víkingshjarta) og syngja fyrir hann Maístjörnuna, en það varð að vera rapp, rokk, diskó eða popp útgáfa... Maggi tók þetta allt saman upp á vídeó og varð útkoman frekar skrautleg ;)
Þá var komið að síðustu þrautinni... við hittumst öll niðrí Vík eftir söngkeppnina og þá var ógeðsdrykkjarkeppni. Ég var valin í það hlutverk, og haldiði að mín hafi ekki bara unnið þá keppni fyrir gula liðið :) En mikið rosalega var þetta viðbjóðslegt... innihald: TaB, egg, karrý, sojasósa og lýsi... ööö
En eftir þetta fengum við að fara í sturtu í Víkinni og gera okkur til, þaðan var svo haldið í sal í Hafnarfjörðinn, fengum pizzur og skemmtum okkur fram eftir kvöldi... Þröstur fór úr buxunum og allir í tómu tjóni.... SNIILD :)
Held ég hætti núna, þetta er orðið allt of langt hjá mér... ég bara varð að deila með ykkur þessum snilldar degi, Gunni Magg, Erna María, Sigrún, Reynir, Brjánsi þið eigið heiðurinn af þessu!!
L8ter
Yellow is beautiful...
Er núna að undirbúa mig fyrir óvissuferðina sem er á morgun. Við í meistaraflokki KK og KVK handbolta í Víking erum að fara í brjálað stuð... vonandi ;) Okkur var skipt í lið og fékk hvert lið sinn lit.... mitt lið fékk semsagt GULAN. Er búin að finna gula skó, gulan bol, gula peysu, gulan jakka, gula sokka.... úffff mætti halda að ég fílaði þennan lit bara dagsdaglega ;) Svo verð ég líka með gula uppþvottahanska.... þetta verður sniilldd :D Ég er meira að segja búin að setja saman geisladisk sem er einungis með lögum heita eitthvað yellow :D Alda sys segir að fólk eigi eftir að halda að ég sé e-ð van.... en ohh well who gives a rats ass... :)
Veit nú ekki hvort ég eigi að birta þetta núna... niiii held ég visti þetta skjal og birti það bara eftir æfingu, sem er k.9 í fyrramálið :( Er nú ekki að nenna að vakna til að fara út að hlaupa... úfff...
En jæja nóg annað er að gera hjá mér heldur en að blogga... ;)
L8ter
Skype er snilld!
Mæli með því að allir fái sér
SKYPE. Þetta er svaka einfalt, maður bara ýtir á
"Download Skype now. It's free!" þá er það komið og frítt að hringja til allra sem eru með Skype :)
Ég þarf reyndar að kaupa mér headsett... en held að það sé vel þess virði!
Annars er bara mest lítið að frétta frá mér, búin að vera slöpp í dag... vona bara að þetta verði farið á morgun!! Líður alla vegna betur núna en fyrr í dag, lofar góðu :)
Vil samt koma fram kvörtun, hvað er málið með Amerikas next top model... ég bara spyr?!? Fyrsti þátturinn sýndur núna í 4 skipti eða e-ð... ekki að ég hafi ekki nóg annað að gera....t.d. læra, en maður er bara orðinn húkked á þessum blessaða þætti ;)
L8ter
Til hamingju með afmælið Unsa :)
Hún á ammæli í dag, hún á ammæli í dag,
hún á ammæli hún Unnur, hún á ammæli í dag!
Velkomin í 24 ára klúbbinn, hann er góður!! ;)
Jæja, er enn að vinna mig uppúr þunglyndi helgarinnar...en það liggur allt uppá við ;) Næsti leikur er ekki fyrr en þarnæsta fimmtudag, þannig við höfum fínan tíma til að æfa eins og geðsjúklingar. Ég hata að tapa...er komin með nett ógeð af því bara... við erum bara með 2 stig í deildinni og einungis eitt lið á milli okkar og botnsins!! Iss ég bara er ekki að trúa þessu :/ ætti maður kannski bara að leggjast í afneitun, frekar en þunglyndi....?? En það er víst nóg eftir að deildinni, ef maður vitnar í Óskar coach, þýðir víst lítið að gefast upp ;)
Úfff svo týndi ég debet-kortinu mínu um helgina... var e-ð að vesenast með það í rassvasanum... hvernig datt mér það í hug?? En djammið var samt bara þokkalegt. Ég, Bylgja og Stebbi fórum á Celtic og vorum þar bara endalaust... frekar fyndið.
Þarna var svo e-r vibba jakkafata maður, já eldri maður að reyna við stelpuna.... ööö Hann hefur verið kannski um fertugt... sel það ekki dýrara en ég keypti það#$% En þetta var þvílíkt fyndið, það voru fullt af kellingum að reyna við hann á barnum (já jakkafatagaurinn var upp við barinn allt kvöldið) og þær gáfu mér svona illt auga við og við. Héldu kannski að ég ætlaði að stinga af með draumaprinsinum þeirra?!? maður spyr sig... Sumt kvenfólk hér á landi er náttlega ekki heilbrigt %) Ef þið eruð að lesa þetta þá er ég meira fyrir yngri gerðina ;)
Bylgja, Auðunn (kærasti B) og pizza komu svo í heimsókn til mín í gær, ávallt gaman að sjá þau...þó aðallega þriðja aðilann :) Bylgja auðvitað sofnaði... það bara er svoleiðis, hún sofnar alltaf við TV... þannig að ég og Auðunn tókum okkar vanalega shortara hhahahahaha
Anyways... L8ter
Well...
...well, well... er illt alls staðar, strengir eftir leikinn í gær...sem tapaðist btw :( er líka að jafna mig eftir að hafa drekkt sorgum mínum í gær......
Þannig ég held ég kveðji bara með Hestasöngi , njótið vel
L8ter
Lördag
Halló Heimur
Mikið rosalega er gott að sofa út... alltof sjaldan sem það kemur fyrir ;) En það eru smá breytingar í gangi... leikurinn sem átti að vera á morgun var færður, og því er ég að fara að keppa á eftir. Leikurinn er við FH og byrjar hann kl.16:15 í Víkinni... hvet nú alla nær og fjær að styðja og hvetja okkur áfram ;) Svo er ég á leið á frændsystkinakvöld og 2 afmæli í kvöld, gleði gleði :)
L8ter
Bara smá
Halló Heimur
Jæja helgin bara mætt á svæðið... ekki verra :) Nú eru 26 dagar þar til lokauppkast lokaverkefnisins á að vera tilbúið... þá ætlar leiðbeinandinn að fara yfir það. En svo eru loka lokaskil 20.nóvember....úfff bara ekkert að gera hjá manni obbobbobb.
En þetta lag "Bara smá"
kemur mér ávallt í gott skap... Damn, ef það væri ekki svona mikið að gera í skólanum og handboltanum þá væri ég sko löngu búin að kaupa miða á Iceland Airwaves...
En segi bara góða helgi!!
L8ter
Til hamingju....
...með afmælið elsku Begga mín! :) Hafðu það sem allra best í dag, sjáumst í stuði á laugardaginn!
Stutt skilaboð ;)
Það er búið að draga í 8 liða úrslit í bikar. Við drógumst á móti Stjörnunni, og fengum við heimaleik sem er betra ;) Annars er hægt að skoða þetta nánar hér
L8ter
Kvöldpælingar
Bonjorno el mundo
Jæja leikurinn við Val gekk nú ekki alveg eins og maður vildi...niðurstaðan var 4 marka tap :( Úff held ég segi bara sem minnst um leikinn, við spiluðum alveg illa og þurfum virkilega að hífa upp um okkur buxurnar og reima skónna fyrir næsta leik.
Það er frí á æfingu á morgun, venjuleg æfing á fimmtudag, en á föstudag verður bara klukkutíma æfing og fundur með sála eftir á. Ætli sáli geti hrisst upp í okkur og fengið okkur til að spila almennilega?!?! Ég vona það ;) Svo er hin sívinsæla morgunæfing á laugardaginn og leikur við FH á sunnudaginn. Þannig að það er ágætis prógram framundan.
Það hefði nú verið snilld ef að leikurinn hefði verið á laugardaginn, því að mér er boðið í tvö afmæli, hjá Beggu og Unni, svo er líka frændsystkinakvöld sama kvöld.... og stelpan getur ekki djúsað obbobbobb.... Ég verð bara að flakka á milli og spila síðan vel daginn eftir til að bæta upp fyrir að geta ekki djammað ;)
Isss sem minnir mig á það að ég á eftir að kaupa tvær ammælisgjafir....hummmm einhverjar hugmyndir??? Endilega commentið! ;) Afmælis"börnin" eru fædd '80 og '81, báðar snillingar og megabeibs.... :)
En jæja nú fer Survivor að byrja... ætla að ná mér í kalt Pepsí Max inn í ísskáp og hafa það smá kósí uppí sófa, getur ekki klikkað!
L8ter
We will never break it up.....
Kíkið á þetta....
http://www.carllewis.com/video.music.1.html
Vá, þetta er íþróttamaðurinn Carl Lewis.... þekkti hann varla, en hann er svakalegur. Búningurinn flottur, röddin góð, meira að segja lagið grípandi....getur ekki klikkað ;)
Hér er mynd af kappanum eins og maður þekkir hann best
Kósí kvöld
Halló Heimur
Núna er ég á góðum stað...er uppí sófa með Bylgju vinkonu. Ákváðum að fara heim til hennar, því að Alda og kærastinn hennar voru heima hjá mér. Um að gera að leyfa þeim að vera aðeins ein, enda var ég búin að vera þriðja hjólið í allan dag ;)
Við Bylgja fórum fyrst nokkrum sinnum niður Laugaveginn, kíktum svo á kvöldstemninguna í Mál&Menningu, enduðum svo á Devitos og splæstum í 18" pepporoni pizzu.... gerist varla betra :þ
Snilld að Bylgja sé komin með þráðlaust net, því við erum alveg í letikasti báðar að nörrast í sitthvorri tölvunni :)
En nenni ekki að skrifa meira..... í bili
L8ter
Halló Heimur
Ég var að koma heim af æfingu... úfff alveg erfitt að fara á æfingar kl.9 á laugardagsmorgni. Æfingin var fín, nema ég fæ alltaf högg á hægri þumalputtann... ferlega vont :( Er svo bara að fara að taka til og baka þangað til að leikurinn byrjar. Hörku handboltaleikur er í kvennadeildinni, en Valur er að fá ÍBV í heimsókn á Hlíðarenda kl. 14 í dag. Leikurinn er nú sýndur beint í TV þannig að ég ætla að baka brownies og hafa það kósí meðan ég horfi á leikinn ;) Held maður verði svo að fara að læra eftir leikinn.... þýðir víst ekki að reyna að sleppa því.
En jæja ætla að vippa mér í sturtu...
L8ter
Komnar áfram í bikar :)
Halló Heimur
Ég var að keppa í kvöld í bikarnum, og unnum við Víking 2 með 34 mörkum.... leikurinn fór 14-48. Við spiluðum bara fínan bolta, vörnin small saman og fengum fullt af hraðupphlaupum ;) Þannig að mikil gleði í Víkinni þetta kvöldið... a.m.k. fyrir Víking 1... Það voru fullt af snilldar töktum í gangi samt. Linda stórskytta með meiru átti flottasta markið... hún stökk upp og skaut, en vörnin varði boltann þannig að boltinn fór í rosa sveig og yfir markmanninn og í markið :) þetta var snilld... Linda var alveg búin að svekkja sig að hafa látið vörnina tekið skotið og farin að bakka til baka, svo bara nú skoraði ég...? hehe Ég átti hins vegar "flottasta" varnarmúvið... að mínu mati a.m.k. :P Ég stökk upp í hávörn, en varði boltann með hausnum... bara brjálaður skallabolti...boltinn alveg flaug yfir á hinn vallarhelminginn held ég... Iss ég væri kannski bara góð fótboltakjelling ;) Svo tókst mér reyndar líka að misstíga mig bara upp úr þurru... Eygló bara ein í vörninni og datt á rassgatið... voða flott... uuuu jájá.
Næsti leikur er svo við Val mitt gamla félag... það verður erfitt en gaman að takast á við gellurnar. Minnir endilega að leikurinn sé næsta þriðjudag, þarf að tékka á því við tækifæri.
Annars er ég núna að undirbúa mig fyrir munnlegt próf í Integrated marketing communication...eða samhæfð markaðssamskipti eins og það kallast á góðri íslensku. Úfff hef aldrei farið í munnlegt próf áður, vona að ég frjósi ekki og byrji að stama... ekki að ég stami venjulega, en hver veit hvað gerist ;)
Hef líka smá áhyggjur af Íslandi í dag... maður þurfti bara að kíkja á forsíðu DV í dag til að átta sig á því að við lifum í sick world. Ég segi nú bara gangi honum vel að ná sér í kvonfang eftir þessa frétt.... fyrr myndi ég giftast ketti.
En jæja, best að halda áfram að læra....vúhú
L8ter
Góð helgi..... uuuu nei
Þá er bara kominn mánudagur... helgin var nú ekkert stórkostleg hjá mér... þurfti að vakna kl.8 á laugardeginum því við áttum að hittast kl.9 niðrí Vík. Þaðan var svo farið í tveimur langferðabílum á Bakka, því planið var að fljúga með Bakkaflugi til Vestmannaeyja. Við fórum í 6 manna flugvél, því var farið nokkrar ferðir með okkur. Maður nú pínku flughræddur... sérstaklega þar sem að ég var aftast. Baddý tókst reyndar að dreifa huga manns aðeins, þar sem að hún tók flugfreyju ávarpið á íslensku og ensku :) En úffff... svo tókum við leik við Eyjapæjur, og bara hryllilegt 10 marka tap... ekki fleiri orð um það hérna ;)
Í flugferðinni á leiðinni heim fékk ég samt að sitja frammí með flugstjóranum, það var rosalegt, fullt af tökkum og ljósum.... og flugstjórinn var aldrei aðgerðalaus... alltaf að snúa tökkum, kveikja á takka, rúlla hjóli, athuga mæla... jiiii bara rosalegt.
Anyways... var komin heim um kl.19 um kvöldið, og bara tók því rólega heima, fékk mér McFlurry og horfði á imbann... enda ekkert djamm leyfilegt því það er bikarleikur á morgun þriðjudag. Frekar fyndið því við vorum dregnar á móti Víking 2... áfram Víkingur hehe En án gríns þá verða þær nú örugglega frekar erfiðar viðureignar, því þetta eru "gamlar" handboltahetjur...
En jæja ég skrifa kannski meira í kvöld eftir æfingu... ætla að reyna að læra e-ð áður en spriklið hefst
L8ter
Verð nú bara að bæta við að Jónas snilli fór í klippingu í dag. Og haldið að maðurinn sé ekki bara orðinn frekar stutthærður.... jiii fer honum þvílíkt vel!!
Velkominn október
Halló Heimur.
Var nú bara að skríða heim núna. Fór náttlega á æfingu + liðsfund og er síðan búin að vera uppi á 8.hæð hjá m+p að horfa á
Idol, því að við systurnar höfum ekki Ztöð 2... Sumir keppendur voru nú alveg ágætir, en úfff segi nú ekkert um hina, nema pass.... Var reyndar svoldið fúl að hávaxni gaurinn sem söng snilldarlagið Bananaphone komst ekki áfram. Í kvöldmat fékk ég þessa líka þrusugóðu heimabökuðu pizzu ala Mamma :þ jammí!! Kolbrún Ósk litla frænka var svo aðeins að sýna sig, hún tók alveg 4 skref og datt svo á bossann hihi algjör rúsína. Eyrún Alda var hins vegar ekki eins hress, enda hálf sybbin eftir að hafa vaknað kl.5 í morgun...
Annars er leikur hjá mér á morgun, við í
Víking erum að fara í heimsókn til Eyja... spurning hvort verði flogið... Við þurfum nú að gera eins og strákarnir, sem voru fyrr í kvöld að vinna ÍBV í frekar grófum leik heyrði ég. En frábært hjá þeim!!! Halda svona áfram!
Ótrúlegt að það skuli vera kominn október, tíminn bara líður allt of hratt...en það verður sko gaman í desember þegar ég útskrifast, þá verður partý í Blíðheimum! (fyrir þá sem ekki vita þá heitir íbúð okkar Öldu sys Blíðheimar ;)) Nú var Fía gella að koma, hún og Alda ætla að kíkja nett í e-ð kveðjupartý...skilja litlu sys bara eina eftir heima jahérna hér ;)
En ussss það er e-ð spennandi í sjónvarpinu.... þannig ég kveð í bili
L8ter